Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 10. ágúst 1965 - 45. árg. — 176. tbl. - VERÐ 5 KR. Mikið af smyglvarningi í Langjökli: FUNDU 1700 FLÖSKUR 0G 100 ÞÖSUND SÍGAREfTUR Reykjavík OO. TOLLGÆZLAN í Reykjavík liefur fundið mikið magn af á- WWWWWMMMWMWWMW Mctður i kafn- aðiíreyk Reykjavík. — ÓTJ. FÆREYSKUR maður kafn- aði í eldsvoða í Vestmanna- eyjum aðfaranótt laugar- dags. Hann leigði þar kjall- araherbergi í húsi nokkru, og varð húsbóndinn var við reyk er hann kom heim um nót.tina. Fór hann niður í kjallarann og að herbergis- hurðinni, sem var þá læst. Honum tókst fljótlega að opna, en þá lagði á móti honum svo mikinn reykjar- mökk að hann varð frá að hörfa. Þar sem hann óttaðist, að leigjandinn væri í herberg- inu, réðist hann þó til inn- göngu og gat opnað glugga. Er reyknum sló frá, sá hann hvar Færeyingurinn lá í rúmi sínu. Með hjálp annars manns er kom á vett vang, dró húsbóndinn með- vitundarlausan manninn út, og hófu þeir þegar á hon- um lífgunartilraunir. jafn- framt þvi, sem þeir létu senda eftir lögreglu og sjúkraiiði, Var iifgunartil- raunum haldið lengi áfram, en án árangurs. fengi og sígarettum í Lan.gjökli, sem smygla átti til London. Skipið kom til Reykjavíkur s. 1. föstudag og hafði þá verið í siglingum til fjölmargra landa um þriggja mán aða skeið. Hingað kom Langjökull frá Svíþjóð. Tollgæzlan hóf um- fangsmikla leit í Langjökli þegar er hann kom á föstudag og var leit inni enn haldið áfram í gærkvöldi. Höfðu þá fundist nálægt 1700 flöskur af áfengi og um 100 þús. sígarettur. Aðrar tegundir smygl varnings fundust ekki. Enn hafa engir sérstakir af áhöfn skipsins verið ákærðir fyrir þessa smygl tilraun. MVMMWVWWvWWWWMWM Uppreisn á rúmsjó Key West, Florida, 9. ágúst. (ntb-reuter). Bandaríska strandgæzlan og full trúar bandarísku ríkislögreglunn- ar, FBl, biðu í kvöld í hafnarbæn- um Key West á Florida eftir komu bananaflutningaskipsins „7 Seas”. Skipið fannst stjórnlaust á reki í Floridasundi í gær. Aðeins einn maður af átta manna áhöfn var á lífi. Uppreisn hafði verið gerð um borð. Framhald á 15. síðu. Kært vegna aö- búnaðar um borð Reykjavík GO. STARFSMENN Sjómannafélags Reykjavíkur fóru í gærmorgun u'm borð í síldarflutningaskipið Síldina, sem er nýkomið til lands in,s og er í eigu Síldar- o? fiski- mjölsverksmiðjunnar á Kletti. Komið höfðu fram 'kvartanir um að aðbúnaður skipverja væri í engu samræmi við reglur þar að lútandi og reyndar fyrir neðan all ar hellur. Alþýðublaðið hafði í gær tal af Sigfúsi Bjarnasyni starfsmanni SR. Kvað liann kærur þessar hafa við full rök að styðjast. Abúnaður í mannaíbúðum væri afleitur eins og væri. Hins vegar kvað hann vinnuflokka vera um borð os vinna við að kippa þessu í lag. Þá sagð ist hann hafa átt tal við útgerðar stjóra skipsins, sem lofaði að öllu yrði komið í viðunandi horf áður Framh. á 15. síðu. MMWWWMMMWMMMMWWMMMMMWMWAWMMMIWWMWWIWMMWWMWMMIWMWi OLandsleiknum milli íslands og Irlands, sem háður var á Laugardalsvellinum í gærkveldi lyktaði með jafntefl i, og var ekkert mark skorað. íslenzka landsliðið átti að flest ra dómi mjög góðan leik og gó'ö tækifæri. Þetta er í annað skipti sem landsleik milli íslands og írlands lyktar með jafntefli. Tveir leikmenn úr liði ísland s urðu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Fyrst Árni Njálsson bakvörður og s vo Heimir Guðjónsson markvörður nokkrum mln- útum fyrir leikslok. í stað Heimis kom Helgi Daní elsson inn á, og var þetta 25. landsleikurinn, sem hann hefur leikði fyrir ísland. Liðin sjást hér hlaupa inn á leikvanginn áður en leikur hefst, en fleiri myndir og frásögn eru á íþróttasíðunni. Mynd JV. VIKUAFLINN VAR 217 ÞÚSUND MÁL JÓN KJARTANSSON ER AFLAHÆSTA SKIPIÐ SÍLDVEIÐI var |róð s. I. viku og veður hagstætt. Flotinn var almennt á veiðum í nánd við Hrolllaugseyjar fyrri hluta vikunnar en 150 — 180 sjómílur út frá Dalatanga er líða tók á vikuna. Vikuaflinn nam 217.840 málum og tunnum og var þá heildaraflinn á miðnætti síðasta laugardags orðinn 1.315.756 mál og tunnur. Viku aflinn á sama tíma í fyrra var 140.184 mál og tunnur og heildarafl inn þá orðinn 1.603.299 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýftur þannig: í salt uppsaltaðar tunnur 89.6 93 í fyrra 160.864. í frystingu upp- mældar tunnur 5.875 í fyrra 23. 113. í bræðslu mál 1.220 188 i fyrra 1.419. 322. Vitað er um 200 skip, sem feng ið hafa afla og af þeim hafa 178- skip aflað 1000 mál og tunnur eða meira. Vegna erfiðleika á söfnun gagna um síldveiðina sunnan- lands er ekki unnt áð birta skýrslu um hana að simii. Eftirtalin skip hafa fengið yf ir fimmtán þúsund mál og tunn ur: Barði, Nesk. 15.096 Bjartur, Nesk. 16.490 Dagfari, Húsavík 15.632 Gullver, Seyðisfirði 17.735 Hannes Hafstein, Dalvík 17.499 Heimir, Stöðvarfirði 19.175 Helga Guðm. Patreksf. 17.832 Jón Kjartansson, Eskifirði 19.570 Jörundur IL Reykjavík 15.169 Jörundur III, Reykjavík 17.809 Krossanes, Eskifirði 17.805 Ólafur Magnússon, Akur. 15.799 Reykjaborg, Reykjavík 18.758 Sigurður Bjarn-as. Rkur. 16.554 Þórður Jónasson, Akureyr? 18.094 Þorsteinn, Reykjavík 18.709 Varðundir dráttarvél Akureyri. — QS.-OÓ. BANASLYS varð á bænum Hvammi í Arnarneshreppi á sunnu dagskvöld laust fyrir kl. 7. —< Þriggja ára gamall sonur bóndans í Hvammi klifraði upp á dráttar- Framhaid á 15. siðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.