Alþýðublaðið - 27.06.1965, Síða 8
kAÐ var anzi gaman að skoða
r sýningu fjögurra ungra mynd-
listarmanna í Ásmundarsal og
; Mokkakaffi, þeirra Hauks Sturlu-
sonar, Hreins Friðfinnssonar, Jóns
Gunnars Árnasonar og Sigurjóns
j Jóhannssonar; henni mun hafa
] lokið nú í vikunni. Ekki svo að
i skilja að þar bæri beinlínis ó-
gleymanlegar myndir fyrir augu.
En sýningin var nýstárleg og
| hressileg; hún var enn einn vott-
i ur þess að í ungri myndlist okkar
! er sitthvað skemmtilegt á seyði og
! reynt að fylgjast með nýjungum á
j heimsmarkaði listanna.
j Raunar er pop-listin svokallaða
engin nýjung lengur, en hefur
f verið iðkuð um árabil erlendis við
; eftirtekt og ærna auglýsing. Pop-
listin sækir sér efnivið í heim
i tækni og hvers konar múgiðju,
! ekki sízt hina litglöðu veröld viku-
j blaða og auglýsinga; boðskapur
j hennar, — ef nokkur, er sá, að
j enginn hlutur sé listinni óviðkom-
i andi, allir hlutir geti orðið jafn-
góð list. Pop-Iistin freistar þess
að hneyksla áhorfanda sinn með
því að stilla hvers konar aðskota-
munum, helzt hinu hversdagsleg-
] asta drasli, upp sem „listaverk-
] um”; þetta er hliðstætt , músik-
] ölskum happenings” sem saman-
j standa bara af afkáralegum til-
j burðum uppi á sviði. Berrassaði
j kóreumaðurinn sem kom hér í vor
! sannaði reyndar að hér er dágóður
jarðvegur fvrir svonalagaða „list”:
honum var engan veginn tekið með
, þösn og kæruleysi: menn urðu
! reiðir í alvöru út af svningu hans
; og fóru að skrifa í blöðin um að
i þetta ætti að „banna”. En pop-
I
l
|
listin ætlar sér að réttu lagi meira
en hneyksla; hún reynir að færa
út endintörk myndlistar, rjúfa ein-
ancrun hennar við sjálfumnæga
abstraktsjón; efniviður hennar,
sóttur í hversdagslegan mynd-
heim okkar allra, stefnir henni í
raunsæisátt til þjóðfélagslýsing-
ar og -ádeilu. Að réttu lagi getur
hún orðið nvstárleg spegilmynd
og athugun samtímans.
Á sýningunni í Ásmundarsal og
Mokka vöktu myndir þeirra Jóns
Gunnars Árnasonar og Sigurjóns
Jóhannssonar, mesta athygli.
Jón Gunnar sýndi málmsmíði,
hreyfilist, skúlptúr sem áhorfandi
getur raðað upp á nýtt og þar með
gerzt „þátttakandi” í listaverkinu,
„reflexa” í kopar þar sem birtan
er beinn þáttur myndarinnar.
Þessar myndir eru margar falleg
óbundin abstraktsjón; það er eink-
um efniviðurinn sem er nýstárleg-
ur. Sama má reyndar segja um
pop-málverk Sigurjóns sem eru
mörg áferðarsnotur en alveg laus
við að ögra nokkrum manni. Úr-
klippur hans og aðskotahlutir í
8 27. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
myndunum halda þar öllum aug-
lýsingagljáa sínum, Sigurjón
reynir að skipa þeim í venjulegt
„myndrænt” samhengi upp á nýtt,
en fjallar ekki um sjálfan efni-
við sinn sem slíkan. En alténd
eru myndir hans skemmtileg til-
brigði við vissa þætti í múgmenn-
ingu okkar tíma, auglýsinga-
mennskuna, trúna á hlutina — þó
þær séu ekki tiltakanlega frum-
legar né risti inn úr yfirborði.
JJOP-teikn okkar tíma umfram
alla hluti aðra er náttúrlega
sjónvarpshrífan. „Við lifum á
öld tækni og f jölmiðlunar, þar sem
magnið skiptir máli fremur en
gæðin.” segir Ragnar Jónsson £
Ingólfi, sjónvarpsblaðinu nýja, þar
sem þess er krafizt að Keflavík-
ursjónvarpið verði takmarkað við
herstöðina þegar hið íslenzka tek-
ur til starfa. Hann telur sig vera
að segja ótíðindi, ekki bara geta
staðreyndar. Og óneitanlega hefur
Keflavikursjónvarpið leitt í Ijós
hvílíkur áhugi og þörf er hér fyrir
þessa tækni, pop-hungrið í sam-
félaginu; þúsundir manna af öll-
um stéttum og stigum telja sér
fært og nauðsynlegt að kaupa við
ærnu verði inn á heimili sín
skemmtiskrá ætlaða útlendum her-
mönnum. En hitt er náttúrlega
fjarstætt að kenna sjónvarpinu
sjálfu, sjónvarpstækninni, um
þessa þróun; og enginn getur full-
yrt að þeim tíma og fjármunum
sem til sjónvarpsins er kostað væri
betur varið ef það væri ekki.
Veigamesta röksemdin gegn
rekstri Keflavíkursjónvarpsins er
vitaskuld samkeppni þess við inn-
lenda menningarstarfsemi. Sjón-
varpið teygir fólk frá þátttöku í
íslenzku menningarstarfi; hver
stu.nd framan við sjónvarpstækið
er raunverulega á kostnað inn-
lendrar menningar, innlendra verð
mæta — eða verðleysu. Á þann.
hátt vinnup sjónvarpið dag frá
degi gegn daglegri íslenzkri menn-
ingu, rýrir gildi hennar, gerir
henni örðugra uppdráttar; það
venur áhorfendur sína á alþjóðlegt
pop til afþreyingar inni á heim-
ilum sinum á kostnað innlendrar
pop-mennsku ef ekki annars. Við
þetta bætast svo þjóðernisleg og
pólitísk rök: Keflavíkursjónvarpið
er vansæmandi og verður háska-
legt til lengdar-, og það veitir
varnarliðinu alveg óeðlilegá á-
hrifaaðstöðu í íslenzku þjóðlífi.
60-menningarnir vöktu í fyrra
upp umræðu um sjónvarpsmálin
sem staðið hefur síðan, og eiga
þeir þakkir skilið fyrir það; auð-
velt er að fallast á kröfu þeirra
um stöðvun Keflavíkursjónvarps-
ins að ári sem er jafn-réttmæt og
sjálfsögð og gagnrýnin á rekstur
þess frá öndverðu. En það kárnar
gamanið ef 60-menningarnir, eða
einhverjir þeirra, ætla sér að
hefja andróður gegn íslenzku sjón
varpi. Hvað sem um Keflavíkur-
sjónvarpið má segja að öðru leyti
hefur það þó sýnt fram á þörfina
á íslenzku sjónvarpi; og það er
alveg Ijóst að sjónvarpið getur, ef
rétt er á haldið, orðið stórfellt ís-
lenzkt menningartæki. Það getur
gert miklu meir en svala frum-
stæðri pop-þörf samfélagsins; það
getur unnið gegn henni, reynt að
beina henni að verðugri efnum.
Verkefnin eru ótæmandi í fá-
mennu. strjálbýlu landi, þar sem
öflugrar, skipulegrar fjölmiðlun-
ar er miklu meiri þörf en fjöl-
mennu þéttbýli. Sjónvarpið er
nýstárleg afþreying sem miklu
skiptir í fásinni og fámenni; og
það oþnar nýjar leiðir til að miðla
hvers'kyns fræðslu og menningar-
efni. Það nægir að nefna hvílík
lyftistöng sjónvarp getur orðið ís-
lenzkri leiklist og kvikmyndagerð:
það getur. veitt allri þjóðinni
fastan aðgang að fullgildu leik-
húsi. Stjórnmálamenn, lista- og
menntamenn geta rætt við áhorf-
endur sína augliti til auglitis; —
sjónvarp gæti áreiðanlega haft
heillavænlegustu áhrif, til dæmis,
Sjónvarpstæki í verzlun.
á stjórnmálabaráttuna í landinu.
Það gefur alveg ný tækifæri til
fréttamiðlunar; og með dagskrár-
skiptum og annarri efnisöflun er-
lendis frá opnar það glugga heim-
an og heim. Svona mætti lengi
telja.
Hitt er vitaskuld ljóst að ís-
lenzkt sjónvarp er kostnaðarsamt
fyrirtæki og uppbygging þess ger~
ist ekki á einni nóttu. Því skiptir
mestu að frá öndverðu sé það
hugsað og skipulagt sem íslenzk
menningarstofnun, ekki sam-
keppnisfyrirtæki í pop-iðnaði.
CIN vandræðalegasta röksemdin
gegn Keflavíkursjónvarpinu er
að það dragi úr aðsókn að bíó,
— sum kvikmyndahúsin eru sem
kunnugt er rekin til ágóða f.yr-ir
menningarstofnanir, og skattur er
heimtup af þeim til menningar-
mála. Vitaskuld er illt ef tekjur
þarflegra fyrirtækja rýrna vegna
sjónvarpsins. En sjónvarpið vekur
athygli á því að bíó hafa hingað
til ekki verið rekin sem menn-
ingartæki á íslandi heldur frum-
stæðar afþreyingarstofnanir, og
þau eiga engan rétt á vernd sem
slíkar þó svo bíóstjórum svíði
samkeppni öflugri pop-manna. ís-
lenzk kvikmyndagerð er engin til
svo heitið geti; erlend kvikmynda-
list berst hingað seint og stopult
eða alls ekki; bíóin hafa ekkert
gert til að alá sér. upp áhorfend-
ur að eiginlegri kvikmyndalist.
Þeim í koll kemur: slíka áhorf-
endur mundi sjónvarpið seint taka
af þeim. Hingað til hefur ruslið
úr amerískri og vestur-evrópskri
kvikmyndagerð yfirgnæft íslenzk-
kvikmyndamarkað; við fengjum
seint fullþakkað Keflavíknrsjón-
varpið ef það yrði til að bíóstjór-
ar færu að vanda betur til við-
fangsefna sinna, reyna til við
meiri fjölbreytni í rekstri sínum,
afla sér fleiri, fjölbreyttari og
betri mynda sem veiti áhorfend-
um eitthvað sem sjónvarpið lætur
ekki í té. Sama gildir um aðra al-
þýðlega fjölmiðla, svo sem blöð og
útvarp, sem rekstur þeirra er
anzi frumstæður hér. á landi. Þess-
ir aðilar verða ekki leystir undan
samkeppni við sjónvarp þó svo
Keflavíkursjónvarpið hverfi úr
sögunni. Sjónvarpsmálið mætti
gjarnan gera öllum þessum aðil-
um ljósa menningarlega skyldu
þeirra, ótæmandi verkefni þeirra
í margbreyttu samfélagi tækni og
fjölmiðlunar, múgfélagi og múg-
menningu okkar tíma, sem við bú-
um vitaskuld við hér á landi sem
annars staðar.
Og fyrst og fremst er þess að
vænta, að sjónvarpið sjálft, þegar
það kemst á laggirnar, geri sér
ljós verkefni sín en heykist ekki
niður í fátækt og vanmætti, hlut-
leysi, andleysi, gagnsleysi — eins
og alltof oft virðist tilfellið með
íslenzka fjölmiðlun til þessa.
||NGUR forleggiari. Njörður P.
'
Frá sýningunni í Ásmundarsal.
Njarðvík. v;V”r í Ingólfi að
Frh. á 10. síðil.