Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 11
Jafntefli í leik glataðra tækifæra UNDIR stjórn Ríkharðs Jóns- sonar, sem var fyrirliði, í stað Ell erts Schram, sem afsaiaði sér heii-ri tign, af skynsamlegum á- stæðum, gerðu íslendingar jafn- tefli við írska áhugamannaliðið, á Laugardalsvellinum í gærkvöldi í viðurvist um 7000 áhorfenda. Ekki var leikurinn mjög skemmtilegur á að horfa. Var það einkum vegna þcss að ekkert mark var skorað svo og af því að írarnir sýndu imeiri hörku en góðu hófi gegndi og við eigum að venjast. Enda urðu tveir leikmenn íslenzka liðs ins að yfirgefa völlinn vegna meiðsla, sem þeir hlutu eftir á- rekstra við írana. Vart er hægt að segja annað en. að frammistaða íslendinga hafi verið góð, jafn vel þótt bæði sé miðað við gang leiksins og tækifæri og sanngjörn ■úrslit hefðu verið tvö mörk gegn einu íslandi í hag. íslendingar áttu markaval og kusu að leika undan sunnan gol- Island átti fleiri tækifæri ÞRÁTT fyrir það þó staðreynd- ín sé sú, að jafntefli yrði milli íra og íslendinga í fimmta lands leik þessara frændþjóða, sem fram fór í gærkvöldi hér á Laug- ardalsvellinum, og íslenzka liðið j sýndi yfirleitt mikinn baráttuhug, og ætti jafnvel fleiri tækifæri, sem hefðu átt að endast því til sigurs, þá lék ekki á tveimur tungum, að í knattmeðferðinni báru írarnir vfirleitt af, og einn- ig að því er til leikskipulags tók. Enda er það yfirleitt svo með flest eriend lið, sem hér leika. í framh'nu okkar kvað langmest að Eyleifi Hafsteinssyni, en hann er nú að vórða eða er þegar orð- inn einn okkar allra fræknasti leikmaður. Eldfljótur og einn þeirra fáu, sem jafnast getur á við marga beztu erlenda knatt- spyrnumenn, sem hér hafa leikið. Gunnar Felixson sýndi og mjög góðan leik, einn sinn bezta til þessa. En þessir tveir leikmenn báru uppi aðgerðir sóknarinnar, að miklu leyti. Baldvin Baldvi"""''n. miðherji, komst ekki eir.s vel frá sínu hlut- verki nú scm oft áður i'T;?rf-am- vörður íranna, óumdeilanlega bezti maður liðsins, reyndist Baldvini slíkur ofjarl, að hann fékk ekki notið sín. Þó átti hann að minnsta kosti tvívegis eða þrí- vegis góð færi, og þá sérstaklega er hann „mokaði” knettinum fram hjá úr opnu færi. Ríkharður Jónsson, reyndist Framh. á 14. síðu. unni. írarnir hófu leikinn með leiftursókn sem endaði með skoti frá hinum eldrauðbærða Conroy, en það geigaði illilega. írarnir sækja nokkuð fyrstu fimm mín, en þá er eins og íslenzka liðið fari að finna sig. Á 6. mínútu kemst Bald vin miðherji í dauðafæri en mis- tekst illa og skömmu seinna ver Mac Cormack naumlega gott skot frá honum. íslenzka liðið breifar nú fyrir sér með stuttan samleik, en þegar það gefst illa reynir það langspyrnur fram miðjan völlinn, sem Baldvin með sínum ógnar. hraða er ætlað að reka endahnút inn á, en hans er mjög vel gætt af hinum örugga Browne, og fær þess vegna litlu áorkað. Um miðjan hálfleik tekst íslend ingum að ná þungri sóknarlotu, sem írarnir svöruðu með mikilli hörku og fannst mönnum að dóm arinn leyfði þeim fullmikið af svo góðu, enda leið ekki á löngu þar til að Árni Njátsson lá blóðugur í valnum og varð hann að vfirgefa völlinn. Jón Stefánsson fór þá yfir í hægri baðvarðarstöðuna en Þor steinn Friðþjófsson kom inn á sem vinstri bakvörður og er það í fvrsta sinn sem hann leikur með •'^enzlka landsliðinu. Rétlt fyrir hlé lifnar heldur yfir framlínu ír anna, þeir leika hratt með stutt- um sendingum og taka að ógna marki andstæðinganna, en Heimir er ásamt Jóni og Högna vel á verði og bægja jafnan hættunni frá. Margir voru eftir fyrri hálfleik inn vongóðir um að íslenzka lið inu tækist að sigra í þessum 41 leik sinum, og menn héldu að þessi spá væri að rætast, þegar Eyleif Framh. á 14. síðu írski markvörðurinn handsamar knöttinn; Karl sækir að, (Myndir: JV.) Ellert og írski miðframherjinn í návígi. „Vi5 vorum óheppnir að sigra ekki í leiknum", sagði Björgvin Schram form. KSÍ — Ekki er hægt að segja ann- að en við höfum verið óheppnir að sigra ekki í þessum landsleik, sagði Björgvin Schram, formaður KSÍ að leiknum loknum í gær kvöldi. íslenzka liðið átti mörg upp lögð tækifæri í fyrri hálfleik og sanngjarnt hefði verið að fá tvö mörk. Annars má segja, að úr- slitin hafi verið sanngjörn eftir atvikum, sagði Björgvin að lokum. — Eg er óánægður með úrsiit- in, sagði Ríkharður Jónsson, fyrir liði íslenzka liðsins. Strákarnir voru góðir í fyrri hálfleik, en ír- arnir betri í siðari. í írska lið- inu eru liprir leikmenn og nokk- uð liarðir. mennirnir voru leiknari en þeir íslenzku börðust vel. Eyleifur Hafsteinsson (nr. 10) var bezti maður vallarins, en Brownie mið- vörður írska liðsins sýndi einnig mjög góðan leik. Eg var einnig hrifinn af Ellert Schram (nr. 8) og miðverðinum ykkar, Högna Gunnlaugssyni. — Leikurinn var skemmtilegur og jafn. írarnir voru harðskeytt- ari, en íslendingar léku mjög þokkalega á köflum. Eyleifur Haf- steinsson var mjög góður og Brownie var beztur í írska liðinu. Það var létt verk að dæma þenn- an prúða leik. — Þetta var jafn leikur, sagði Helgi Daníelsson, varamarkvörður, sem kom inn á 2. mín. fyrir leiks lok og fær við það skráðan sinn 25. landsleik. Margir landsleikir mínir hafa samt verið erfiðari en þessi, sagði Helgi hlægjandi að lokum. Fyrri hálfleikur var góður, sagði Sæmundur Gíslason, for- maður landsliðsnefndar. Við vor7 um betri i fyrri hálfleik, en spil- ið datt niður í síðari hálfleik. Eg er ánægður með úrslitin. — Þetta var skemmtilegur og vel leikinn leikur, sagði Young- er, írski landsliðsnefndarmað- ur. írsku knattspyrnu- Fyrirliðarnir heilsast í leikbyrjuu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. ágúst 1965 %%

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.