Alþýðublaðið - 27.06.1965, Side 7
TORSTEN NILSSON
byggir einnig á landpólitískri
raunsæi við nútímaaðstæður.
Þessi stefna en áhrifameiri fyr-
ir það, að sænska þjóðin styður
hana að miklum meirihluta og
fórnar fjórðungi ríkistekna til
landvarna til að tryggja, að
aðrir taki hlutleysi landsins al-
varlega.
Hlutleysi er ekki stefna, sem
hægt er að boða sjálfrar hennar
vegna — nema átt sé við al-
Framhald á 10. síðu.
MYNDIN: Sænskur kafbátur
siglir út úr byrgi, sem er
sprengt inn í klöpp.
TORSTEN NILSSON OG
UTANRlKISMÁL SVÍA
ALLAR þjóðir dreymir um
velmegun, félagslegt öryggi,
menntun, frið og virðingu ann-
arra. Fáar þjóðir hafa öðlast
þessi hnoss í eins ríkum mæli
og frændur okkar Svíar, sem
eru langstærstir norrænu þjóð
anna, en þó smáþjóð á heims-
mælikvarða.
Svíþjóð er efnað ríki, og má
þakka það bæði auði jarðar,
hugviti og dugnaði þjóðarinn-
ar. Svíar hafa sótt lengra en
aðrar þjóðir í félagslegum um-
bótum, og sýnt, hve langt má
komast í þjóðfélagsbreytingum
án byltinga. Þeir hafa eflt
menntun og menningu í ríkari
mæli en flestir aðrir. Loks hafa
þeir búið í friði í 150 ár og
njóta mikillar virðingar á al-
þjóða vettvangi.
Enda þótt Svíar eigi við ýms
gömul og mörg ný vandamál að
stríða, verður ekki annað sagt
eftir venjulegum mælikvarða
á mannlegar framfarir, en
þjóðarskúta þeirra hafi á síð-
ustu áratugum verið traust
og farsælt skip.
Á morgun kemur hingað til
lands einn þeirra, sem staðið
hafa á stjórnpalli skútunnar um
árabil, Torsten Nilsson, utan-
ríkisráðherra. Hann hefur
gegnt mörgum ábyrgðarstöðum
í landi sínu, þar á meðal verið
bæði landvarna- og utanríkis-
ráðherra. Báðar þær stöður
tengja hann sérstaklega við
eitt helzta sérkenni Svíþjóðar í
dag, stefnu ríkisins gagnvart
umheiminum.
Svíar eru hlutlaus þjóð, en
þeim er heldur illa við það
orð og kunna betur við „alli-
ansfrihet", að þeir séu utan
bandaiaga. Það er ekki ætlun
Svía að leggja málstað annarra
ríkja ávallt að jöfnu og lýsa
algeru stefnuleysi, og eins hafa
þeir ekki verið um of hrifnir
af sumu því, sem fjarlæg ríki
hafa dregið undir hatt „hlut-
leysis.” Hin sænska utanríkis-
stefna er fyrst og fremst göm-
ul, sænsk stefna, sem byggð
liefur verið á langri reynslu
og'sérstökum aðstæðum.
Fyrr ó öldum voru Svíar
flæktir í deilur á meginlandi
Evrópu og kóngar þeirra
leiddu lieri fram og aftur um
álfuna til að herja. Síðustu
aldir hefur þetta verið breytt.
Hugur Svía hefur snúizt gegn
slíkum afskiptum af málefn-
um annarra, en beinzt að hin-
um miklu verkefnum, sem iðn-
byltingin veitti þeim heima
fyrir. Nú síðast hafa tvær
heimsstyrjaldir liðið svo, að
Svíar gátu staðið utan við þær
og haldið fast við þann ásetn-
ing að láta ekki blanda sér í
deilumálin.
,;Fyrir sænsku þjóðina er
þetta ein af staðreyndum lífs-
ins, sem hvílir á hug og hjarta
okkar,” hefur Torsten Nilsson
skrifað. „Við ölum því í brjósti
ósveigjanlega, jafnvel ósjálf-
ráða tortryggni gegn því að
láta blanda okkur í bandalög
eða hernaðarblokkir. Við iögð-
um áherzlu á þá staðfestu okk
ar að vera hlutlausir, og við
vorum ekki aðilar að deílum
BENEDIKT GRÖNDAL
m HELGINÁ
fortíðarinnar. Þetta er sögu-
leg staðreynd, sem við getum
ekki gengið framhjá. Það er
almennt samkomulag meðal
sænsks almennings og í öllum
pólitísku flokkunum um að
hlutleysisstefnan skuli halda
áfram.” T
Þannig eru hinar sögulegu
rætur hins sænska hlutleysis
langár, og þeim hefur aldrei
verið kippt upp — hlutleysi
Svía hefur staðizt 150 ár og
tvær heimsstyrjaldir.
Hitt er Svíum ljóst, að sagan
ein hefur ekki dugað til að
tryggja hlutleysi þeirra. Land
fræðileg aðstaða hefur ráðið
þar mestu um. Það var ekki
tilviljun, að Þjóðverjar her-
tóku Danmörku og Noreg, en
ekki Svíþjóð, á styrjaldarár-
unum. Hernaðarleg aðstaða
þessara þ.ióða var ólík. Þjóð-
verjum hentaði eins vel, að
Svíþjóð væri utan átakanna.
„Listin að vera hlutlaus hefur
verið sú, að búa á góðum stað
á jarðkringlunni,” sagði ritliöf-
undurinn Torsten Holm í bók
um síðari heimsstyrjöldina.
Landfræðileg aðstaða Svía
kom ekki aðeins við sögu á
úfriðartímum, heldur 'gegnir
miklu hlutverki í friðarstefnu
Norðurlanda, í dag. Finnland er
hlutlaust vegna nábýlis við Sov
étríkin og Svíar vita, að beygi
þeir frá hlutleysi sínu, mundu
Sovétríkin telja sig neydd til
að þjarma að Finnum. Á sama
hát.t hafa Noregur, Danmörk
og ísland haldið kjarnorku-
vopnum frá löindum sínum,
þrátt fyrir þátttöku í NATO,
af því að Sovétríkin mundu
styrkja norðurarm sinn á kostn
að Finna, ef eitthvert þessara
landa yrði að kjarnorkustöð.
Þetta er hið „norræna jafn-
vægi,” og Svíþjóð er með
hlutleysi sínu burðarás þess.
Þessi stefna er ekki byggð á
skriflegum samningum, heldur
gagnkvæmu trausti frændþjóða,
sem gjörþekkja hver aðra. Ár-
angurinn er sá, að Norðurlönd
hafa verið kjarnorkulaust frið-
arsvæði. Átök kalda stríðsins
hafa ekki gerzt þar, heldur
annars staðar. Þau hafa stuðl-
að að friði og gengið á milli
stórveldanna til að bæta sam-
búð þeirra. Betra hlutverks
geta friðsamlegar smáþjóðir
ekki óskað sér.
Það er athyglisvert, að hið
norræna jafnvægi hefur styrk
sinn ekki sízt af því, að vegna
mismunandi landfræðilegu
hafa norrænu þjóðirnar ýmist
tengzt nágrönnum í vestri eða
austri eða verið algerlega hlut
lausar. Væru Norðurlöndin öll
hlutlaus má telja líklegt, að
blokk þeirra væri áhrifaminni
og veikari en nú er.
Önnur staðreynd utanríkis-
mála, sem Svíar hafa skilið til
hlítar, eru varnarmálin. Þeir
telja hlutleysi sitt einskis virði,
nema því fylgi öflugar land-
varnir. Um þetta hefur Torsten
Nilsson sagt:
„Við Svíar höfum komizt að
raun um, að við getum ekki
myndað það þjóðfélag, sem við
viljum, eða fylgt þeirri utan-
ríkisstefnu, sem við viljum,
nema við séum reiðubúnir að
greiða kostnaðinn. Að okkar
hyggju eru öflugar og dýrar
landvarnir eðlileg afleiðing af
hlutleysisstefnu. Við getum
ekki látið aðra bera ábyrgð
á öryggi okkar. Það mundi
stofna í hættu mikilvægum
hluta stefnunnar. Ennfremur
lítum við á hlutleysi sem eins
konar tryggingu, sem væri lít-
ils virði, ef ekki væri endur-
trygging velbúins varnarliðs.
Við gerum okkur ljóst, að við
getum ekki haldið uppi vörn-
um, sem geta mætt öllum hætt-
um. Varnir okkar veita okkur
aldrei nema takmarkað ör-
yggi — en hernaðarframlagið
sýnir þó, að við tökum hlut-
leysisstefnu okkar alvarlega.”
Það er engan veginn ofsagt
hjá Nilsson, að hinar öflugu
varnir Svía hafi aukið mjög
virðingu fyrir hlutleysisstefnu
þeirra. Þeir verja rúmum
fjórðungi ríkistekna sinna til
varnarmála, en það samsvarar
því, að íslendingar verðu 875
milljónum til hernaðar. Á sama
tíma og Bretar gefast upp við
smíði á nýjustu orrustuþotu
sinni, hefja Svíar smíði á nýrri
þotu, sem vekur heimsathygli.
Og svo mikill er iðnmáttur
og svo mikil tækni Svía, að
þeir gætu orðið kjarnorkuveldi
á fáum árum.
Af því, sem hér hefur verið
sagt,verður Ijóst, að utanrík-
isstefna Svía, sem Torsten
Nilsson nú stýrii', er byggð á
aldagamalli hefð og reynslu, en
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 27. júní 1965 f