Alþýðublaðið - 13.07.1965, Side 8

Alþýðublaðið - 13.07.1965, Side 8
Mariner IV. skotið á loft 28. nóvember s. I. en tveim klukkustundum síð- ar, eða kl. 8 e. h. EST, sem mundi vera upp úr miðnætti 15. júlí eftir íslenzkum sumar- tíma. Það er til marks um alla nákvæmni í útreikningum í sambandi við geimskot þetta, að í byrjun var gert ráð fyrir, að geimfarið færi í minna en 8000 mílna fjarlægð frá Mars, og nú er vitað, að geimfarið byrjar að taka myndir af yfir- borðinu í um 7000 mílna fjar- lægð. Þá verður flaugin búin að fara 325 milljón mílur, mið- að við sólu, svo að nákvæmni skotsins skeikar ekki um meira en innan við einn á móti fjórð- ungi milljónar. Til samanburð- ar má geta þess, að þetta jafn- ast á við, að tunglskot lenti innan við hálfa mílu frá skot- marki á tunglinu. Þetta út af fyrir sig bendir til, að við stöndum á þröskuldi nýs tímabils í geimferðum, en það, sem einnig gerir Mariner ólíkan öðrum geimskotum út í hið fjarlægara rúm, er öryggi rafeindatækja hans. Tvær bilan ir hafa komið fram í tilrauna- tækjum hans (einn af ióna- könnununum er bilaður), en ekki hafa fundizt neinar bilan- ir á neinum af þeim 130.000 rafeindahlutum, sem um borð eru. Það, sem gerir plánetuna Mars hvað girnilegasta til fróð Myndir af Marz Á morgun, miðvikudaginn 14. júlí, fer ameríska geimfarið Mariner IV. fram hjá plánet- unni Mars og sendir þá til baka til jarðar, um 135 milljón mílna vegalengd, myndir af yf- irborði plánetunnar og upp- lýsingar um segulsvið hennar, geislunarbelti, 'lofthjúp og hitastig. Þær myndir, sem geim farið tekur næst plánetunni eru taldar munu sýna helztu einkenni landslagsins á tveggja milna breiðu belti, en það er um 100 sinnum betri árangur en næst með sterkustu stjörnu- kíkjum frá jörðu. Siíkt svarar að sjálfsögðu ekki öllum spurn ingum um Mars, en búizt er við, að myndirnar geti hjálpað til að gefa svör við því, hvort líf er á plánetunni eða hvort líf gæti þróazt þar. Hvað sem öðru líður, þá mundi velheppn uð móttaka slíkra mynda á jörðu vera meiriháttar, tækni- legt afrek og vera upphaf tíma bils vísindalegra geimrann- sókna, þar sem vísindatækjum yrði, á næstu áratugum, skotið tii næstu grannhnatta okkar í sólkerfinu og svör fengjust loks ins við spurningum, sem stjarn fræðingar hafa spurt allt frá því að stjörnukíkirinn var fund inn upp. Mariner IV. var skotið á loft 28. nóvember sl. og hefur jsíðan þotið áfram með 30.000 mílna meðalhraða á klukku- stund, miðað við jörð, eftir ávalri braut frá jörðu til Mars. Þegar Mariner var skotið á loft, var sagt að hann mundi hefja sendingar frá Mars um það bil kl. 6 e. h. Eastern Standard Time 14. júlí. Siðan eru liðnir átta og hálfur mánuður og send ar hafa verið 42 fyrirskipanir til geimfarsins, og er nú talið, að sendingar hefjist ekki fyrr | í- leiksj fyrir vísindamenn, er sú stað?eynd, að sporbraut henn- ar eþ nægilega nærri sólu til þesslað ætla má, að þar ríki meðalhiti, er leyfði líf. Hinar fjarlægari reikistjörnur, eins og t. d. Júpíter og Satúrnus o. fl. eru alltof kaldar- Venus sem er næsti granni okkar nær sólu, hefur lofthjúp, sem ekki leyfir líf, eins og við þekkjum það, og Merkúr, sú reikistjarna, sem næst er sólu eo alltof heit. Eeikistjarnan Mars er því ein- stæð að því leyti, að hún kann að vera okkar eini möguleiki í fyrirsjáanlegri framtíð, til að sýna fram á það, svo ekki verði um villzt, að líf geti kviknað af sjálfsdáðum á öðrum plánet- um. Sú ályktun, að plöntulíf sé að finna á Mars styðst við það, að litabreytingar verða eftir árs- tíðum á yfirborði plánetunnar, einnig er lítill vafi ó því, að á vetrum safnast jökull á skaut stjörnunnar. Vissa er fyrir því, að á plónetunni er gufuhvolf og er loftþrýstingurinn við yfir> borð plánetunnar um tíundi hluti loftþrýstingsins hér á jörðu. Hins vegar kemur mönn um engan vegin sama um efna fræðilega samsetningu þessa lofthjúps á Mars. Þó er talið, að í hcnum sé smábrot af súr- efni og vatnsgufu, sem skipta öllu máli í sambandi við hugs- anlegt líf. Þá má loks geta þess, að á Mars hafa menn greint fjöldann allan af meiriháttar gosum, sem virðast vera eldgos, og þeim fylgja ský, sem talin eru vera gufa. Þar kynni að vera að finna varanlega og lífsnauð synlega uppsprettu vatns. Þó er talið sennilegast,að vegna lágs loftþrýstings og lítillar beinnar verndar- fyrir sólarhitanum muni landið um miðbik stjörn- unnar vera þurrt og gróður laust vegna þess að vatn gufi svo fljótt upp þar. Er raunar talið, að hin ljósleitu svæði, sem sézt hafa á ljósmyndum, séu eyðimerkur, og er sú skoð- un staðfest af all-örri tilkomu skýja nálægt yfirborði, sem talin eru vera .rykský. Nærmynd af sjónvarpstökuvélinni í Mariner IV. Hún tekur myndir gegnum sjónauka og má búast við, að myndirnar verði allt að 21 talsins. Myndirnar eru teknar á segulband og verða sendar til jarðar, þegar Mariner er kominn framhjá Marz. Það mun taka 8Vít tíma að senda hverja mynd. jbrátt f INDVERSKAR og pakistanskar hersveitir hafa aftur hörfað til þeirra stöðva í Kutch-héraði, sen* þær héldu um áramótin, en bar dagar brutust út í þessu óbyggða héraði á norðvesturströnd Ind- landsskaga í marzmánuði og aftur í maí. í júnílok var- undirritaður samningur um vopnahlé eftir að Wilson forsætisráðherra hafðl miðlað málum í deilunni á sam- SHASTRI veldisráðstefnunni í London, þar sem bæði Shastri forsætisráð- herra Indlands og Ayub forset! Pakistan mættu. Samningurinn er mjög stuttur og óljós í einstökum atriðum, on nefnd skipuð þremur fulltrúum á að skera úr um ágreiningsatriði, sem kunna að rísa um túlkun samn ingsins. Síðan í maí hefur ekki slegið í bardaga í Kutch, en Ind- verjar og Pakistanar hafa verið við öllu búnir og aldrei hefur eins lítlu munað að til styrjaldar kæmi með þessum tveimur þjóðum síðan í stríðinu um Kasmír skömmu eft jr sjálfstæðiskröfuna 1947. Spennan á þessum hluta landa- mæranna varð þess valdandi, að bæði löndin söfnuðu saman liði alls staðar á landamærunum í austri, vestri og aaorðri- * Dapurlegt ástantl Ástandið á landamærunum að viðbættu því, að verja hefur orðið miklu fé til hermála, sem að öðr- um kosti væri varið til annarra mála, hefur orðið æði bágbomuna efnahag Indverja alvarleg byrði. Gjaldeyrisbirgðirnar. eru nánast þurrausnar, og stjórnin hefur orð- ið að fó nýtt lán hjá Alþjóðagjald eyrissjóðnum til að endurgreiða annað lán frá sömu stofnun. Nið- urstaðan er sú, að enn hefur ver- ið hert á innflutningshömlum, og hætta hefur orðið við byggingu nokkurra nýrra iðjuvera. . Indverjar eru daprir í bragði og syartsýnir þessa dagána er verið er að leggja síðustu hönd á fjórðu fimm ára áætlunina. Upphaflega átti áætlun þessi að færa Indland á það stig. að hagvöxturinn héldi ij áfram að aukast án sérstakra ráð 8 13. júlí 1965 tr ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.