Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 8
BÍLLINN vindur sig inn með Leg- inum og þarna breiðir Hallorms- staðaskógur sig um hálsana. Það er sunnudagur 1. ágúst, verzlunarmannahelgi. Ferðinni er heitið í Atlavík, en þar gengst Ungmenna- og íþrótta- samhand Austurlands fyrir skógar- hátíð — fyrstu áfengislausu skóg- arhátíðinni á Austurlandi. Undir niðri er ég dálítið kvíð- inn. Hvemig skyldi þetta takast? Getun UÍA staðið við það, að halda Atlavikunni áfengislausri, þessa mestu flökkuhelgi ársins? Yerður hátíðin UÍA til sóma, eða álitshnekkis? Það er nú einu sinni svo, að Bakkus hefur oft verið ótæpilega blótaður í Atlavík eins og víðar þar sem útisamkomur eru haldnar. Er undarlegt til þess að hugsa, að þvi fegurra, sem umhverfið er, þeim mun haettulegra er það til samkomuhalds. Einkennilega mik- ill fiöldi manna virðist hafa til- hneigingu til að missa alla stjórn á siálfum sér, er þeir finna sig komna í þann stað, er nokkrar hríslur vaxa og hefja við þær glímu, eða taka að beria hver á öðrum, ellegar ganga á fjórum fót- um os snangóla, ef Bakkus er með í ferðinni. Það hefur því oft hvarflað að mér, að útisamkomur ætti helzt að halda á blásnum melum, eða öðr- um ámóta eyðilegum stöðum, þar sem garpar og ofurmenni geta tekist á við björg, eða barist grjóti að vild. En þarna breiðir Hallorms- staðarskógur úr sér og von bráðar er hann allt í kringum mann, þessi skógur þar sem Halldór Kiljan leit bláfjólu og blessaði norðurhvelið, sem ól hann og bauð sinni elskulegu þjóð dús fyr- ir réttum 39 árum. ★ Samkoman er þegar hafin, er ég kem i rjóðrið við Atlavik. Þar þarf ekki lengi að dvelja til að komast að raun um, að UÍA hefur staðið við loforð sitt. Þetta er, eíns og sagt er nú á dögum „þurr samkoma”. Lögreglan er vel mönnuð og auk þess hefur UÍA 35 einkennis- búna sjálfboðaliða frá sambands- félögunum, til aðstoðar við fram- kvæmd hátíðarinnar og setja þeir> mikinn svip á þennan mannfagn- að. Mér er sagt, að nokkrir menn hafi verið teknir úr umferð kvöld- ið áður, fyrir að hafa áfengi um hönd. Fólkið unir sér vel í rjóðr- Til þess að ná góðri mynd af nýrri brú yfir Rín hjá Leverku sen klifraði ungur ljósmyndari upp á einn af hinum 48 metra háu stólpum, sem 87 metra Iöng brúin hangir á. Hann þurfti að standa á öðrum fæti og halda sér föstum til að fjúka ekki. inu og nýtur skemmtunarinnar. Skógarilmurinn fyllir loftið. Allt fer vel fram og áfengi sér ekki á nokkrum manni. Það er ívið svalt í veðri en þurrt, og dagurinn líður. Það leit mjög illa út með veðrið daginn áður, en úr því rættist og á laugardagskvöld voru hér um 1000 manns og í dag er gizkað á 2000. Þegar ég kom hér síðast, var mikil brennivínsdrykkja hér í Atlavík. Þá sýndust skemmtiatriði næsta óþörf, aðeins hluti mann- fjöldang fylgdist með þeim, en fjöldi fólks ráfaði um rjóðrið og gólaði, of ánægður með eigin hag, til að þurfa að þiggja skemmtun af öðrum. Nú situr mannfjöldinn í brekk- unni og nýtur skemmtiatriðanna. Meira að segja flaut, píp og önn- ur búkhljóð, sem menn nota gjarna til að tjá gleði sína, virð- ast ekki eiga hér heima í dag. Undir kvöldið hefst dansinn. Dansað er á tveim stöðum, inni í skálanum og á palli uppi í rjóðr- inu. Skáladyrunum er skipt í tvennt og annarsvegar liggur straumurinn inn en út um hina gáttina. Skálinn er þegar fullur af fólki, er mig ber þar að, og þegar v f einhv^rjir þrengja ser inn, bygg- ist þáð á því lögmáli, að álíka margir finni hvöt hjá sér til að koma íút undir bert loft. Inni dunar dansinn. Táning- arnir dansa hristing í óða önn, með ekki ósvipuðum tilburðum og þegar verið var að skaka strokkinn í gamla daga, og aka sér í herðun- um eins og þeir hafi fengið ofsa- kláða. Yfirleitt hristast dömurnar hæg- ar en piltarnir, hvernig sem á því skyldi standa. í fljótu bragði er ekki auðvelt að sjá.hvað saman á,því dansendur standa gjarna og skjálfa spölkorn hvort frá öðru. Stundum lenda aðrir dansendur inn á milli og skilja danspörin hvort frá öðru, en það virðist ekkert gera til og titr- ingurinn heldur áfram að grass- era. Þeir eru ekki hræddir um döm- umar sínar, piltarnir, sem dansa svona. Þær virðast eiga ákaflega auðvelt með að stinga af, ef þær kæra sig um. En það gerin kannski ekkert til. Þarna dansa menn fyrst og fremst við sjálfa sig, en ekki aðra og það er sjálfsagt ágætt. En hvernig skyldi næsti dans verða? Kannski verður enginn dans meir. Sumir segja, að menningin sé kom in í hring. Ef til vill er dansinn líka köminn til upphafg síns. Lík- lega hafa forfeður okkar, ein- hvem. tíma í svartnættisfornöld, tjáð guðum sínum hug sinn á ekki ósvipaðan hátt og þetta. Kannski er heimsendir á næstu grösum. Einstaka maður er svo gamal- dags að halda utan um dömuna sína. Líklega eru slíkir menn hræddír um að missa dömurnar frá sér. Kannski verða þeir líka 8 10.. ágijst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Úr austfirzkum skógi. hræddir um konurnar sínar, þegar þar að kemur. Á upphækkun, í enda skálans, þenur hljómsveitin hljóðfærin. — Þetta eru ungir piltar og einhver hefur orð á, að þetta sé óvenjuvel klippt hljómsveit. Einn þeirra er meira að segja með prjónahúfu á höfðinu. Ég læt berast út með straumn- um og held upp í rjóðrið, þangað sem dansinn er troðinn á útipalli. Hér hristast dansendur ekki jafn mikið og inni í skálanum, heldur takast fangbrögðum, svo sem tíðk- ast hefur í dansi langa hríð Ein- stöku par er meira að segja komið í vangadans. Kannski gerir kuldinn þetta að verkum. Kannski er menningin ekki komin alveg í hring ennþá. Kannski er heimsendir ekki alveg á næstu grösum. Og skógurinn heldur áfram að ilma. Ég spyr marga, hvernig þeir skemmti sér og hvemig þeim líki þetta. Flestir skemmta sér vel og líkar þetta ágætlega, en í ein- staka manni er þó eins og votti fyrir tómahljóði í þessum blessuð- um „þurrki”. Rétt utan við læk- inn, sem fellur niður rjóðrið rís stórt tjald. Á skiltum við inngang- inn stendur Samkomustjórn. Lögr- reglumiðstöð. Hingað legg ég leið mína í þann mund, sem húmið er að byrja að síga yfir. Hópur lögregluþjóna stendur við tjaldið. Þeir hafa ekkert að gera og ljúka upp einum munni um, að þetta sé hin ágætasta sam- koma. Framan við tjaldið hefur verið lagt mjólkurbíl og þar á að stinga þeím inn, er brotlegir kunna að gerast. Inni í tjaldinu hitti ég Kristján Ingólfsson skólastjóra á Eskifirði, formann Ungmenna og íþróttasam- bands Austurlands. Hann er önn- um kafinn, enda sveitarforingi gæzluliðs UÍA á staðnum. Mér tekst þó að ná tali af honum litla stund. Svað viltu segja um þessa sam- komu, Kristján? — Það sem fyrst og fremst hvatti okkur til að halda slíka sam komu er hinn vaxandi drykkju- skapur unglinga. Ég lít svo á að unglingadrykkjuskapurinn sé múghreyfing menn drekka af því að aðrir drekka. — Það sagði við mig áðan maður, sem þekktur er fyrir annað en bindindis- mennsku: „Hér þarf ég ekki að vera fullur, því allir eru ófullir’*. Þessi orð segia sína sögu. Gegn þessari múghreyfingu vildum við vinna. Og þetta hefur tekizt á TYRKNESKIR KÝPl ÖRYGGISRÁÐEÐ hefur enn ver- ið kvatt saman vegna Kýpurmáls- ins. Ástæðan er sú, að grískir full- trúar. á Kýpurþingi hafa samþykkt nýjar kosningareglur. Grískir eyja skeggjar telja kosningareglurnar, KUTCHUR: engin framlenging sem gera grískum og týrkneskum Kýpurbúum jafnhátt undir höfði, réttlátar og lýðræðislegar. Tyrk- neskir Kýpurbúar segjá, að með þessum nýju reglum sé gengið á hlut þeirra og réttindi þeirra fót- um troðin. Samkvæmt reglunum hafa bæði þjóðarbrotin jafnan rétt til að til- nefna frambjóðendur. hvarvetna á éynni, en fjórir af hverjum fimm eyjarskeggjum eru af grískum stofni. Tyrkjum mun veitast erfitt að fá þingmenn kjörna samkvæmt reglunum, ef til vill fá þeir aðeins tvö eðá þrjú þingsæti af 50. ★ íhlutun? Hið nýja ástand sem skapazt hefur á Kýpur, er alvarlegt vegna. þess, að gríska stjórnin: er óstarf- hæf sökum hinnar langvinnu stjórnarkreppu í Aþenu. Þetta hef

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.