Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 9
Úr Davíðshúsi þessari samkomu. Ekki skal gleyma því, aS sýslunefnd Suður- Múlasýslu veitti okkur, ótilkvödd 35 þúsund króna styrk til að halda svona hátíð. Sýslumaður Suður-Múlasýslu, Axel Tulinius og skógarvörðurinn á Hallormsstað, Sigurður Blön- dal, hafa veitt okkur allan hugsan- legan stuðning. í svona samkomu- haldi liggur mikil vinna, en þetta hefur gengið vel, með góðri lög- gæzlu og 35 manna gæzluliði UÍA. Án þessara sjálfboðaliða hefðum við ekki getað framkvæmt þessa dagskrá. Ég efa, að piltarnir í gæzlusveitinni geri sér þess grein, hve mikið og gott starf þeir hafa unnið. Þetta sagði formaður UÍA. Úti í rjóðrinu hitti ég sýslumann Sunn- mýlinga og lögreglustjóra á staðn- um, Axel Túliníus. — Þetta hefur tekizt framar öllum vonum, sagði hann. Það er lítið um brot og það eru ekki fyrst og fremst táningarnir, sem brotið hafa af sér. Og ég held áfram að ganga um samkomusvæðið. Auðvitað hitti ég Einar bónda í Mýnesi og fæ að heyra skemmtilegan þátt um við- skipti hans við Eystein, Bjarna Benediktsson og Ingólf á Hellu. Og þó að hvergi hilli undir kosn- ingar, er Einar þegar albúinn í slaginn. Það er komið fram yfir miðnætti og Lögurinn liggur speg- ilsléttur í kvöldhúminu. Þoka á fjallabrúnum. Danspallurinn í rjóðrinu er farinn að gefa sig og síga. Hann dúar þægilega undir fótum dansenda. Flestir virðast kunna þessu ágætlega, einhver heyrist þó kvarta um sjóveiki í þessum veltingi. Tvær stúlkur dansa teygjutvist utan við pallinn. Kannski hafa þær ekki þolað öldu- ganginn. Lögreglutjaldið er upp- Ijómað og örfáum vellyktandi herrum hefur verið stungið inn í mjólkurbílinn. Þar syngja þeir: Kvöldið er fagurt og önnur hjart- næm ljóð, sér til sálubólar. — Nokkrir unglingar standa hjá og hlusta kímileitir á sönginn. Framhald á 15. síðu. Sigurður Anton Friðþjófsson: NÆTURLJÓÐ Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1965. - 66 bls. Bók Sigurðar Antons Friðþjófsson ar er gefin út á Akureyri; ljóð hans eru bersýnilega ort í nám- unda við verk og minningu Dav- íðs Stefánssonar. Svona lýsir Sig- urður skáldskap sínum í fyrsta ljóði bókarinnar, samnefndu henni: Ég kveða vil ljóð um lífið, ijósið og sumarsins blóm. Gull og glitrandi veigar, gigjunnar fegursta hljóm. En myrkrið í sál mína sækir, og sigur að huga mér> hljótt. Ég get ekki kveðið það kvæði, sem kveða vil ég í nótt. Og þetta má heita nákvæm lýs- ing á skáldskaparviðleitni hans í þessari bók. Hann hefur augljós- lega lesið bezt og lært mest af skáldakynslóðinni sem bar hæst á þriðja tug aldarinnar með Ðavíð Stefánsson fremstan í flokki; það- an eru andstæðurnar runnar, sem hann lýsir í þessu stefi. Og flest kvæði hans eru skynuglegt berg- mál hugsana, tilfinninga, boðunar þessara skálda; Davíð er t. d. ákaf- lega nærri ljóðum eins og Nótt í erlendri borg, Rut, Gamall mað- ur á torgi, Við ströndina, Ást svo einhver dæmi séu nefnd. En ekki er það hin frjálslegu kveðandi Davíðs á yngri árum sem laðan Sigurð til eftirlíkingar; öllu held- ur formbundnari ljóð hans; einn- ig ber hann við að yrkja „speki- mál” í anda Davíðs. En það er tilfinningin í ljóðum Davíðs og hans samtíðarmanna, sem einkum hefur heillað hann. Og bergmál hennar hljómar óneitanlega mis- jafnlega í þessum ljóðum; sumt hefur grófgerzt til muna, einkum gleðiljóðin: í kvöld er það Verner sem veitir og vín skulu allir fá. Koníak, viský, kók og romm. Komið og smakkið á! „Eitur, meira eitur, ör vil ég dansa og heitur”, orti skáld a£ fyrri kynslóð; svona hljómar þetta hjá Sigurði: Eg hirði ekkert um horfna drauma né heilög vé. Eg tíni forboðnar ferskar þrúgur, af föllnu tré. V Eg dansa óður, því eitrið gefur mér aldrei hlé. Þetta dæmi sýnir einnig að Sig- urður hefur litið eitthvað í Stein Steinarr, og sézt það víðar í bók- inni, í ljóðum eins og Tilgangs- i' leysi eða Tilmæli til vegfaranda. Af þessu má ráða að skáldskapar- áhugi hans nái til allra millistriðs- áranna; og er það að vísu nokkuð að leggja upp með. Ég þekki engin deili á Sigurði Antoni Friðþjófssyni, og engar persónulegar upplýsingar er að fá um skáldið á eða af bók hans. En hann er bersýnilega dável hag- mæltur, og hann umgengst læri- meistara sína tiltölulega kurteis- lega; hann stælir ekki beinlínis einstök kvæði; það eru kvæði ann- arra manna sem koma honum til að yrkja. Væntanlega er maður- inn ungur. Þá er þess líka að vænta að honum notist hagmælsk- an og ljóðakunnáttan betur síðar meir; honum auðnast kannski síð- ar að kveða þau kvæði sem hann vill; Davíð og Steinn eru ekki al- deilis ónýtt veganesti. — Ó. J. JRBÚAR SVIPTIR RÉTTINDUM KYPRIANOU: skýlaus afstaða ur það í för með sér, að ekki er við því að búast að gríska stjórn- in geti haft áhrif á gríska Kýpur- ; búa í hófsamari átt eins og hún hefur gert ótal sinnum á undan- förnum 18 mánuðum. Þetta hefur einnig það í för með sér, að tyrkneska stjórnin, sem er á hinn bóginn traust í sessi, telji sér hag í því að skerast í leikinn með vopnavaldi á sama tíma og griska stjórnin á í miklum erfið- leikum með að styðja gríska íbúa Kýpur. Það er Tyrkland, sem hefur bor- ið málið upp við Öryggisráðið og tyrkneska stjórnin hefur sent Ör- yggisráðinu kvörtun eftir að hafa hvað eftir annað látið í ljós alvar- legar áhyggjui- vegna ástandsins og meintra brota á réttindum tyrk- neska minnihlutans á Kýpur sam- kvæmt samningunum um stjómar- skrá Kýpur í Ziirieh 1960. ★ Afleiðingar Stjórn Grikkja á Kýpun hefur vísað kvörtunum tyrknesku stjórn arinnar á bug. Spyros Kyprianou, utanríkisráðherra Kýpur, sagði áður en hann hélt til New York að sitja fund Öryggisráðsins, að Tyrkland reyndi að grafa undan fullveldi Kýpur. Afstaða Kýpur- Framhald á 15. síðu MAKARIÓS: leikur að eldi DRAGTIR - KJÓLAR Lækkað verð frá kr. 595.— Skólavörðustíg 17. Kona óskast Konu vantar í eldhús Kleppsspítalans. Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38160, milli kl. 13 og 16. Skrifstofa ríkisspítalanna. * > Skrifstofumaður og skrifstofustúlka óskast. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og/eða starfs- reynslu sendist sem fyrst. Skipaútgerð ríkisms. Atvinna Stúlka óskast til afgreiðsiustarfa, vakta- skipti. Bifreiðastöð Steindórs Sími 11588. HÖFN auglýsir Nýkomið mikið af nýjum vörum; úrval af kjólaefnum, fóðri og allt sem tilheyrir saumaskap. ★ Damask, silki og bómull. Lakaefni 2,30; 2,20 og 1.40 á br. Einnig 90 cm. damask. ★ Hvítur handklæðadregill flónel og bleyjur, og allt fyrir ungbörn. ★ Snægurver, koddaver og lök. Falleg handklæði. Ódýr nærföt og sokkar á alla fjölskylduna. Sængur í öllum stærðum. — Geymíð auglýsinguna — — Póstsendum. —. VERZLUNIN H Ö F N Vesturgötu 12. ÚTBOÐ Tilboð óskast i að rífa geymsluhús (Svendborg) byggt úr tirnbri. Húsið stendur við Vesturgötu i Hafnarfirði. Nánari upplýsingar veitir undirritaður. Tilboðum sé skilað á skrifstofu hafnarstjóra, Strandgötu 4, Hafnarfirði, eigi síðar en 16. þ. m. Hafnarstjórinn í Hafnarfirði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. ágúst 1965 $ .... . i; --...........................- 1 ----- -—... , .....................: <■ nirttiái ■.ÉátiéiA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.