Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 16
 Hælaháir skór hljóta að vera uppfinning einhverrar lágvaxinnar stúlkukindar, sem hefur verið kysst á enn- I? ið. . S Nú er amma komin í hálfs- ' mánaðar lieimsókn, og þá er ' manni óhætt að bóka kallinn geðvondan allan þann tíma. AÐ sjálfsögðu erum við mestu mátar hún dóttir mín og ég, enda væri allt annað í hæsta máta ó- eðlilegt. Það kemur þó fyrir, að það slettist svolítið upp á vin- skapinn, en þá er það yfirleitt mér að kenna en ekki henni. Aldrei skammar hún mig þó verulega, þegar svo ber undir. Það mesta sem hún kannski segir: Pabbi, skamm. Sterkari orð kann hún enn sem komið er ekki, enda er hún ekki nema rúmlega eins og hálfs árs. Annars komast blessuð börri- in undarlega snemma í snertingu við siðmenninguna og ómenning- una. Þriðja orðið, sem blessað barnið lærði til dæmis að segja var bíll, og nú er hún komin upp á lagið með að heimta tyggigúm- mí og kók, og meira að segja bú in að læra að drekka úr flösku án þess að stinga öllum stútnum upp í sig. —Það er ekki seinna vænna. Að sjálfsögðu talar prinsessari á heimilinu sitt einkamál, sem enginn skilur nema foreldrarnir og illa það. Hver mundi til dæm- is láta sig dreyma um að barnið kallaði alla smápeninga síma, og sömuleiðis kallar hún allan sand og smásteina liús, en það er nú ef til vill ofurlítið skiljanlegra. Nú skulu færð etýmólógisk rök fyrir tungumáli prinsessunnar. Smápeningar heita sími, vegna þess að hún á sparibauk, sem er leiksími og stendur við hliðina á alvörusímanum. Við foreldrarnir reynum auðvitað að innræta henni sparnað og aðra góða siðu og gefum henni stundum 25-eyring og segjum henni að setja í sím- ann, hvað hún og gerir. Á kvöldin kemur hún stundum til mín, þegar hún er nýkomin inn og segir sem svo: Pabbi, hús í skónum. Það þýðir að hún hef- ur verið að leika sér í sandkassa, sandur komizt í skóna, sem angr- ar þegar gengið er. En prinsessu- málið mundu semsagt ekki allir skilja. Um daginn kom til mín grafal- varlegur rukkari og bauð ég hon- um inn I stofu af því að ég þurfti að koma mér vel við hann. Hann var varla fyrr setztur, en prins- essan klifraði upp í fangið á hon- um og heimtaði að fá að sjá á honum magann! Aumingja mað- urinn var hálf hvumsa, og sem betur fer, held ég, að hann liafi ekki skilið fullkomlega við hvað blessað barnið átti, en til allrar hamingju kom móðirin þá inn og bjargaði málinu með því að beina athyglinni frá rukkaranum. Róluvellir nágrennisins eru heimsins mesta paradís í augum prinsessunnar og alsælan er að j fá að róla ein og án þess að hald- ið sé í róluna. Svo' er nú komið, j að á kvöldin er hún með hótan- i ir við mig og segir á sinn elsku lega hátt: Pabbi, róla hart, róla voða hart og svo kemur eftir drykklanga stund, — og standa. Þá set ég upp minn föðurlega skynsemissvip og segi, að þetta megi lítil börn alls ekki gera, enda geti það orsakað alvarleg meiðsli. Maður verður að róla liægt og sitja, segi ég. Hún jánkar þessu öllu, en eftir augnablik kemur aftur: Pabbi, róla hart og standa. Eg gefst ekki upp, og svona gengur þetta stundum alllengi, og hvorugt læt- ur sig. Alkunna er að óvitar' stinga öllu upp í sig, sem hönd á fest- ir. Öll hættuleg glös og flöskur eru fyrir löngu komin upp í efstu skápa. Glas með hárlagningar- vökva stóð þó gæzlulaust á borði í svo sem hálfa mínútu hér um daginn. Það dugði til þess að hún fékk sér góðan slurk og hlaut að launum ferð á slysavarðstofuna, þar sem dælt var upp úr henni. Síðan hefur hún ekki sótt aftur í þann drykk, enda hann ekki hafður á glámbekk. Daginn áður fékk hún sér vænan bita úr Lux handsápustykkl og varð ekki meint af, enda er það sápan, sem kvik myndastj örnur nota til að gera sig fallegar að því er auglýsingar segja. Ýmisíegt fleira mætti tína til af afrekum prinsessunnar, — en verður þetta þó látið duga að sinni. Það er fátt í bænum, et) - það borðar mikið af fiski. Vísir' % ætla að fá eina rauoa "ballskó númer 3 6 og svo svarta vo tuslao numén 38 Konstantín Grikldandskonungi veitir sannarlega ekki af hollráðunum þessa dagana! Sins og -þiS ‘ef til vill Tpeg- ar hafio tefcio eftir, er erföa- skrá hins-látna um margt'mjög óvenjuleg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.