Alþýðublaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 2
Iieimsfréttir .....sidlGstliána nótt ★ NÝJU DELHI: — Indverska landvarnaráðuneytið sakaði Pakistana enn í gær um brot iá vopnahléssamningnum á ýms- nm stöðum og um hernaðaraðgerðir inn á indverskt land. Sendi iherra Pakistans í London sagði í New York, að ef indverskar íiersveitir gerðu árás á Chamb-svæðinu í Kasmír innan 24 tírna anundu pakistönsku hersveitirnar ekki hörfa úr stöðvum sínum. MacVeagh 1941-42, Morris 1942—44, Dreyfus 1944—46, Butrick 1948—49, ★ PEKING: — Forsætisráðherra Kína, Chou En-lai, sagði í gær, að „að um fþessar mundir ríkti lágætt toyltingarástand í lieiminum". t ræðu er Chou hélt fyrir fulltrúum, sem komnir eru til Peking að faka þátt í hátíðáhöldum í tilefni af 16 ára af- tmæli Kínverska alþýðulýðveldisins nefndi Chou margar þjóðir í Asíu, Afríku og víðar, sem gætu reitt sig á „eindreginn stuðn- ing Kínverja í baráttunni gegn lái'ásarstefnu Bandaríkjanna". ★ SAIGON- — Bandarísk flugvél var í dag skotin niður yf- ir Norður-Vietnam og að því er ígóðar heimildir herma grandaði etdflaug flugvélinni. Ef þetta reynist rétt er hér um að ræða tfjórðu bandarísku flugvélina, seim grandað er með eldflaug síð- <an Bandaríkjamenn hófu loftárásir á Norður-Vietnam í febrúar. ★ LONDON: — Ian Smith, forsætisráðherra Rihodesíu, held ur til London i næstu viku að freista þess að neyða torezku stjórn ína til að veita Rhodesíu, ,sem er sjálfstjórnarnýlenda, sjálfstæði. Heimsókn hans er talin toenda til þess, að Smith sé staðráðinn í iað gera lokatilraun til að fá Breta að fallast á sjálfstæði, að öðr- um kosti lýsi hvítir íbúar landsins sennilega yfir sjálfstæði ein- CUiða. ★ HANNOVER: — Brekkur hervörður var á landamærum Austur-Þýzkalands nálægt Göttingen í gær þar eð a-þýzkir landa mæraverðir hótuðu að leggja hald á Mtinn veg á vestur-þýzkri grund. ★ NEW YORK: — Utanríkisráðherra Líbanons, Georges Hakim, sagði á Allsherjarþinginu í gær, að land hans mundi thjálpa þjóðum Aden, Suður-Arabíu, Oman og nýlendum Portú- <gala í Afríku að losa isig undan nýlendustjórn. ★ HAYNEVILLE, Alabama: — Kvikdómur skipaður hvítum anönnum söknaði í gær Ttoomas Coleman aðstoðarlögreglustjóra af ákæru um að hafa myrt hvítan guðfræðistúdent og baráttu- tnann mannréttinda, Jonattoan Daniels að nafni, fyrir utan verzl un eina í Hayneville 20. ágúst sl. Flutti ráðherra kveðju frá Rusk t tilefni af því að á þessu ári cru liðin 25 ár síðan ísland og Bandaríkin toófu formleg sam- skipti sín á milli með opnun ræð ismannsskrifstofu í Reykjavík af hálfu Bandaríkjastjórnar, og aðal i*æðismannsskrifstofu í Nevv York af tslands hálfu, gekk ambassador Bandaríkjanna hér, toerra James Penfield í dag á fund Emils Jóns sonar , utanríkisráðherra og flutti honum bréf með kveðjum frá Dean Rusk, utanríkisráðlierra Bandaríkj anna. í bréfi þessu lýsir Dean Rusk ánægju sinni yfir því, að á þessum érum hafi gagnkvæm virðing, skiln ingur og samúð meðal þessara tveggja þjóða farið sívaxandi, en vekur jafnframt athygli á, að þessi einkenni séu einmitt óhjá kyæmileg skilyrði fyrir vinfengi rrnjli bæði einstaklinga og þjóða. Þakkar ráðherr-ann þetta ekki sízt þvt, hversu vel starfsliðunum við .sendiráð beggja ríkja hafi tekizt að leysa af toendi skyldustörf síh Emil Jónsson hefur flutt lierra Rusk þakkir fyrir þessa kveðju cg jafnframt tjáð honum, að ís lenzka þjóðin kunni að sínu leyti vel að meta þau vináttutengsl sem skapazt hafa milli þessara þjóða bóðum megin við Atlants hafið á undanförnum aldarfjórð- ungi. (Frá utanríkisráðuneytinu.) Lavvson 1949—54, Muccio 1954—59, Thompson 1960—1961, Penfield síðan 1961. Stjórnmálasamband við Bandaríkin 25 ára UM ÞESSAR MUNDIR minnast Bandaríkjamenn á íslandi þess, að fyrir 25 árum var tekið upp stjórnmálasamband milli íslands og Bandaríkjanna. Amerískur leik fIokkur mun sýna í Reykjavík í þessu tilefni, og móttaka verður í bandaríska sendiráðinu. Kveðjur hafa borizt frá nokkrum fyrrver andi sendimönum Bandaríkjanna hér á landi. Það var bein afleiðing heimsó- friðarins, að Bandaríkjamenn beindu athygli sinni til landanna við Norður Atlantshaf á árinu 1940 Voru meðal annars sendir tveir ungir menn til Grænlands og ís lands til að setja upp ræðismanns skrifstofur. Hingað kom maður að nafni Bertil Kuniholm, en til Grænlands var sendur James Pen field,' sá hinn sami sem verið hef ur ambassador á íslandi í fimm ár. Ófriðurinn lokaði Evrópu og Bretland stóð í stórræðum, svo að íslendingum varð um sama leyti nauðsynlegt að taka upp stórauk ið samband við Ameríku. Vilhjálm ur Þór var skipaður fyrsti ræðis maður íslendinga vestra, en Thor Thors tók við af honum og varð síðan sendiherra og loks ambassa dor. Á sama tímabili og Bandarík in sendu átta menn til íslands sem fulltrúa sína, livern á fætur öðr um, var Thor Thors einn vestra til æviloka, en nýlega hefur Pétur Thorsteinsson tekið við starfi sem ambassador í Washington. Hinir bandarisku sendiherrar Framhald á 15. síðu. HVERGI GOS Á MIÐHÁLENDI Reykjavík OÓ. SNEMMA í gærmorgun barst Ve'ðurstofunni tilkynning frá veð urathugunarstöðinni á Hveravöllum þess efnis að þaðan sæjust miklir gosmekkir austur af Hofsjökli. Sennilegast þótti að gosiff ætti upptök sín í Öskju. Við nánari athugun kom í Ijós að ekkert gos var á þessuni slóðum, heldur var hér um að ræða skýjamynd- anir, sem villtu veðurathugunarfólkinu sýn. Strax um morguninn flaug Agn ar Koefoed Hansen austur yfir upp gefnar gosstöðvar. Með honum voru Sigurður Þórarinsson, Björn Pálsson flugmaður og Birgir Kjar an. Austun af Hofsjökli var bjart yfir og gott skyggni og komu þeir hvergi auga á nein eldsumbrot eða merki þess að gos ætti sér stað á þessum slóðum. Skýja bakki lá milli Tungnafellsjökulg og Hofsjökuls og austur yfir Arn arfell. Talsvert hvassviðri var á þessum slóðum og tættust óreglu legir. skýjabólstrar upp úr bakkan um sem síðan hurfu annað slagið Þessa bólstra hefur veðurathug unarfólkið tekið fyrir gosmelcki. Þeir félagar flugu í sex til sjö þúsund feta hæð og sáu víða y£ ir og telja að hvergi geti verið um gos að ræða á þessum slóðum. Emil Jónsson utanrikisráð herra og Penfield sendilierra Bandaríkjanna á íslandi. Bandarísk flugvél var í dagr skot in niður yfir Norðar— Vietnam, og gúðar lieimildir herma að vél inni hafi verið grandað með eld flaug. Ef þetta reynizt rétt er hér um að ræða fjórðu bandarísku flugvélina, sem grandað er á þenu an hátt síðan loftárásirnar á Norð ur—Vietnam hófust í febrúar. Enn er ekkert vitað um afdrif flug mannsins. £ 1. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.