Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 7
Minningarorð: ÞORUNN HELGADOTTIR, HAFNARFIRÐI FRÚ ÞÓRUNN Helgadóttir lézt í Landsspítalanum í Reykjavík 3. ágúst sl. eftir stutta legu. Við frá- fall hennar hefur Alþýðuflokkur- inn, og alveg sérstaklega Alþýðu- flokkurinn í Hafnarfirði, orðið á bak að sjá einni af sínum ágæt- ustu forustukonum. Hún bar í brjósti einlægan áhuga fyrir mál- efnum flokksins, vexti hans og viðgangi, og lét ekkert tækifæri ónotað til að vinna að framgangi þessara áhugamála sinna. Hún stóð alla tíð fast við hlið manns síns, Páls Sveinssonar yfirkenn- ara, á meðan hann lifði, en hann var um langan aldur í forustusveit hafnfirzkra AIþýðuflokksmanna,og eftir lát hans hefur hún síður en svo dregið sig í hlé, heldur þvert á móti bætt við sig -ýmsum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn. Hún var fyrsti kvenfulltrúinn, sem Al- þýðuflokkurinn fékk kosinn í bæj arstjórn Hafnarfjarðar. Hún átti sæti í fræðsluráði, barnaverndar- nefnd og ýmsum fleiri nefndum innan bæjarstjórnar. Sem formað- ur Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, meðlimur fulltrúa- ráðsins þar og fulltrúi á flokks- þingum hefur hún einnig unnið mikið og gott starf fyrir flokkinn. Þórunn var ljúf og vingjarnleg í umgengni og samvinnuþýð við samstarfsmenn sína, en hún hélt líka fast á málum þegar henni þótti það við eiga. Ég flyt henni innilegar þakkir mínar fyrir samstarfið, og flokks- ins fyrir öll þau störf sem hún hefur fyrir hann unnið. Börnum hennar, tengdabörnum og öðrum ástvinum votta ég innilega samúð. Emil Jónsson. ÞEGAR ég fyrir tæpum tveim- ur árum skrifaði fáeinar. línur í Alþýðublaðið á sextugsafmæli frú Þórunnar Helgadóttur á Sunnuvegi 7 í Hafnarfirði, grun- aði mig ekki, að ævidegi hennar mundi Ijúka svo skjótt. Við, sem þekktum til Þórunnar og starfa hennar, gerðum okkur vonir um, að Hafnfirðingar og bærinn þeirra fengi í mörg ár að njóta nær- veru hcnnar og starfskrafta. Nú hefur þetta farið á annan veg. Þórunn lézt á Landsspítalanum 3. ágúst síðastliðinn eftir stutta legu. Þórunn Helgadóttir var- fædd í Melshúsum í Hafnarfirði 17. september 1903. Voru foreldrar hennar, Helgi Guðmundsson og Guðrún Þórarinsdóttir, miklar eijumanneskjur. Helgi var hafn- fizkrar ættar, einn hinna svo- nefndu Hellubræðra, sem allir gátu sér gott orð fyrir dugnað og atorku. Guðrún var aftur á móti ættuð vestan af Mýrum, dótt- ir Þórarins Þórarinssonar í Fornaseli. Stóð að henni dugmik- ið fólk, og má geta þess, að Guð rún var þremenningur að skyld- leika við þá Þorstéinssyni frá Mel í Hraunhreppi, séra Bjarna á Siglufirði og skipstjórana Halldór, Kolbein og Þorstein (í Þórs- hamri). Þórunn Helgadóttir ólst upp Þórunn Helgadóttir við iðjusemi og þá hugsun að taka hverju starfi, er byðist, og ganga að því með dugnaði og trú- mennsku. Hún lærði sauma hjá Einari Einarssyni klæðskera í Hafnarfirði, vandvirkum kunnáttu manni. Stundaði hún allmikið sauma næstu ár á eftir og vann reyndar oft við sauma síðar. Þórunn giftist 31. desember 1929 Páli Sveinssyni kennara við Barnaskóla Hafnarfjarðar, síðar yfirkennara. Reyndist hún ágæt húsmóðir og manni sínum hin um- hyggjusámasta eiginkona, en Páll var maður ékki heilsuhraustur, en vann þó mjög að ýmsum félags- störfum af miklum áhuga, var t. d. gjaldkeri Byggingarfélags al- þýðu í Hafnarfirði. Þau eignuð- ust eina dóttur>, Guði-ún, mynd- arstúlku, sem er gift Sigurði Páls- syni glerslípara og speglagerðar- manni í Hafnarfirði og eiga þau 5 börn. Sonur Þórunnar áður en hún giftist er Guðmundur Bene- diktsson læknir í Kópavogi, mæt- ur maður og vinsæll laaknir, kvæntur Elínborgu Stefánsdótt- ur frá Tungu í Fáskrúðsfirði. — Eiga þau 4 börn. Þórunn Helgadóttir var mynd- arleg kona í sjón og frarpkomu, greind og athugul. Hún var ekki gefin fyrir að láta mikið á sér bera, en lagði alúð við heimiii sitt. Rökstuddar skoðanir myndaði hún sér þó á ýmsum málum, og tryggð hennar við þær hugsjónir sem hún hafði orðið snortin af, var mikil. Gat varla hjá því farið, að hún yrði kvödd til starfa í félögum. þar sem hún á annað borð var liðsmaður, og endurkjör- in hvað eftir annað, þegar reynsla var fengin af því, hverrf- ig hún innti störfin af hendi. — l’annig var hún í stjórn Kvenfé- lags Alþýðuflokksins í Hafnar firði samtals í 24 ár, þar af. for- maður félagsins síðustu 8 árin. Hún var oft fulltrúi þess félags á þingum Alþýðuflokksins, — eg mörgum fleiri störfum gegndi hún fyrir það. Hún var bæjarfulltrúi 1958—1962. Hún átti sæti í barna verndarnefnd og fræðsluráði, og má -ég, sem þessar línur rita, trútt um það tala, hvernig störf hennar reyndust í fræðsluráðinu, hve hún var athugul, velviljuð og lipur í samstarfi. Mun þeirra eiginleika hafa gætt í öllum störfum henn- ar. Síðustu 3 árin veitti Þórunn dagheimili verkakvennafélagsins á Hörðuvöllum forstöðu. Lagði hún mikla alúð við starfið og þar nutu ýmsir eiginleikar hennar sín vel: kyrrlát stjórnsemi og festa samfara lipurð og vilja til að greiða sem bezt úr hverjum vanda. Þórunn Helgadóttir var skap- gerðarkona. Hún bar sterkar og heitar tilfinningar i brjósti, ,en hafði jafnan á þeim góða stjórn. Stilling og hófsemi voru sterkir þættir í gerð hennar. Vinátta hennar var ákaflega traust, þar sem hún tók henni, hvort sem í hlut áttu menn eða málefni. Bæjarfélaginu er eftirsjón að konum eins og Þórunni Helga- dóttur. Sárari er eftirsjón sam- starfsmanna hennar á ýmsum sviðum. Sárastur er þó missirinn fyrir þá, sem henni voru nánastir. Þannig er jafnan, þegar góðar kon- ur kveðja. Ólajur Þ. Kristjánsson. FRÚ Þórunn Helgadóttir lézt 3. þessa mánaðar eftir stutta legu. Með henni er gengin ein af mæt- ustu konum þessa bæjar. Við í stjórn Kvenfélags A1 þýðuflokksins í Hafnarfirði viljum senda henni hinztu kveðju með hjartanlegri þökk og hrærðum hiiga fyrir öll störf hennar fyrir félagið okkar. og Alþýðuflokkinn og fyrir frábæra samvinnu þau ár, sem við fengum að njóta henn- ár sem formanns og starfsfélaga. Sérstaklega vil ég, sem þessi fá- tæklegu orð skrifa, þakka henni hartnær 25 ára samstarf í stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins. í því samstarfi var hún friðelsk- andi kona, sem allt vildi sætta og sameina, enda var Þórunn svo kærleiksrík, að hún færði hvar- vetna með sér birtu og yl, enda átti húh ekki langt að sækja þá éiginleika. Móðir hennar, sem ég kynntist mjög vel, átti svo mikla , hjartahlýju, að þegar hún kom á móti manni og rétti út sínar kær- leikshendur, þá gleymdist allt, sem erfitt var. Þórunn var glæsileg kona, há vexti og höfðingleg. Margir, sem sáu hana í fyrsta sinn, spurðu, hver hún væri, þessi myndarlega kona; þannig var tekið eftir henni, hvar sem hún fór. Eg ætla ekki að íýsa hér ævi- atriðum hennar, það gera aðrir, mér færari. En ég hef verið beð- in af Öllum starfsstúlkunum á dagheimilinu á Hörðuvöllum að færa hénni ynnilegar þakkir og hinztú kveðju, og biðja þær guð áð bléssa minningu hennar. Enn- fremur vil ég þakka henni störf hennar • sem f orstöðukonu dag- heimilisins, sem hún tók að sér fyrir mín orð, og á sú stofnun henni niikið að þakka. Dóttur hénnar og syhi, tengda- börnum og barnabörnum, sem svo mikið hafa misst, vottúm við okkar ynnilegustu hluttekningu é Skemmtiferðir | •gM*ii með skipum g = Baltic lirie: S | Vín-Yalta-Vín. Með flugvél til Lúxemborgar og 53 5 Vínar og frá Vín til Yalta með fljótaskipi eftir g Dóná með viðkomu í Bratisslava-Budapest-Bel- S 5 grad-T. Severin-Ruse-Djndrju-Galaz-Ismail og 3 5 til Yalta við Svartahaf. Sömu leið til baka, Verið 53 .3 daga á Yalta og stansað í hinum borgununi 53 5 part úr degi. AIÍs 14 daga ferð. Mjög heillandi og 53 5 skemmtileg ferð. Hljömsveit um borð í skipinu, 53 5 ágætis aðbúnaður. Verð: 21.500 kr. á mann. 16 5 daga ferð. :)])))))]))))))]]])))))I))!))))]))1 London --Kaupmannahöfn — Gauta- 2 borg — Stokkhólmur — Hélsinki — Leningrad. 5 og til baka. 14 daga ferð. Vérð 13.400. Farið með 5 skemmtiferðaskipum i júní-júlí-ágúst og október. 5 á 12 daga fresti. Flogið til London og til baka Rólegar ferðir um Norðursjó og Eystrasalt með 5 fýrsta flokks skemmtiferðaskipi, höfð viðkoma í 5 fyrrnefndum borgum. Hægt að hafa viðdvöl eftir £ þörf á útleið og heimleið í London 5 ^ mwmmwm^ ' MarseiIIes — Genoa — Napoíi ‘ | tff'f - Pireaus - Istanbul ; Varna | *— Constarita — Odessa — Yalta' 5 ^ V °S Sochi- (Miðjarðarhaf og Svartahaf). § Verð: 21.500..00. Flogið til Parísar Marseilles = og farið með sketnimtiferðarskipi á fyrrtalda staði. = = 21.daga ferð. :))))))))))))))))))))))))))))))))1))) _)))))) % = Gdynia — Amarica line ES 5 London — Las Palmas — Martinque — Nassau === = Miami — Curaco — Barbados — London. 17.1- § S 22.2 1966 36 daga ferð. Verö frá 24.570.00-46.170 §5 = 00. Flogið til London og til baka. Dvalið í 1 dag 5= = til 4 daga á hverjum stað. 35 >)))))!)))))))))))) ' (((((((((((((((((((((((({((((((((U, Kaupmannahöfn — London — Quebec Montre 53 = al. 18 dagar. Verð: 28170.00. í báðum tilfellum § = ferðast með M.s. Batoxy. Glæsilegt skemmti- ^ I ferðaskip. =3 S Upplýsingar veittar í ferðaskrifstofu vorri § LANOSyNt __ FERBASKRIFSTOFA § 5= Skólavörðustíg 16, II. hœð |ý § SÍMI 22890 BOX 465 REYKJAVÍK § ?f///l/////)/)/)))]))/))/))))))))))])//)/)))))/)))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))))K SKEMMTIFERÐ ALDRAÐS FÓLKS Á SAUÐÁRKRÓKI (Framhald á 15. síðu). Þann 19. júlí sl. fór Kvenfélag Sauðárkróks í sína árlegu skemmtiferð með aldrað fólk úr bænum. Farið var að þessu sinni til Siglufjarðar og ekið sem leið liggur þangað, í miklu blíðskap- arveðri, — með þeim eina útúr- krók, að skroppið var fram í Aust- ur-Fljót, alla leið inn fyrir Stíflu- hóla. Til Siglufjarðar var komið kl. 3 síðdegis. Þar tók Skagfirðingafé- lag Siglufjarðar á móti öllum hópn um, yfir 40 manns, af mikilli rausn. Var staðnæmst við Hótel Höfn og setzt þar að hlöðnu veizlu borði. Eftir vel þegnar veitingar og stutt spjall við gamla og góða Skagfirðinga, dreifðist fólkið og hvarf til vina og vandamanna víðs- vegar um bæinn, því sökum rign- ingar síðari hluta dagsins var lítið' hægt fyrir aldrað fólk að skoða sig um. Þeir, sem ekki áttu til kurm ingja að leita nutu húsaskjóls og frábærrar gestrisni á hinu mynd- arlega heimili formanns Skagfirð- ingafélags Siglufjarðar, frú Hall- dóru Jónsdóttur frá Sauðárkróki og manns hennar, Jóhannesár Þórðarsonar, yfirlögregluþjóns. Framh. á 15. slðu. ALhÝÐUBLAÐIÐ - 10. ágúst 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.