Alþýðublaðið - 28.09.1965, Page 15

Alþýðublaðið - 28.09.1965, Page 15
GSugginn... •rh. al Ö. síðu. mæta til funda ráðanna og senda má barn burtu um tímasakir á uppeldisstofnanir til athugunar. Með mjög vaxandi unglingaaf- brotum, sem getur leitt til mjög alvarlegs þjóðfélagsástands, eru barnadómstólarnir orðnir úreltir sem slíkir, og það er einmitt við- urkenning á þessu sem er orsökin að frumvarpi Miss Bacons. Þrátt fyrir störf barnadómstólanna, eru unglingaafbrot mjög mikil í Eng- landi. Ef frumvarpið verður sam- þykkt, má því búast við, að ungl- ingaafbrotum faekki, en þetta verður mjög kostnaðarsamt, jafn- vel margföld 100.000 árlega á mann. Minnkandi unglingaafbrot eru þó talin virði kostnaðarins — enda eru félagslegar umbætur eitt af beztu markmiðum núverandi stjórnar Bretlands. Baksíðan... Framh. af 16. síðu Bókin er hugsuð sem samtíðará deila. Ófreskjan Minotaurus tákn ar hemaðarbrjálæðið. Ég fjallaði um svipað efni strax við ferming araldur, en þá reyndi ég af barna skap að skrifa stórt ljóðlekrit um Theseus konung. — Hvert er samband yðar við persónur yðar? — Enginn rithöfundur hefur skrifað um aðra en sjálfan sig. Rithöfundur er ekki sálfræðingur eða skilagreinandi, og hann getur ekki skrifað um annað en sjálfan sig. Jafnvel mest fráhrindandi per sónur hans eru hann sjálfur. Hann sér sína eigin veikleika. Það er eins og livert annað kjaftæði, þeg ar sagt er að rithöfundur „lýsir samtíð sinni“ eða meðbræðmm sínum. Góður rithöfundur þekkir aðeins sjálfan sig. Skáldið, sem á að virða fyrir sér umheiminn, er blekking. Slíkt skáld er ekki til. — Samt er oft talað um lifandi fyrirmyndir. Þér hafið sjálfur not fært yður Lucas Debes? — Það er alltaf um að ræða lif andi fyrirmyndir. En það á aðeins við um nokkur ytri einkenni. Hin eina raunverulega lifandi fyrir- mynd er alltaf maður sjálfur. — Þetta er erfið krafa að þui'fa að opna sjálfan sig? — Já, orð Ibsens „at digte er at holde dommedag over sig selv“, er klassísk lýsing á skáldskap. Þessi orð eru sögð í eit skipti fyr ir öll. Og samt er öll listræn stai'fsemi raunverulega leikur. Þrátt fyrir alla samúð, djúphyggju og annað, sem lagt er í ákveðið verk, er það fyrst og fremst leik ur. Þér voruð upphaflega ljóðskáld? — Ég hélt ég væri hreint ljóð skáld. Bundið form er mér eðli- legt, annað form hef ég lært. Ég lief reynt að rækta það eftir föng um. Ég fór að skrifa skáldsögur af löngun til að tala við aði-a les endur. Persónulega þoli ég ekki ljóðalesendur, þeir eru svo inni lokaðir, svo óraunverulegir, svo trúrænir. Þeir safnast umhverfis skáldið eins og söfnuður utan um pi'est. Ég þoli ekki þá sértrúar hneigð, og ég þoli ekki lieldur að ljóð séu lesin unn. Þau eiga að vera einkamál skáldsins og lesand ans, Það er líka miög eðlilegt að liafa gaman af sögum, lítil börn hafa það, og skáldsaga þolir að vera lesin upphátt. — Hvað gerist, þegar verk yð ar eru fullgerð? — Þá hugsa ég ekki meira um þau. Sumar persónurnar halda þó áfram að lifa; þær ganga aftur í einstöku smásögu, ekki svo mjög af því að ég hafi sérstakan áhuga á þeim, heldur af því að þær hæfa hinum nýju aðstæðum tæknilega séð. — Lesið þér eigin bækur síðar meir? — Stundum geri ég það. Það hefur aðallega misjöfn áhrif á mig Ég hef aldrei viljað, að neitt væri heldur óskrifað. — Hvað munduð þér telja ein kennandi fyrir rit yðar? — Ég veit það ekki? — í hvaða tilgangi skrifið þér? — Ég veit það ekki heldur. Ég hef ekki neinn sérstakan til gang. Nóatún hefur félagslegan brodd, Svarta pottinum er stefnt gegn stríði og De fortabte spille mænd er nán'ast minningabók. — Hafið þér aldrei reynt að að skrifa leikrit? — jú, en aðeins á unga aldri, og það kom ekkert út úr því. Það á ekki við mig. Leikritun er erfið asta bókmenntaformið, og hún heimtar bæði margræði og ein beitingu. En öll listsköpun er er fið, einkum sú sem virðist ein- földust og aðgengilegust. Læknar... Frb. af 1. sfifn. inga. Er það sýndi sig, að samn- ingar myndi eigi nást þrátt fyrir mikla bið var ákveðið, að læknarn- ir tækju gjald fyrir störf sín sam- kvæmt gjaldskrá Læknafélags Reykjavíkur og var það gert frá 1. ágúst 1965. Tryggingastofnun rík- isins óskaði þá eftir að málinu yrði skotið til gerðardóms samkvæmt ákvæðum 51. gr. almannatrygg- ingalaganna. Var á það fallizt af læknum að Jeggja málið fyrir gerð ardóminn. Hinn 20. þ. m. var kveð inn upp dómur í málinu. Féllst meirihluti gerðardómsins á skoðan ir Tryggingastofnunar ríkisins og ákvað. að fyrir nætur- og helgidaga varðstöður lækna skyldu sjúkra- samlögin greiða fast árgjald kr. 26.00 fyrir hvern samlagsmann og kr. 10.00 fyrir hvert barn á fram- færi samlagsmanna auk vitjunar- gjalds kr. 110.00 fyrir hverja vitj- un. Samkvæmt gerðardómnum verða heildargreiðslur til lækn- anna allra því aðeins kr. 9.697.83 á mánuði fyrir varðstöður allar næt- ur frá kl. 17.00 að kveldi til kl. 8.00 að morgni, alla laugardaga frá hádegi og alla lielgi- og frídaga. Ennfremur ber læknum fyrir þetta gjald að leggja til afnot af síma, lækningastofu og öðru, er til þarf svo og leggja til bifreið ef í vitjun er farið. Er ljóst að slíkt er óvið- unandi. Hefur dómi gerðardómsins nú verið sagt upp frá 1, janúar 1966 að telja. ICínverjar... * Framhald af 1. síðu Forsætisráðherra Indlands, Lal t Bahadur Shasti-i sagði á fundi í stjórn Kongresflokksins í Nýju Delhi í dag, að Indvei’jar styddu enn sem komið væri tillöguna um aðild Kína að SÞ, en bætti þv'í við að ósennilegt væri að málið kæmi fyrir yfirstandandi Allsheyi arþing. Forsætisráðherrann lýsti því yfir, að Indverjar styddu sér hverja ályktunartillögu á vettvan^i SÞ er fæli í sér fordæmingu á brotum Kínverja á mannréttind- um í Tíbet. Hann sagði, að aga yrði Kínverja og að heimurinn vildi frið. Þess vegria vildu Inqt vei-jar aðild Kína að SÞ. Reynið nýju Tempo filter-sígaretturnar Tempo er með nýrri tegund af filter, sem veitir ytSur meiri ánœgju, mildara og betra bragð. Tempo eru framleiddar úr úrvals tóbaki. Tempo eru framleiddar af stœrstu sígarettu- framleiðendum Bandaríkjanna,. r • nyju Tempo Vm i Tempo filter-sígaretlurnar ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. sept. 1965

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.