Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 6
Kvikmyndaleikarinn frægi, Gary Grant, gifti si r nýlega í kyrrþey óþekktri 27 ára gamalli leikkonu, Diane Cannon að nafni. að nafni. Grant er nú 61 ára að aldri, og er þetta fjórða lijónaband hans. Enn er maðurinn hinn vörpulegasti og lítt farinn að láta á sjá, þrátt fyrir háan aldur. Hér á mynd inni sjáum við nýgifta parið, sem virðist í sólskins kapi . . . UEEINN Baráttan gegn Mafíunni á Sikiley gengur allvel ÍTALIR munu á næstunni fara fram á það við Bandaríkjastjórn, að afhentir verði fjórir menn, sem taldir eru vera leiðtogar í Mafí- unni og sluppu undan samstilltum handtökuaðgerðum lögreglunnar á Sikiley á mánudaginn var, segja góðar heimildir í Rómaborg. Þó að ítölsk skriffinnska sé venjulega þung í vöfum, hafa yfirvöldin til þessa látið hendur standa mjög verulega fram úr ermum í síðustu aðgerðum sínurn gegn eiturlyfja- smyglurum og tilraunum til að' Ioka hinum ólöglegu samgöngu- leiðum milli Austurlanda nær, Sik- ileyjar og Bandaríkjanna. Beiðnin um framsal þessara 4 manna, sem taldir eru fyrirliðar Mafíunnar á Sikiley, var undirrit- , uð af dómara sl. fimmtudag og send til dómsmálaráðuneytisins. j Þessir fjórir menn, sem leitað er, heita: Josep Cerrito, 54 ára, Ga- stano Russo, 73 ára, Santo Sor- eg, 57 ára, og Garspars Haggad- i ing, 57 ára. Samkvæmt nýjustu upplýsing- um í Róm eru mennirnir allir bandarískir ríkisborgarar, og má búast við miklum dómsmála flækjum, áður en af framsali get- ur orðið. Einn af þeim tíu glæpamönnum, sem náðust í „razzíunni,” Frank Cappola, 71 árs, hefur beðið yfir- völdin i 'Palermo um að vera fluttur úr fangelsinu í sjúkrahús á þeirri forsendu, að hann þjáist af sykursýki. Cappola var vísað Framhald á 15. síðu a, ■ ■—— HINN þekkti, spánski súrrealisti Sal vador Dali hefur fengið pöntun frá Vatíkaninu á 150 myndum í nýja, myndskreytta útgáfu af Biblíunni, sem koma á út í þrem bindum. Um pöntun þessa segir blað Vatíkansins Osservatore Romano: —- Burtséð frá súrrealisma sínum er Dali mjög samvizkusamur teiknari og málari. Þegar um er að ræða hann af auðmýkt, sem er til fyrir- FRANSKA kvikmyndastjarnan Mart ine Carol, sem sagt er að sé önnum kafin við að falla í 'gleymsku, er á- nægð yfir því, að kvikmyndahús eitt í London hyggst hafa sérstaka Mart ine Carol-viku. En það. sem hún veit ekki, er það, að hinn ríki vinur hennar í mörg ár, dr. Mike Ekland, hef'ur tryggt bíóeigandaínum veru- legan gróða á vikunni. Og eins og allir vita, hefur enginn illt af því, sem hann ekki veit. Að við segjum þetta gerir tæplega nokkuð til, því að eftir því, sem við bezt vitum, er Marine Carol ein af fáum, sem ekki les Alþýðu h’aðið — og hefur þá afsökun, að hún skilur ekki íslenzku. •'•'•'U' '■ ------------ Biblíu-verkefni, starfar myndar. ***WWWWIWWM<WVMIMWWtlWWWtWWWWWWMMW» Óheillaviðburður í Vietnam í SÍÐUSTU viku gerðist sá ó- happaatburður í Vietnam, að Bandaríkjamenn skutu til bana fjögur börn og eina konu í suðurvietnamískum bæ. Átti þetta sér stað, er landgöngu- liðar úr sjóhernum réðust á þorpið Chan Son , 16 kílómetr- um fyrir sunnan flotastöðina Da Nang. Þau földu sig í neðan- jarðarbyrgi, þar sem hinir bandarísku hermenn töldu, að Vietcong-menn fælust. Lewis W. Walt hershöfðingi, yfirmað- ur landgönguliðanna, hefur lát- ið í ljós hryggð sína yfir atburð inum. Honum fórust m. a. orð á þessa leið: — Svo óheillavænlegar af- leiðingar af hernaðaraðgerðum snerta mig mjög djúpt, og ég lýsi yfir hryggð minni vegna þess, að þær skyldu bitna á sak- lausu fólki. Hershöfðinginn benti enn- fremur á það, að áður en til á- rásarinnar kom, hefði þyrla með gjallarhom flogið yfir þorpið og hvatt fólk til að hverfa úr þorpinu, þangað sem það yrði óhult. Herstyrkur Bandaríkjamanna í Vietnam er 80.000 manns eins og stendur en mun innan skamms vaxa upp í 125.000 samkvæmt ákvörðun Lyndon B. Johnsons forseta. McNamara hefur enn fremur látið þá skoð- un í Ijós, að þörf sé 35.000 borgara til Iandsins hernum til trausts og halds. 10. hver unglingur tekinn fyrir ölvun Tíundi hver piltur á aldrinum 18-20 ára var í fyrra tekinn fyrir ölvun í Gautaborg. Misnotkun á- fengis er meira í Gautaborg en' í nokkurri annarri, sænskri borg og heíur stóraukizt á síðari árum, ekki hvað minnst meðal unglinga. ! Á fyrri helmingi þessa árs jókst sala áfengis í Gautaborg um j 10 af hundraði, miðað við sama timabil arið áður, og voru þar drukknir rúmlega 4,3 lítrar af brennivíni á hvert mannsbarn. Jafnframt aukinni sölu eykst misnotkun áfengis. í fyi-ra hafði : iögreglan afskipti af 53 af hverj- um þúsund íbúum, á móti 43 ár- ið 1952. Verst er ástandið með- al unglinga á aldrinum 18-20 ára, nálega 1000 unglingar á þessum aldri voru teknir fyrir ölvun, en það þýðir, að tíundi hver ungur piltur hefur gerzt sekur um alvar- lega misnotkun áfengis. Satt er það, að ýmsir voru teknir oftar cn einu sinni, en allt um það hafa unglingar í Gautaborg sett heldur vafasamt met. Hér var það, sem harmleikurinn gerðist. Bandarískur hermaður á verði fyrir framan neðanjarðarbyrgið, ■ 16 10. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.