Alþýðublaðið - 27.06.1965, Qupperneq 11
Ritstióri Örn Eidsson
■■■■■
"
.
. ■. •
Hf : " :
■. »■.■ .
jjjStigi
lllSSil
■
"V.v'
•':■: //■ •..' •
W
m-i:
:'•'■• •;.::•■
i£!ííí:VS: '~. '
mm
Ole Madsen vinsælasti
knattspyrnumaður Dana
FÁA eða enga af knattspyrnu-
köppum sínum dýrka og dá Danir,
um þes.ar mundir, sem hinn smá
vaxna miðherja sinn, Ole Madsen-
Hann er sannnefnd þjóðhetja. Um
leið og hann nálgast knöttinn
kveða við í löngum röðum frá á-
horfendapöllunum, slík hróp og
köll og fagnaðarlæti, sem undir-
strikuð eru með handasveiflum og
fótastappi, að allt ætlar niður að
keyra. Enda er það svo, að í hvert
skiptj, sem Óli er með knöttinn,
má búast við að til stórtíðinda
dragi. En enn sem komið er, hefur
hann ekki gert Dönum glaðara í
sinni, en er hann með snilldarað
gerðum sínum skapaði danska
landsliðinu fory^tuna á 19. mín.
landsleiksins við Svía, erfðaóvin-
inn á knat'spyrnuvellinum. En sá
leikur endaði með dönskum sigri;
svo sem kunnugt er, 2:1.
Hann er næsta kynlegur kvistur
á meiði knattspyrnunnar, sagði
sænski landsliðsleikmaðurinn Or-
var Bergmann- Það er undravert
hversu fljótt hann nær valdi á
knettinum og hversu viðbragðs
fljótur hann er. Og þá er illa kom-
ið hag móthe-janna ef ekki naest
til að stöðva hann í tíma-
Ekki vildi Orvar samt likja hon
lum við hinn heimsfræga Uwe
Seeler í þýzka landsliðinu, en að-
alstyrkleiki hans var að skapa sér
ákjósanlega s'öðu til þess að
senda knöttinn á markið, með sín
um annáluðu hörkuspyrnum, sem
vart neitt stóðst fyrir. Óli skapar
sér möguleikana frekar með því
að leika „í gegn“ eða í aðstöðu
við markið^ og er þrátt fyrir það
hversu smár hann er vexti, eitil-
harður i návígi og stórhættulegur
með skallann.
Það hafa verið skrifaðir dálkar
á íþró’tasíðum danskra blaða, svo
kílómetrum skiptir um Óla, hinn
smávaxna miðframherja, og leikur
það ekki á tveim tungum, að hann
er sá knattspyrnumaður, danskur,
sem langmestrar hylli nýtur með
þjóð sinni. Óli er og sú manngerð,
að hann gaati hvaða dag sem er,
gerzt atvinnumaður með miklum
og góðum árangri. En hann lætur
sem vind um eyru þjóta gylliboð
umboðsmanna atvinnumennskunn
ar. Það er einkum ívennt, sem Óli
vill, að fá að leika fyrir félag sitt
Hellerup, sem er í 3. deild, hann
hefur enga löngun til að hækka í
deild, og starfa áfram eins og
hingað til, af áhuga og árvekni að
fyrirtæki föður síns, sem rekur
vagnasölu.
Óli og Egon Hansen v- innh. í
landsliðinu, sem er í IY- deild
hafa sýnt það og sannað, m. a. j
landsleiknum við Svía á dögunum,
svo ekki verður um villzt, að leik
menn úr neðri deildunum standa
síður en svo að baki þeim, sem
eru í I. deildinni og teljast m. a.
þess vegna til kjamans í kapplið-
unum. Þannig sagðist Sænska
íþróttablaðinu fyrir skömmu.
Ole Madsen var fyrst valinn í
danska landsliðið árið 1958 — þá
gegn Svíum. Hann var þá alls ó-
þekktur III- deildar leikmaður- En
. að þeim leik loknum var nafn
hans á allra vörum og honum var
i ,,sungið lof og dýrð“ um alla Dan-
mörk.
í þessum fyrsta landsleik sinum
gegn Svíum hafði Óli gegn hinni
frægu sænsku „silfur-vörn“ að
'ækja, sem talin var ein snjallasta
vörn í víðri veröld þá. Svíar höfðu
nokkrum mánuðum fyrir þennan
landsleik við Dani, unnið til silf-
urverðlauna í heimsmeistara
keppninni.
Hvað er svo sagt um viðskipti
hins óþekkta II. deildar leik-
manns Dana, við þessa heims-
frægu vörn. í danska blaðinu
,,Fodbold Jul“ sl. ár segir m. a.
þetta:
Sviðið er Rosunda leikvangur-
Þar hafði Óli aldrei komið áður.
Vissulega hefði hann átt að vera
fullur undrunar og lotningar. —
Hann, nýliðinn úr III. deild í
landsliði þjóðar sinnar, öllum
ókunnur. En Óli lét sér ekkert
vaxa í augum, enda er hann þann
ig, að hann kallar ekki allt ömmu
sína. Svíarnir höfðu þegar tekið
forystuna — en þá tók hann til
sinna ráða, og tók ákvörðun, sem
nánast mátti kallast öllum sanni
fjær, ef einhverjum öðrum en
honum hefði dottið hún í hug.
Hann ætlaði sér sem sé sjálfur,
upp á eindæmi, að jafna metin,
með því að vaða í gegnum meiri
hlutann af sænska liðinu. Þessi
fjarstæðukennda hugmynd kom
þegar til framkvæmda með þeim
hraða í „orði og athöfn“ sem ein-
kennir Óla, öðrum fremur. —
,,Sendu mér knöttinn“, sagði hann
við Enoksen, sem lék miðherja.
Hann fékk knöttinn og hóf sókn
ina upp á eigin spýtur. Áhorfend-
urnir fylgdust „spenntir" með og
flestir þeirra hristu höfuðið, yfir
þessu dirfskubragði, sem þeir al-
mennt töldu dauðadæmt þegar í
stað. Með eldsnöggu viðbragði
skildi hann sænska innherjann
eftir, og átti síðan ,,aðeins“ sjálfa
silfurvörnina eftir. Næsti mót-
herjinn sem varð á vegi hans var
Sigurður Parling, sem hafði við
urnefnið „Járnstóin" og talinn
einn sterkasti og um leið harð-
fengasti varnarleikmaðurinn. Að
vísu kom það fyrir og það oftar
en einu sinni, að knötturinn
komst fram hjá honum, en mót-
herjinn næstum því aldrei. Þegar
Óli rak knö‘tinn fram hjá honum
með snöggri spymu, renndi,, jám-
stóin“ sér á næsta ruddalegan
hátt í veg fyrir hann. Slíkur á-
rekstur hefur orðið mörgum leik
manninum að falli. En Öla, tókst
með hinum lipru og léttu skref-
um sínum svo að segja að sleppa
við árá°ina, var aðeins örlítið
hrakinn af stefnunni, en náði sér
aftur á strik og skoppaði svo ör-
uggur á skeið á eftir knettinum.Þó
munaði þetta sekúndubroti, sem
nægði Áka Johannssyni, hinum
viðfræga bakverði að ná til knatt-
arins fyr-t. Eða svo virUst, að
minnsta kosti. Hann þekkti ekki
á hraða Öla — í það skiptið- Óli
réðst þegar að honum og féllu
báðir +il jarðar við áreksturinn,
en knötturinn hrökk til Enoksen,
sem reyndi að hemja hann, sem
mistókst, oe knöt*urinn hrökk frá
honum — Óli var bá aftur kominn
í víg-töðu og náði nú til boPana
og sendi hann á markið og óverj-
andi í netið- Þessi leikur varð Ake
Frh. á 14. slðu.
í FYRRAKVOLD setti Frakk-
land nýtt heimsmet í 4rl500 m.
boðiilaupi, hljóp á 14,49,0 mín. og
bætti þar með met A.-Þýzkalands
um 9 sek. Tímar einstakra hlaup
ara vopu: Vervoort 3,41.8, Nicolas
3,44,2, Jazy 3,40,8 og Wadoux
3.42,2 mín.
Á móti í Kauhava sigraði
Clarke í 5 km. hlaupi á 13,33,0
mín., en annar varð Philip, V,-
Þýzkalandi á 13.54,0 mín.
Danir og Revkjavík á
Melavsl'i í kvöld
Hér er statt danskt unglingalið á
vegum Víkings, sem nefnist Her-
lev. Lið þetta leikur við úrvalslið
Reykjavíkurféiaganna á Mela-
velli kl. 20,30 í kvöld. Úrvalslið
KRR er þannig skipað: Þorbergur
Atlason, Anton Bjarnason, Jón
Ólafsson, Halldór Einarsson, Sæv
ar Sigurðsson, Bolli Bollason, Her
mann Gunnarsson, Bergsveinn Alf
osson, Hreinn Elliðason, Helgi
Númason og Einar ísfeld.
Á þessari mynd er Ole Madsen að leika á sænskan lcikmann í landsleik.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 27. júní 1965