Alþýðublaðið - 12.06.1965, Side 10
I
| jÉ Danmörk - Svíjb/oð - Rúmeníaá
i 29.7. - /9.8. 22 daga ferð |
t, 1/1 i<n nn Y//JW.
Y/.
m
jg
!f
i|
1
í
Ve/ð Ar. 14.360.00
Fararsíjóri: Gestur Þorgrímsson.
Ferðir, hótel, matur og leiðsögn innifalin í
verði. Aðeins morgunmatur í Kaupmannahöfn.
Ferðir til Istanbul, Odessa, og innan lands gegn
vægu aukagjaldi. Ferðamannagjaldeyrir. 300 sól
ardagar á ári. Þægilegt loftslag. Nýtízku hótel
og gott fæði. Tryggið ykkur far í tíma. Ódýr-
ustu Rúmeníuferðir sem völ er á. Örugg farar-
stjórn. Höfum nú þegar sent yfir 50 manns.
Ferðaáætlun: 29. júlí: Flogið til Kaupmanna-
hafnar og dvalið þar 2 daga. 31. júlí: Farið með
ferju til Maimö og flogið samdægurs til Con-
stanta og ekið, til Mamaia baðstrandarinnar við
Svaitahaf og dvalið þar í hálfan mánuð á hótel
Doina. 14. ágúst: Farið frá Mamaia til Constanta
og flogið til Malmö en þaðan farið með ferju
til Kaupmannahafnar og dvalið þar 6 daga. 19.
ágúst: Flogið til íslands.
LAN □ S d N T
!
v 10 12- júní 1365
# BILLINN
Bent an Icecer
sími 1 8 8 33
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Fimmtugur
Framhald af 7. síðu
að komast hjá því, að taka að sér
ýms aukastörf, sem hann, með
öll sín hugðarefni á sviði ís-
lenzkra fræða, hefði betur verið
laus við, sum hver að minnsta
kosti, þótt hann skoraðist ekki
undan þeim. Á ég þar einkum við
það, að hann var skipaður for-
maður landsprófsnefndar mið-
skóla árið 1948 og gegndi því
tímafreka starfi í samfleytt átján
ár áður en hann létti því af sér
í byrjun þessa árs. En þá höfðu
að visu þegar fyrir löngu verið
lögð á herðar honum þrjú önnur
aukastörf: Hann var kosinn í
stjórn þjóðvinafélagsins árið
1958 og ráðinn ritari hugvísinda-
deildar vísindasjóðs sama ár;
gegnir hann báðum þeim trún-
aðarstörfum enn. Loks tók hann
árið 1962 sæti í nýyrðanefnd, sem
þá var starfandi á vegum orða-
bókar háskólans; og þegar sú
nefnd var nýlega endurskipulögð
undir nafninu íslenzk málnefnd, j
var hann einnig skipaður í hana. j
Hygg ég að Bjarni uni sér vel ■
við það aukastarf, enda er hann j
áhugasamur og oft slyngur orða-
smiður.
Eg hef verið svo heppinn að
eiga Bjarna Vilhjálmsson að sam-
starfsmanni tvisvar sinnum á æv-
inni: fyrst við Alþýðublaðið fyrir
hartnær aldarfjórðungi, þá að
vísu ekki nema eitt ár; en nú við
þjóðskjalasafn árum saman.
Betra samstarfsmann á ég bágt
með að hugsa mér, enda fer hjá
honum flest það saman, sem
hverjum manni má til ánægju og
ávinnings verða í daglegri um-
gengni og samvinnu: góðar gáfur,
yfirgripsmikil menntun og létt
lund. Um gáfur Bjarna og mennt-
un er óþarft að fara hér fleiri
orðum. í þeim efnum sýna verkin
merkin. En skapgerð hans og
mannkosti þekkja þeir einir, sem
hafa umgengizt hann eða átt við
hann samstarf. Þeir eru að vísu
margir, enda er Bjarni vinsæll
maður; og engan veit ég hann
eiga sér óvildarmann. Er hann þó
enginn jábróðir manna; þvert á
móti hefur hann mjög ákveðnar
skoðanir bæði á mönnum og mál-
efnum, er fastheldinn við þær og
lætur ekki hlut sinn fyrir nein-
um, ef því er að skipta. Honum
er yfirleitt ekkert fisjað saman.
Fram á þennan dag hefur hann
haldið tryggð við alþýðuhreyf-
ingu þessa lands, sem hann komst
ungur í kynni við á háskólaárum
sínum; og fáa skólabræður þekki
ég, sem eins miklir kærleikar eru
með, þótt árin hafi liðið, og með
Bjarna og skólabræðrum hans
frá Akureyri, sumum hverjum að
minnsta kosti. Þetta lýsir mannin-
um, tryggð hans og trúfesti. En
hann er líka einstaklega ánægju-
legur samferðarmaður og félagi:
alltaf hjálpfús og velviljaður og
í alla staði drengur hinn bezti;
I viðræðum gamansamur og oft
skemmtilega kýminn, þótt alltaf
sé gaman hans græskulaust.
Hann er elnn af þeim mönnum,
sem segja má, að beinlínis sé
raannbætandi að umgangast.
Kvæntur er Bjarni ágætri
konu, Kristínu Eiriksdóttur, ætt-
aðri vestan af Hesteyri við Isa-
fjarðardjúp. Eiga þau fjögur börn,
tvær dætur og tvo syni, sem öll
mega nú heita upp komin og eru
hvert öðru efnilegra. Óska ég
þeim öllum hjartanlega til ham-
.igju á þessum afmælisdegi
eimilisföðurins; en honum þakka
ég ótaldar ánægjustundir, sem ég
hef átt í samsua við hann bæði
fyrr og síðar, og bið hann lengi
iifa.
Stefán Pjetursson.
Hjótbarðavlðgerðir
OPIÐ ALILA DAGA
(LÍKA LAUGARDAGA
OG SUNI'ÍUDAGA)
FRÁ KL. 8 TIL 22,
Gúmmívinnustofan h/£
Skipboltl 35, Rej’kJovOc.
Klippt og skorið
Framhald. af 16. síðu.
hvað þær eiga að heita, en auð
\vitað skiptir þaí elngfc máliL
Myndirnar eru til að skoða og svo
má líka hrista þær þá glamrar
í þeim svo >að það er hægt að spila
á þær. Annars verður hér mikið
spilverk í dag við opnunina. Þá
verður frumflutt af segulbandi
verk eftir Atla Heimi Sveinsson
sem hann kallar Viðbrögð.
— Sigurjón:
— Við létum diter rot gera fyr
ir okkur sýningarskrá og nú er
ég orðinn hálf hræddur um að hún
sé of fín og beri myndirnar ofur
liði, en við skulum vona að gest
irnir hafi hana bara í vasanum
meðan þeir skoða sýninguna. Ann
ars gera þeir varla annað á meðan
þeir virða fvrir ‘■ér skvána því
hún er heill fermeter að stærð
og prenb"ð beseia megin á hana
og það má dÞer eiea að hann
gleymdi ekki að hafa myndlistann
á henni, híns vegar var ekki pláss
fyrir verðlistann.
— Hreinn.
— Nei. riei. b°tta er ekk; fyrsta
svningin mín. Ee hef einu sinni
svnt eina mynd áður-
Tek aff mér hvers konar (iýffingar
úr og á ensku.
EIÐUR GUÐNASONí
Skipholti 51 - Sími 32933.
iöggiltur dómtúlkur og hkjala-
þýðandi.
Einangrunargler
Framleitt einungis úr
úrvalsgleri — 5 ára ábyrgð.
Pantiff tímanlega.
Korkiðjan hf.
Skúlagötu 57 — Sími 23260.
SMURSTÖÐIN
Sætóni 4 — Sími 16-2-27
BílUnn er smurður fljótt og vel.
Soljum allar teguadir af smurolíu
SKIP
M.s. Skialdhreið
fer vestur um land til Akureyrar
16. þ. m.
Vörumóttaka árdesis á laugar-
dag o? mánndag'ti't áæilunarbafna
við Húnaflóa oe Skagafjörð. Öl-
afsfjarðar og P'dvfkur.
Farseðls.r seidir á þriðjudag.
K.F.U.M.
Almenn samkoma á vegum
Kristniboðssambandsins annað
kvöld kl. 8 30 í sambandi við
heimkomu frú Áslaugar og Jó-
hannesar Ólafssonar, kristniboðs
læknis. Giöfum til kristnibcðs
veitt móttaka.
Kristniboffssamkoma.
Frú Ásla'ie og Jóhannes Ólafs
son, kristniboðslæknir. eru komin
heim í hvfldarlevfi frá störfum í
Eþíópíu. Verða þau boðin velkom
in á kristniboðssamkomu ' húsi
K.F.U.M. og K, annað kvöld kl.
8,30, Jóhannes Ólafsson talar.
Gjöfum til kristn’boðsins í Konsó
veitt viðtaka í samkomulok. Allir
velkomnir.
Samband ísl.
kristniboðsfélaga.
21690 |