Alþýðublaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 4
taKsop Bltstjórar: Gylfl Grönda! (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trúl: Elður Guðnason. — Símani 14900 - 14903 — AugLýslngasíml: 14900. ABsetur: Alþýðuhúsið vlð Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið. Utgefandi: Aiþýðuflokkurinn. Hefndarstríð ENN HELDUR hið pólitíska hefndarstríð gegn Ouðmundi í. Guðmundssyni áfram og birta Tíminn og Þjóðviljinn ekki minna en tvær greinar á dag um Ikaup ríkisins á sýslumaunsbústaðnum í Hafnarfirði, Þó hafa nú verið gefnar yfirlýsingar, sem upplýsa málið, sivo að varla þarf frekar vitnanna við. Það hefur komið fram, að Hermann Jónasson á- ikvað að kaupa hús Guðmundar, eins og heimilt er samkvæmt lögum um embættisbústaði. Hafa sam- íkvæmt þessum lögum iverið keyptir eða reistir bú- ;staðir fyrir álla sýslumenn og bæjarfógeta á land- inu, nema þrjá. Það hefur einnig komið fram, að Hermann stað- festi gerð sína með bréfi, og þar tók hann nákvæm- lega fram, hvemig meta skyldi húsið. Þeir tveir menn, sem framkvæmdu matið, fóru nákvæmlega eft ir forskrift Hermanms. Augljóst er á þessu máli, að kommúnistar ætla sér jað nota það sem seinasta tækifæri til að sverta Guð- mund í. Guðmundsson, áður en hann fer til hinna Jnýju skyldustarfa isinna í London. Þeir stunda enn hina gömlu rógsiðju í þeirri von, að geta þannig kné- sett andstæðinga sína, isem þeir ekki ráða við í mál- 'efnalegum umræðum. Þess vegna fordæmir almenn iingur þessar árásir. Hafrannsóknir ÞRJÚ sovézk hafrannsóknaskip eru í heimsókn í Reykjaivik á ferðum sínum um norðanvert Atlants- haf. Eru rannsóknir þeirra hluti af hinu alþjóðlega Ijarðeðlisfræðiári, sem raunar hefur teygzt á þriðja ialmanaksár. Ber þessi heimsókn vott um hinn vax- 'andi áhuga, sem er á rannsóknum úthafanna, er þekja mikinn meirihluta jarðarkringlunnar. Er sá áhugi raunar jafn mikill vestan hafs sem austan. Himir rússnesku vísindamenn segja, að enn hafi aðeins 3—4% af heimshöfunum verið rannsökuð, og telja þeir sig munu hafa ærið venkefni allt fram á grafarbarm. Er það mála sannast, að maðurinn hef- ur til skamms tíma vitað ótrúlega lítið um eðli sjáv- larins eða líf í honum. Ætti þessi staðreynd að vera augljós Islendingum, sem lifa af isjávarfangi, enda þótt brjótstvit og gamlar kreddur hafi ekki skort á þessu siviði. íslendingar eru nú að endurskipuleggja rann- jsóknamál sín undir forustu nýskipaðs rannsóknaráðs. í framtíðinni verður nauðsynlegt að gera meira á- tak í rannsóknamálunum en hingað til, og hlýtur þá jað verða lögð mikil áherzla á haf- og fiskirannsóknir, þar sem hafið gegnir svo veigamiklu hlutverki í lífi bg afkomu þjóðarinnar. 4 1. okt. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐiÐ PAÐ ER SAMA, HVE HLASSIÐ ER ÞUNGT... BEDF0RD SKILAR ÞVÍÁ ÁFANGASTAÐ! ávallt fáanlégurmed stuttum fyrirvara Véladeild ooooooooooooooooooooooooooooooo<> * Dr. lakob um aff útvarpa jarðarfararathöfnum. ir Of mikil eyffsla og tildur. ir Vil heldur vera einn. ir Gildra við Elliðaárnar. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO' EINN PRESTUR hefur tekið til máls um það hvort útvarpa eigi jarðarförum, séra Jakob Jónsson, hér í blaðinu. (Ég vil nóta tæki færið til þess að óska honum til hamingju með doktorinn). Séra Jakob hefur aidrei verið myrkur í máli og ég vil undirstrika um mæli hans með því að birta það af þeim, sem mér finnst mestu máli skipta í þessum greinum. Séra Jakob segir: „AF HVERJU vilja menn út- varpa jarðarförum? Ein ástæðan getur verið sú, að menn vilji fylgja tízkunni. Og mönnum er vorkunn. Dæmi eru til þess, að fólk, sem á að sjá um jarðarfarir, verður jafnvel enn viðkvæmara en ella fyrir umtali heimsins, því að það vill ekki undir neinum kringum stæðum liggja undir því ámæli, að það vanræki nokkuð, sem mætti verða til virðingar hinum látna. Það er sjálfsagt ekkert einsdæmi að menn leiðist af þessum orsök- um út í öfgar og iburð. OG SVO UNDARLEGT sem það kann að virðast, er eins og menn þekki sjálfa sig afar illa í þessum efnum. Maður, sem lætur ekkert tækifæri ónotað til að bölsótast yfir kostnaði og íburði við jarðar farir, er vís til þess, að ef til á að taka, að biðja um kistu af dýrustu gerð, hafa hóp af einsöngvurum, biðja um hálfa eða heila sálma bók til söngs, og sem allra stærst an söngflokk. OG AUÐVITAD útvarp. Þarna er útvarpið orðið liður í óhófleg um íburði, sem út af fyrir sig er alltaf smekkleysi. Jarðarförin á að vera látlaus athöfn, tildurslaus, og einföld að gerð. NÚ GERI ÉG RÁÐ FYRIR, að fæstir vilji kannast við, að þeir óski eftir útvarpi jarðarfarar af þessum ástæðum. Venjulega er það gert vegna fjarverandi ástvina, og stundum aðeins vegna eins manns sem er þannig settur að liann get ur ekki verið viðstaddur útförina Hér er sjálfsagt svo margt sinnið sem skinnið. MÉR FINNST SJÁLFUM að mig myndi ekki langa til að hlusta á söng og líkræðu frá kirkju þar sem verið væri að jarða einhvern mér nákominn. Ég myndi heldur óska eftir tækifæri til að vera einhvers staðar einn út af fyrir mig með hugsanir mínar og bæn ir. ÉG HEF FENGH) nokkur bréf um þetta mál, en þau segja varla annað en það sem sagt hefur ver ið áður. Það skal þó sagt, að allir fordæma bréfritararnir það, að út varpið skuli fara í manngreinará lit í þessu efni. HÆTTULEG GILDRA er við EU iðaárnar, hún mun valda slysum ef ekki verður úr bætt. Þegar kom ið er niður nýja veginn eftir brekk unni, endar hann á krappri beygju inn á aðalbrautina yfir brúna. Nýi Frh. á bls. 15.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.