Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 2
ffieimsfréttir ....sídastlidna nótt ★ SINGAPORE: — Borgrn Singapore sagði sig í gær úr sam liandsríkinu Malaysíu og lýsti yfir sjálfstæði. Ástæðan er úlfúð Kínverja og Malaya. Ákvörðun Singapore-stjórnar, sem virðist ■úafturkallanleg, kom Bretum, Ásrralíumönnum og Ný-Sjálending ttm mjög á óvart, en beir hafa sent þúsundir hermanna til Malyay <síu til að taka þátt í vörnum landsins 'gegn Indónesíu. ★ DJAKARTA: — Indónesía flýtti sér í gærkvöldi að viður- kenna hið nýja ríki, Singapore, en annars staðar í heiminum hef- ur ákvörðun Sinpaporestjórnar að segja sig úr Malysíu almennt vakið undrun. Indónesía, sem í rauninni hefur átt í stríði við Malysíu síðan sambandsrikinu var komið á fót fyrir tveimur ár- ■Um, hyggst koma á stjórnmálasambandi við Singapore. ★ HONG KONG: — Kínverjar tóku skýrt fram í gær, að þeir væru andvígir vopnahléi í Vietnam og kölluðu áskorun Indverja •óg Júgóslava um vopnalilé tilraun til að vinna tíma fyrir Banda ríkin. Sovézka stjórnarmálgagnið „Izvestia" sagði í gær að til- .raun Bandaríkjamanna til að fá SÞ til að koma sáttaumleitunum til leiðar í Viethammálinu væri herbragð, sem væri dæmt til að unistakast. ★ SAIGON: — Suður-vietnamtskur liðsauki var í gær send ur til Duc Co. þar sem barizt hefur verið af heift að undanförnu. Dið þetta var sent frá Pleiku og mannfall var lítið. Bandarískar og suður-vietnamiskar flugvélar vörpuðu í gær til jarðar 1.8 milljón um flugmiða yfir fjórum bæjum í Norður-Vietnam. Á miðunum er úrdráttur úr ræðu Johnsons forseta 28. júlí. Singapore segir sig úr Malaysíu Singapore og Djakarta. 9. ágúst. (ntb-reuter). — Hafnarborgin Singapore, sem er einn mikilvæg- asti hlekkurinn í vörnum Suð- austur Asíu, sagði sig í dag úr sam- bandsríkinu Malaysíu og lýsti yfir sjálfstæði vegna úlfúðar Kínverja og Malaya. Ákvörðun Singapore, sem virðist óafturkallanleg, kom Bretum, Ástralíumönnum og Ný- Sjálendingum mjög á óvart, en þeir hafa sent þúsundir hermanna til að verja Malaysíu. Grannríkið Indónesía hefur hins vegar fagnað ákvörðun Singapore, en Sukarno forseti hefur hvað eftir annað lýst því yfir að hann muni eyða Mala- ysíu með valdi. Utanríkisráðherra Indónesíu, dr. Subandrio, gaf strax út yfirlýsingu þar sem sagði, að Indónesar mundu viðurkenna sjálfstæði Singapore og koma á stjórnmálasambandi við hið nýja ríki. En aðskilnað- arsamningurinn, sem var undir- ritaður með mikilli leynd á laug- ardaginn, veitir Malaysíu rétt til að hafa her manna í Singapore og Bretum verður áfram leyfð afnot af herstöðvunum á - Singapore eyju. Af opinberri hálfu í London er sagt, að aðskilnaður Singapore við Malaysíu hafi stofnað baráttu stjórnar Wilsons fyrir jafnvægi í Suðaustur-Asíu í óvænta hættu að Akureyri. — GS-OÓ. TVÆR stúlkur, 9 og 11 ára, urðu fyrir vörubíl sl. sunnudag og meiddust mikið. Slysið skeði á 7. tímanum á sunnudagskvöld við Sjónarhól í Glerárhverfi. Stúlk- urnar voru báðar fluttar á sjúkra- hús og var önnur þeirra ekki kom- endurskoða verði varnir þessa svæðis. Aðskilnaðurinn kemur bandarísku stjórninni ekki á 6« vart en óttazt er að Singapora auki samskipti sín við Indónesíu, Sovézka fréttastofan Tass segir aðskilnaðinn staðfesta það, að Malaysía sé gerviríki er erlend ríkt' Framhald á 15. siðu in til meðvitundar á hádegi í gær, Meiðsli telpnanna eru enn ekki full könnuð. Rannsókn á slysi þessu stendur yfir enn og er ekki vitað með. vissu hvernig það vildi til, en telpurnar voru saman á gangi þeg- ar vörubíllinn ók á þær og hent- ust þær báðar í götuna. Vörubíll ók á tvær telpur OFAN í SKURÐ Akureyri — GS — OÖ BÍL var ekið á miklum hraða út af veginum í Skagafirði á sunnu- dag sl. í bílnum voru þrír ungir menn og meiddust þeir lítið sem ekkert þrátt fyrir að bíllinn leit út fyrir að vera gjörsamlega ónýtur. Eftir að ökumaðurinu missti vald á bílnum og hann fór út af vegin- um ók hann marga metra útl 1 móum meðfram veginum og lentl síðan í skurði á miklum hraða. Allir piltarnir sem í bílnum voru sátu í framsætinu. Þegar farar- tækið hafnaði í skurðinum gekk framrúðan inn og fylltist bíllinn af mýrarjarðvegi enda voru pilt- arnir með skítugasta móti þegar þeir skriðu úr flakinu og telja sjónarvottar það mikla mildi að ekki skyldi verr fara j ★ KAIRÓ: — Egypzkir og saudi-arabískir fulltrúar halda á- fram viðræðum sínum í Kairó um friðsamlega lausn í Jemen. Nasser forseti hótaði í síðasta mánuði að skipa egypzkum her- sveitum að ráðast inn í Sandi-Arabíu ef viðræður um frið í Jem- -6n bæru ekki árangur. Um 10.000 saudi-arabískir hermenn hafa verið sendir til landamæra Jemen. ★ AÞENU: — Þingflokkur gríska Miðsambandsins samþykkti í gær með 119 atkvæðum gegn 26 að Stefan Stefanopoulos bæri •ckki að fallast á tilmæli Kostantins konungs um stjórnarmynd- un. Georg Papandreou fv. forsætisráðherra hefur neitað að draga «Sig í hlé þóttt konungur hafi tekið fram, að hann komi ekkj til Igreina sem forsætisráðlierra. Stefanopulos var varaforsætisráð- lierra í stjórn Pepandreous, sem fór frá 15. júlí. ★ YOKY: — í gær var þess minnzt í Nagasaki að 20 ár voru liðin síðan kjarnorkusprengju var varpað á borgina. 73.883 manns biðu þá bana. * ★ MOSKVU: Forsætisráðherra Tyrkja, Urgulplu, kom til Moskvu í gær ásamt nokkrum efnahagsmálasérfræðingum. Þetta er fyrsta heimsókn tyrknesks forsætisráðherra til Moskvu um þrjátíu ára skeið. Fyrstu nemendurnir útskrif- ast úr Tækniskóianum TÆKNISKOLA ISLANDS var sagt upp í gær eftir fyrsta skóla árið og voru útskrifaðir 12 nem- endur úr fyrrihlutadeild, þeir fyrstu sem þessu námi ljúka hér á landi. Munu þeir aliir fara utan Fyrstu nemendurnir, sem útskrifast úr Tækniskóla ís- lands sjást hér á myndinni. Með sumum eru eiginkonur og unnustur. Mynd JV. og ljúka seinni hluta námsins þar. Þær breytingar verða nú á starf semi skólans að við skólastjóra starfi tekur Ingvar Ingvarsson, en hann hefur um árabil starfað í Bandaríkjunum. í skólaslitaræðu sinni sagði settur skólastjórl Helgi Gunnars son, meðal annars: Störfum skólans er að ljúka eftir fyrsta skólaárið. Þessi stund er því á margan liátt merkileg, því nú hefur skólinn stigið sín fyrstu spor og um leið raunhæft sannað tilveru sína. Opnuð hefur verið ný leið, og þá fyrst og fremst fyrir iðnaðarmenn, til æðri menntunar. Ætla má, að af þeirri reynslU, sem fengizt hefur megi að nokkru marka stefnu skólans næstu árin, því tæplega verður sagt, að þetta fyrsta skólaár hafi liðið án tíðinda, Framhald á 15. síðu BÍLL Á KAF 2 10. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.