Alþýðublaðið - 10.08.1965, Side 15

Alþýðublaðið - 10.08.1965, Side 15
Kýpur Framhald úr opnu. stjórnar er skýlaus, sagði Kypri- anou. Stjórnin viðurkennir ekki, að nokkurt erlent ríki hafi rétt til að skipta sén af innanríkismál- um Kýpur, enda er sú afstaða í fullu samræmi við sáttmála SÞ og ályktunartillögu Öryggisráðs- ins um Kýpurmálið. Þegar Kýpurþing samþykkti liin umdeildu kosningaákvæði voru að- eins grískumælandi þingmenn við staddir. Tyrkneskumælandi þing- nienn hafa ekki tekið þátt í störf- um þingsins síðan bardagar brut-' ust út á eynni í desember 1963. Þegar málið var tekið fyrir settu grískir Kýpurbúar fjölmörg skilyrði fyrir því, að tyrknesku þingmönnunum yrði leyft að taka þótt í umræðunum. Tyrkir töldu þessi skilyrði óaðgengileg og litu svo á, að um hreina uppgjöf væri að ræða ef gengið yrði að þeim. Þar sem Kýpurbúar af grískum stofni eru í yfirgnæfandi meiri- liluta á eynni mundu tyrkneskir Kýpurbúar fá sárafáa þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga samkvæmt nýju kosningalögunum. Til þessa hefur tyrkneski minni- lilutinn haft 15 fulltrúa á þingi samkvæmt Kýpur-samningunum. Auk þess bera þeir fram þá kröfu, að felld verði úr gildi lög, sem hafa verið samþykkt og eru á þá lund, að embættistími Makari- osar forseta og þingmanna allra verði lengdun um tólf mánuði. Embættistími dr. Fazil Kutchuk varaforesta, leiðtoga tyrknesku- mælandi manna, sem skipaður var í embættið samkvæmt Zurich- samningunum, verður ekki lengd- ur. ★ Ólöglegt Stjórn grískra Kýpurbúa tekur þá afstöðu, að síðan SÞ skárust í leikinn á Kýpur séu Ziirich-samn- ingarnir fallnir úr gildi. í sam ræmi við þessa kenningu hefur stjórnin hafnað kröfum um fram- lengingu embættistíma dr. Kutc- uks og mótmælaorðsendingum frá stjórnum Englands og Tyrklands, sem ásamt Grikklandi eru skuld- bundin samkvæmt samningum að ábyrgjast það að samningarnir um Kýpur séu liafðir í heiðri. Síðan bardagarnir á Kýpur náðu hámarki í ágúst í fyrrasumar hefur allt verið með tiltölulega kyrrum kjörum á eynni. Eitthvað virtist rofa til í deilunni þegar ut- anríkisráðherrar Grikklands og Tyrklands ræddust við um deiluna á NATO-ráðstefnunni í London í vor, og samþykktu að stjórnir landanna skyldu hafa samband sín í milli um Kýpurdeiluna. En vegna síðustu þróunar mála liefur óttinn við nýja bardaga aft- ur skotið upp kollinum. Og ef bar- dagar brjótast út á nýjan leik er ekki talið óhugsandi að Tyrkland láti skeika sköpuðu og setji her á land á eynni. Tyrkland lieldur fast við það, að Zurieh-samningarnir séu enn í fullu gildi. Og sam- kvæmt samningunum hefur Tyrk- land rétt til íhlutunar til þess að vernda tyrkneska þjóðarbrotið á eynni. Stjórnmálamenn viðurkenna, að ástandið sé hættulegt. Og því meir sem gríska stjórnarkreppan dregst á langinn því hættulegra verður ástandið á Kýpur. ★ Hættulegt „New York Times” segir um málið, að það geti tæpast verið nein tilviljun, að stjórnarkreppa riki í Grikklandi á sama tíma og forseti Kýpur reyni að ógilda kosn ingaákvæði Kýpursamninganna. Blaðið segir í forystugrein, að Makarios forseti og grískir Kýpur- búar hafi notað sér ólguna í Aþenu til að freista þess að koma á lagg- irnar stjórn á Kýpur sem verði al- gerlega undir hans stjórn. Tyrkir geta hins vegar brugðizt hart við þótt þeir hafi enn ekki beitt hinum mikla hernaðarmætti sínum, bætin blaðið við. „Vonandi er, að Makarios for seti reyni ekki að láta sverfa til stáls nú. Samt er það raunalegt fyrir fólk í öðrum löndum heims að fylgjast með því hvernig erki- biskupinn leikur sér að eldinum“, segir „New York Times”. Atlavík Framhald úr opnu. Klukkan eitt þagna hljómsveit- ir-nar og fólk drífur að bílum sín- um. Innan skammg er vegurinn út með Leginum varðaður Ijósaröð. Hafi UÍA þökk fyrir framtakið. S.Ó.P. Mafían Framhald af 6. síðu brott úr Bandaríkjunum árið 1948. í Caltanissetta héraði á Mið- Sikiley hefur baráttan gegn Maf- íunni leitt til þess, að 161 hafa verið handteknir á fyrri helmingi þessa árs. Ennfremur hafa 810 verið ákærðir, en sleppt gegn tr.vggingu. Gerð var húsleit í 468 húsum og 125 rifflar og skamm- byssur gerð upptæk, ásamt 4000 skotum. Kveðja Framhald af 7. síðu vegna hins skyndilega fráfalls hennar. Vertu blessuð og sæl, Þórunn min. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Fyrir hönd stjórnar Kvenfélags Alþýðuflokksins. Sigríður Erlendsdóttir. Innbrotslbjófur Framhald af 3. síðu þar illa um. Þjófurinn virðist hafa ge.ngið um rótandi í öllum hirzl- um án þess að finna nokkra pen- inga. Leifur Jónsson hjá rannsóknar- lögreglunni sagði Alþýðublaðinu að svo virðist sem þjófurinn liafi af ásettu ráði kveikt eld á þremur stöðum. Svo hafi hann farið að ráfa um húsið með logandi kyndil í hendinni og hafi þá kviknað í á nokkrum fleiri stöðum. Það var einn af starfsmönnum ísafoldar sem varð fyrstur var við skemmd- irnar. Fann hann brunalykt, — og skokkaði þá niður á slökkvistöð til að láta vita af því. Þegar slökkvi- liðið kom á vettvang var eldurinn þó slokknaður, en töluverðar skemmdir liöfðu orðið. Skemmtiferð Framhald af 7. slðu. Um kvöldið sat svo ferðafólkið kvöldverðarboð að Hótel Höfn, í boði Skagfirðingafélagsins. Þar voru mættir fjölmargir Skagfirð- ingar, sem búsettir eru í Siglu- f’rði og leið kvöldið í ágætum fagn aði með hinum góðu gestgjöfum. Vér viljum, fyrir hönd Kvenfé- lags Sauðárkróks og gesta þess, færa Skagfirðingafélagi Siglu- fjarðar innilegustu kveðjur og þakkir fyrir móttökurnar. Ferðanefndin. Singapore Framhald af 2. síðu. hafi komið á fót og að aðskilnað- urinn sé alvarlegt áfall fyrir ný- lendustefnu í nýrri mynd er leitt geti til upplausnar sambandsrikis- ins. Ákvörðun Singapore um að segja sig úr Malaysíu er hápunkt- ur vaxandi úlfúðar hinna innfæddu íbúa eyjunnar, en þeir eru Ma- layar, og Kínverja, sem eru 90% hinna tveggja milljóna íbúa. Kín- verjar hafa kvartað yfir því, að stjórn Malaysíu hafi gert Malays- um of hátt undir höfði, en Mal- ayar hafa kvartað yfir því að þeim hafi verið haldið utan við beztu stöður í Singapore. Deilur sam- bandsstjórnarinnar í Kuala Lump ur og fylkisstjórnarinnar i Singa- pore hafa sífellt færzt í aukana síðan Malaysíusambandinu var komið á fót fyrir tveimur árum. Forsætisráðherra Malaysíusam- bandsins, Tunku Abdul Rahman, sagði á þingi í dag, að draumur hans um Malaysíu væri að engu orðinn. Forsætisráðherra Singa- pore, Lee Kwan Yew, fékk tauga- áfall á blaðamannafundi, þar sem hann gerði grein fyrir aðskilnað- inum. Það var á laugardag að Lee Kwan Yew hélt til fundar við Ab- dul Rahman í Kuala Lumpur — vegna versnandi sambúðar Singa- pore og sambandsstjórnarinnar. Niðurstaðan af fundinum var að- skilnaður. íbúar Malaysíu eru harmi slegn ir vegna aðskilnaðarins, sem kem- ur með öllu á óvart, en Kínverjar í Singapore hafa fagnað honum. Á sínum tíma greiddu 70% íbúa Singapore með stofnun Malaysíu- sambandsins. HjélfoarðaviÖgerÖir OPH) ALLA DAGA (LÍKA LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA) FEÁ KL. 8 TXL 22. Gúmmívinnustofan h.f. Sklpholti 35, BeykjivOt. Sfmu: 31055, verkstæíiS, 30688, skrlfítotan. Tækniskólinn Framhald af 2. síðu. Skólinn hefur nú starfað óslitið í fulla 10 mánuði. Skólaárið hófst 2. október og þar með er fengin skýring á því hversu seint skólan um lýkur nú, en samkvæmt gild- andi reglugerð skal skólinn starfa 10 mánuði á ári. Það markverðasta, sem gerðist á skólaárinu verður að telja upp byggingu eðlis og efnafræðistofa, en stofur þessar voru teknar í notkun í byrjun apríl mánaðar. Án fullkominna tækja til verk- legrar kennslu ásamt góðri að- stöðu til notkunar þeirra verður Tækniskóli íslands ekki sá máttar stólpi, sem vænst er til. Það var því áríðandi, að vel tæk ist til við uppsetningu hinna fyrstu tilraunastofa skólans og full yrða má af þeirri reynslu, sem fengin er, að þessi áfangi í upp byggingunni hafi farizt ágætlega úr hendi þeirra, sem að honum unnu. Á vegum Tækniskólans hafa far ið fram byggingarframkvæmdir við vélasal Vélskólans og er þeim nær lokið. Umræddar eðlis- og efnafræðistofur eru m.a. staðsett ar í þessum nýju húsakynnum. Próf byrjuðu 5. júlí og lauk þeim 6. ágúst. Viðstaddir próf voru er lendir prófdómarar og jafnframt sérfræðingar á þessu fræðslusviði. Þeir nemendur, sem nú hafa lok ið fyrrihlutaprófi og eru hér mætt ir til að taka á móti skírteinum sínum fara væntanlega í baust til seinnihluta náms erlendis til að ljúka námi þar og þá fyrst og fremst til Danmerkur eða Noregs, en við T. í. er enn sem komið er að^ins veitt undirbúningsmennit un undir tækninám ásamt fyrri hlutamenntun í tæknifræði. Náin samvinna hefur verið höfð á skóla árinu við skólafólk þessara tveggja áður nefndra þjóða og til marks um það má nefna, að próf verkefni í höfuðgreinum fyrrihluta komu frá Danmörku. Nákvæmlega samskonar verkefni og lögð eru fyrir hina erlendu tæknifræði- nema. Hæstu einkunn á fyrrihlutaprófi hlaut Gunnar Ólason 180 stig, sem er I. ágætis einkunn og þar með að aðaleinkunn 9,0. 8 lilutu I. einkunn 3 hlutu II. einkunn. 1 ágætis eink unn er 9,0—10 I. einkunn er 7,3— 8,9, II. einkunn er 6,0 — 7 2. Ein verðlaun veitlr skólinn og hlýtur Gunnar Ólason þau fyrir liæstu einkunn á fyrrahlutaprófi. Undir dráttarvél Frh. af 1. síðn. vél, sem stóð rétt við þjóðveginn, en bærinn stendur við þjóðbraut. Sennilega hefur drengurinn farið að fikta við dráttarvélina, — með þeim afleiðingum, að hún rann af stað og yfir veginn og valt þar, og varð barnið undir henni. Sjúkra bíll var þegar sendur eftir drengn- um frá Akureyri og flutti hann á sjúkrahús þar, en þegar þangað var komið var hann látinn. Uppreisn Framhal af 1. síðu Menn úr bandarísku strandgæzl- unni stigu um borð í „Seven Se- as”, sem er skráð í Panama, í gær og fann þrjá menn látna og einn á lífi um borð. Maður sá, sem einn var á lífi, heitir Elwin Burywaise, 25 ára að aldri, og kvaðst hann> hafa séð mann af áhöfn skipsins> skjóta fyrsta stýrimann í káetu sinni á laugardagskvöld. Burywai- se hljóp upp í brúna til að að-‘ vara skipstjórann, en fann hana látinn. ’ I Burywaise hljóp óttasleginn tll káetu skipskattarins og faldi sig þar. Hann heyrði að skipzt var á skotum á þilfarinu. Seinna fann hann þrjú lík og komst að raun um að björgunarbátur var horf inn. Burywaise telur að fjórir menn hafi verið drepnir og telur strandgæzlan að líki fjórða manna ins hafi verið fleygt útbyrðis. Fimm flugvélar, tvær þyrlur, fjögur varðskip og einn kútter leituðu í dag að björgunarbátnum og þeim þremur mönnum af á- höfn skipsins, sem saknað er. Allir þeir átta sem, sem tili heyrðu áhöfn „Seven Seas” voru frá Panama eða Honduras. Skipið sem flutti banana frá Mexíkó til Miami í Florida, er í eigu fyrirtæk- is í Miami. Báturinn var væntan- legur til Key West seint í gær- kvöldi. Kært... Framhald af 1. síðu. en skipið leggur úr höfn aftur. Frekari ráðstafanir verða því ekki gerðar af hálfu Sjómannafélags- ins, nema vanefndir verði á því loforði. Að því er næst verður komist, er mál þetta einnig i rannsókn hjá skipaeftirlitinu. SMURI BRAUÐ Snittur. Opið frá U. 9—23,38 BrauSstofan Yesturgötu 25. Sími 16012 Ávallt fyrirliggjandi. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 10. ágúst 1965

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.