Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Blaðsíða 10
 Keppendur Islands á NM í Helsinki farnir Á SUNNUDAG fóru tíu af ellefu þátttakendum íslands á Noróur- landameistaramótinu í frjálsum íþróttum utan með flugvél Flug- félags íslands. Fyrsti viðkomu- gtaður hópsins er í Osló, en ís- fendingarnir taka þátt í afþjóða- ihóti á Bislet í dag. Hópurinn sam einast síðan á Kastrup flugvelli 12. ágúst og flýgur þaðan beint til Helsingfors. Norðurlandamótið liefst á Olympíuleikvanginum 15. ágúst og stendur yfir í þrjá daga. Alls taka um 260 íþróttamenn og konur þátt í þessu 3. Norðurlanda- móti í frjálsum íþróttum, Finnar senda 100 keppendur, Svíar 80, Norðmenn 50, Danir 25 og íslend- ingar 11. Fararstjóni íslenzka Bikarkeppni KSÍ um helgina ÞKÍR leikir áttu að fara fram í bikarkeppni KSÍ um helgina, en aðeins tveir voru háðir, ísfirðing- ar mættu ekki til leiks gegn B-liði KR og KR-ingar halda því áfram keppni. ( í Hafnarfirði sigraði FH Hauka i jöfnum leik 3-2. Á Akranesi vann B-lið Fram B-lið Akurnesinga með 4—0. flokksins er Svavar Markússon, ritari FRÍ, en auk þess er Bene- dikt Jakobsson þjálfari með í för- inni. Fréttamaður íþróttasiðunnar átti stutt viðtal við hvern þátttak- anda, áður. en lagt var af stað. Svavar Markússon kvaðst hlakka til fararinnar, hann sagði að ekki væri hægt að gera mikl- ar kröfur til íslenzku íþrótta- mannanna, en þó hefðum við von- ir um verðlaunapeninga. Svavar sagði að lokum, að hann byggist við að margir íslendinganna bættu árangur sinn verulega. Ferðin leggst vel í mig, sagði Benedikt Jakobsson, þetta er á- gætur hópur. Vonandi komum við heim með 2 til 3 íslandsmet og ein hverja verðlaunapeninga. Mestar eru vonir okkar í hástökki og tug- þraut. — Þetta verður hÖrð keppni, fjórir Norðurlandabúar hafa stokk ið 2.10 m. eða hærra og átta yfir 2.06 m. sagði Jón Þ. • Ólafsson. Képpnin verður hörð og jöfn og ómögulegt að spá neinu, en ég mun gera mitt bezta. Venjulega hef ég bætt árangur minn á mót- um erlendis. — Ég.ætla að sigra í tugþraut- inni, sagði Valbjörn Þorláksson og þar með sló hann okkur alveg út af laginu. — Ég geri mér engar vonir um að komast í úrslit, en takmark mitt er að bæta unglingamet Þór- is Þorsteinssonar í 400 m. hlaupi, en það er 49.6 sek. sagði Ólafur >Guðmundsson. Einnig vonast ég til að ná mínum bezta árangri í öðr- um greinum. Guðmundur Hermannsson, ald- ursforseti flokksins, nýlega 41 árs, kvaðst hlakka til að fá að reyna sig á mótinu. Hann lét þau orð falla, að sér litist vel á íslenzka flokk- inn. — Það er ekki gott að segja, hvernig þetta gengur, sagði Hall- dór Guðbjörnsson. Ég vonast til að ná mínum bezta árangri í 800 og 1500 m. — Met i hverju hlaupi er mitt takmark, sagði Kristleifur Guð- björnsson. — Ferðin leggst vel í mig, sagði Erlendur Valdimarsson, yngsti þátttakandinn, 17 ára. Takmark mitt er að setja unglingamet. — Ég reyni að gera mitt bezta, sagði Kristján Mikaelsson, á- nægjulegt væri að setja met í 400 m. grindahlaupi og ná betri tíma en 50 sek. í 400 m. Björk Ingimundardóttir sagðist ekkert geta sagt, nema það að hún vonaðist til að ná sem beztum á- rangri. — Takmark mitt er að setja tvö íslandsmet í 200 og 400 m. hlaupi, sagði Halldóra Helgadóttir. Kjartan Guðjónsson, sem fer utan á morgun hefur verið meidd- ur undanfarinn mánuð, en er nú búinn að ná sér. Hann vonast eftir að bæta árangur sinn í tugþraut, en í fyrra setti hann unglingamet í þriggjalandakeppni. íþrottasiðan oskar hopnum geng Það var glaðlegur hópur, sem steig upp I Sólfaxa, Flugfélags is og vonast til ao sem mest af óskum hans rætist. ís,ands á slmnudaffinn. Tveri af íslenzku keppendunum eru enn í unglingaflokki 19 — 20 ára og einn í drengjaflokki 17—18 ára. Talið fra vinstri: Ólafur Guðmimdsson. 19 ára á þessu ári, Erlendur Valdimarsson. 18 ára og Halldór Guðbjörnsson 19 ára. Myndir; Bj Bj. * Steinius jafnaði finnska metið l í langstökki á finnska meistara- mótinu um helgina, stökk 8.04 m. * Jens Erik Nielsen setti danskt met í 400 m. grind á danska meist- aramótinu um helgina, hljóp á I 52.8 seg. BANDARÍKJAMENN sigruðu Pól verja bæði í landskeppni karla og kvenna í Varsjá um helgina, í karlakeppninni með 118 — 93 og í kvennakeppninni með 59—51. Wyomia Tyus hljóp 200 m. á 22.7 sek., sem er heimsmet. Hún sigr- aði einnig í langstökki með 6.37 m. Pólverjar settu Evrópumet í 4x100 m. boðhlaupi, hlupu á 39.2 sek., en bandaríska sveitin á 39.5 sek. Nánar síðar. * Finnar sigruðu Noreg í knatt- spyrnu á sunnudag með 4 mörk- um gegn engu. Áhorfendur voru 16 þúsund og fögnuður mikill. * Alls voru sett fimmtán norsk met á meistaramótinu í sundi um síðustu helgi. * XO 10. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ n

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.