Alþýðublaðið - 24.06.1965, Síða 11

Alþýðublaðið - 24.06.1965, Síða 11
KR-ingar börðust vel og gerðu jafntefli við SBU í góðum leik Þórólfur vék crf vellinum í síðari hálfleik vegna meiðsla LIÐIN TALIN frá markverði til vinstri útherja: ★ S. B. U.: Mogens Johansen, Leif Gram Petersen, Kresten Bjerre, Knud Petersen, Niels Yde, Sören Hansen, Palle Reimer, Jör- gen Jörgensen, Arne Dyremose, Ove Andersen, Finn Wiberg- Lar- sen. ★ K. R.: Heimir Guðjónsson, Kristinn Jónsson, Bjarni Felixson, Sveinn Jónsson, Þorgeir Guð- mundsson, Ellert Schram, Gunn- ar Felixson, Gnðmundur Haralds- son, Baldvin Baldvinsson, Þórólf- ur Beck, Sigurþór Jakobsson. TÍr Dómari: Steinn Guðmundsson. ★ Línuverðir: Baldur Þórðarson, Jón Friðsteinsson. ★ Áhorfendur: 5.600. • ÁÐUR en leikur hófst skiptust fyrirliðar á oddfánum og Heimir Guðjónsson afhenti markverði SBU blómavönd, en hann lék í gærkvöldi sinn 55. leik með SBU. ★ FYRRI HÁLFLEIKUR 3:2 Danir byrja með knöttinn, en KR-ingar snúa vörn í sókn og á 3. mín. fá þeir hornspyrnu, sem Gunnar framkvæmir og Baldvin stekkur upp — skallar knöttinn mjög fallega í netið og lifnaði nú heldur yfir áhorfendum. En ekki leið á löngu þar til SBU jafnar, Ellert brá sóknarleikmanni í víta- teig og vítaspyrna var dæmd. Ove Andersen innherji skoraði Helsingfors, 23. júni (NTB-FNB) ÍTALÍA sigraði Finnland 2—0 í undankeppni HM í knattspyrnu. örugglega úr henni með föstu skoti. Skömmu síðar tekur Gunnar aftur hornspyrnu og nú skallar Ellert fallega en markvörður ver laglega. Á. 19. mín. kom svo ann- að mark KR. eftir dálítið ein- kennilegan aðdraganda. Baldvin brýst upp völlinn og er hindrað- ur, en nær knettinum aftur og er í dauðafæri, þegar dómarinn flaut ar og dæmir aukaspyrnu á SBU. Heyrist þá mikill kurr frá áhorf endum og var það mjög eðlilegt. Sveinn Jónsson tók aukaspyrn- una og gaf á Þórólf sem lyfti snilldarlega yfir markvörðinn, en viti menn, þar stendur þá Ellert ' greinilega rangstæður og skaUar i netið, 2:1 fyrir KR. Og eins og til að leiðrétta mistökin rétt áður létu dómari og línuvörður, sem þeir sæu ekki rangstöðuna. Á 33. min. er Sigurþór með knöttinn og leikur fram völlinn og sendir knöttinn af um 30 m. færi í hetið. Þetta var fallegasta mark leiksins, stórglæsilegt, það eru einmitt svona mörk, sem áhorf- endur vilja fá að sjá. Á 35. mín. er nokkur þvaga fyrir framan mark KR. sem endar með skalla frá Jörgensen h. inn- herja, en Heimir misreiknaði Framhald á 15. síðu. Hætta við danska markið — Síðustu fréttir af Cassius Clay eru þær, að hann hef ur farið fram á skilnað! Guðmundur Haraldsson og Dani berjast um boltann. JAZY SEni TVÖ HEIMSMEJ Sigurþór (lengst til vinstri) skorar þriðja mark KR glæsilega. — (Mynd: JV). Melun, 23. júní, (NTB—AFP) MICHEL JAZY, hinn 29 ára gamli franski hlaupari og Ron Clarke, Ástralíu, sem sett hefur hvert heimsmetið af öðru undanfarnar vikur hlupu 2 mílur á móti hér í kvöld. Jazy sigraði og setti glæsilegt heimsmet, hljóp á 8:22.6 min. — Hann bætti gamla metið, 8:26.4 mín., sem Schul,-USA tók af Jazy í fyrra. Millitimi Jazy á 3000 m. vao betri en gildandi heimsmet, sem Jazy á, hann fékk 7:49.0 mín., en staðfesta metið er 7:49.2 Clarke hljóp á 8:24.8 og 3. varð Gammoundi Túnis á 8:37,8. Hlaupararnir skiptust á um for- ystu þar til tveir hringir voru eft- ir, en þá tók Jazy mikinn rykk, sem Clarke tókst ekki að svara og vár 20 . m. á eftir. Veður var mjög gott, þegar hlaupið fór fram. Þessir tveir fræknu hlauparar hafa nú alls sett 10 heimsmet í 11 vor og sennilega eiga fleiri eftir 11 að sjá dagsins ljós á næstunni. í : byrjun júlí fer fram stórmót í Helsinki, svokallaðir heimsleikar, þar sem margir beztu frjáls- íþróttamenn veraldar eru meðal þátttakenda. Aðalgrein mótsina verður samt 5000 m. hlaupið, en þar eru Jazy og Clarke báðir með- al þátttakenda. ><><><>C><><><><><X><><><><|<> ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. júní 1965

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.