Alþýðublaðið - 28.09.1965, Page 9
Hér er veriff aff meta og; vega dilkakjötiff . . .
Sveinn og er hann Guðmundsson,
kjörbúðarstjóri og kjötmatsmaður
á Króknum — og þar að auki al-
nafni kaupfélagsstjórans. Sveinn
var fljótur að sjá í hvern flokk
kjötið átti að fara — og kallaði
upp jafnóðum: Pyrsti, fyrsti, —
fyrsti, annar, fyrsti, þriðji, fyrsti,
fyrsti o.s.frv.
Blaðamaðurinn spu.cði, hvað að-
allega réði því, hvernig kjötið
flokkaffist, og svaraði Sveinn því
til, að holdafarið og útlitið ætti
mestan þátt í því. Samkvæmt sam-
anburði við skrokkana kom í ljós,
aff blaðamaðurinn færi að öllum
líkindum í þriðja eða fjórða flokk,
en matsmaðurinn í þann fyrsta.
Einn af þeim, sem fylgdist með
matínu, upplýsti, að yfirleitt væri
ekki talað um kjötskrokka, heldur
um dilkakjöt, en fyrir slátrun um
dilka á fæti. Það er auðvitað ekki
hægt að búast við þvi, að þeir,
sena aldir eru upp fjarri sláturhús-
um, séu inni í sláturhúsamáli og
vát því þessi fróðleikur vel þeginn.
Ðilkakjötið var nú vigtað, en
það gerði maður að nafni Sigurð-
ur Stefánsson. Þegar hann var
kynntur, var það látið fylgja með,
að hann væri só eini. úr hópnum,
er viðstaddur var matið og vigt-
unina, sem keypti Alþýðublaðið, en
hann bætti því við, að það hefði
hann gert í fjöldamörg ár. Sig-
urður kvaðst vera að verða sjö-
tugur og ætlaði hann því brátt að
hætta að vinna við vigtunina, en
öllum þarna kom saman um, að
hann væri kominn vel inn í fagið,
eftir langt starf á þessu sviði, —
haust eftir haust. Sagði Sigurður,
að hann stundaði búskap í hjáverk-
um, eins og svo margir fleiri á
Sauðárkróki.
Einhverjir af þeim, sem hlýddu
á úrskurð matsmannsins, vorú
bændur, og voru þeir þangað
komnir til áð sjá, í hvaða flokk
þeirra kjöt færi. Voru allir sam-
mála um, að Sveinn, alnafni kaup-
félagsstjórans,' væri sanhgjarn og
réttlátur matsmaður.
Þegar ákveðið var, hverjum
flokkanna dilkakjötið tilheyrði,
var fest á það merkisspjald með
merki SÍS. • Auk þess var tilgreint,
hvaða flokk hér væri um að ræða,
en á útflutningsmálinu var dilka-
kjötið nefnt Iceland Lamb. Einnig
stóð á merkispjaldinu: THEY EAT
, WELL, sem útleggst eitthvað á þá
leið, að kjötið bragðist vel, en ekki
— eins- og sumir ætla — að dilk-
arnir hefðu borðað vel.
Eftir áðurnefnda meðhöndlun
eru skrokkarnir klæddir í gaspoka
og þannig búnir eru.þeir sendir
inn í fyrstiklefann, en þar endar
ferð þeirra í bili — í kjötstæðu.
Eitt sláturhús, eins og þetta á
Sauðárkróki, er mikil bygging og
og merkileg fyrir ókunnuga. Auk
allra vinnusalanna, frystiklef-
anna og geymslunnar fyrir dilka
á fæti, er þarna að finna vist-
legan matsal starfsfólks, eldhús,
snyrtiherbergi og það annað, sem
nauðsynlegt er á góðum vinnustað.
Sumir hafa með sér mat og kaffi
„út á Eyri”, þar sem sláturhúsið
er, því að þótt vegalengdin sé ekki
meiri frá miðbænum þar, en frá
Lækjartorgi að Hljómskálanum,
er það talið mjög langt á sauð-
krókskan mælikvarða.
Eftir að hafa skoðað sláturhús-
ið, að svo miklu leyti, sem það
verður skoðað í stuttri gönguferð
þar innandyra, hitti blaðamaður-
inn nokkra unga menn fyrir utan
aðaldyr þess. Þeir unnu að því að
breiða gærurnar til þerris — og
klippa hornin af hausunum, sem
búið var að láta meginið af blóð-
inu renna úr (með nýju aðferð-
inni, sem minnzt var á hér að
framan). Kindahausar með sakleys
issvip voru á vinnuborði horna-
klipparanna, og virtust horfa á
þann, sem fram hjá gekk. ACtur
varð manni hugsað til þess, sem
flestum dettur í hug, þegar komið
•er í sláturhús, — þess, að þessir
hausar höfðu nokkru áður verið
•hausar á dilkum „á fæti,” en nú
• eru þetta aðeins hausar, sem bíða
þess að verða sviðnir. En jafnvel
þeir, sem mest hugsa um það núna,
hve leiðinlegt sé, að þurfa að drepa
þessi elskulega nytjadýr, munu
borða sviðin á jólunum með beztu
lyst. — ór.
Húsbyggjendur
Byggingameistarar
Nýtt Glugginn
Hinn viffurkenndi norski TE-TU gluggi er kominn
á íslenzkan markaff.
Framleiffandi samkvæmt einkaleyfi: Gluggaverk-
smiðjan RAMMI S/f Hafnargötu 90, Kefiavík.
-fc Fyrsta verksmiffjan hér á landi meff SÉRVÉLAR til
smíffi glugga og svalahurffa.
-fc Opnanlegir gluggar og svalahurffir algjörlega vatns-
og vindþéttir.
Ný gerff af lömum „PE\DU“-messing-lamir. %
-Jt Allir gluggar fúavarffir meff sérsiakri böðun.
■ýf Állir giuggar afgreiddir meff opnaníegum römmum ;
hengsluffum.
Gluggaverksmiðjan RAMMI s f,
Hafnargötu 90, Keflavík
Sími 1601. — Heimasímar 2240 — 2412.
i
;!
i
*
i'
Tiikynning frá Berklavörn
í Reykjavík
Kaffisala
verður eins og venjulega á Berklavarnar-
daginn n.k. sunnudag, 3. október til ágóða f
fyrir Hlífarsjóð.
Konur, sem ætla að gefa kökur, eru vinsam- ;
■legast beðnar að koma þeim í Breiðfirðinga- . \
búð fyrir hádegi á sunnudag, eða hringja í j
síma 20343 og 32044. •
Stjómin.
Sertdisveinn óskasi
hálfan dáginn nú þegar.
Hampiðjan kf.
Stakkholti 4. Sími 11600.
ALÞYÐUBLAÐIÐ - 28. sept. 1965 gi