Alþýðublaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 13
jiÆJARBí
-= Síml 50184.
(The Empty Canvas)
Nakta léreftið
Óvenju djörf kvikmynd eftir skáld
sögu Albertos Moravias „La Novia“
Horst Buchholz
Catherine Spaak
Bette Davis
Sýnd kl. 7 ag 9.
Bönnuð innan 16 ára.
Sími 50249.
Maðurinii frá Rió
Víðfraeg og höjrkuspennaedi ný
frönsk sakamálamynd í litum.
íslenzkur texti.
Aðalhlutvenk:
Jean-Paul Beimondo
Bönnuð börnum:
Sýnd kl. 6.50 og 9.
wmsm.
Náttfata-party
Fjörug ný músik og gaman-
mynd í litum og Panavision með
Tomrny Kirk, Annette.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
T rúlof uuarhringar
Sendum gegn póstkrofn
Fljót afgreiðsla.
Guðm. Þorsteinsson
gullsmiður
Bankastræti ÍS.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
FYRSTI KAFLI.
— Heilataugarnar eru . . .
Kennslukonan í hjúkrunar-
kvennaskólanum hætti fyrirlestr-,
inum og andvarpaði óþolinmóð.
Systir Standing, reynið að halda
yður vakandi! Hve oft neyðist ég
til að minna yður á að þér eruð
í kennslustofu en ekki svefnher-
bergi?
Eg rétti úr mér. — Afsakið,
systir.
Systir FS starði á mig. — Þar
sem þér eruð vöknuð, systir, er
bezt að þér farið út í snyrtiher-
hergið og lagið kappann yðar.
Hann er í þann veginn að detta.
Svo skuluð þér koma aftur — og
skrifa niður það, sem þér hafið
misst af. Eg get ekki látið bekk-
inn sitja og bíða meðan þér lag-
færið á yður hárið.
— Nei, systir, fyrirgefið, syst-
ir, sagði ég.
Hún leit aftur á mig. — Mér
finnst þetta leitt; þetta er ekki í
fyrsta skipti, sem þér sitjið hér
dreymandi í tíma, og það er held-
ur ekki f fyrsta skipti, sem ég
hefi neyðzt til þess að segja yð
ur, að kappinn á að skýla liári
yðar en ekki eyrunum. Eg vona,
að ég þurfi ekki að minna yður
á þetta aftur, ungfrú Standing,
bætti hún kuldalega við.
— Nei, systir, ég á við, já,
systir . . . stamaði ég.
Hún kinkaði stuttlega kolli og
ég fór út úr kennslustofunni. Eg
hafði heyrt fyrirlesturinn, en ég
hafði líka setið og starað út um
gluggann að sjúkrahúsinu, sem lá
hinum megin við garðinn. Eg
hafði gott útsýni frá borðinu
mínu, og það, sem ég sá, hélt mér
sem dáleiddri. Það var eins og að
horfa á kvikmynd. Eg sá hvíta
kappa systranna hreyfast fyrir
framan gluggana, hvltklædda
læknana, sjúkrabílana sem óku
upp að húsinu, stöðugan straum
stúdenta með bækur undir liand-
leggnum, sjúklinga, sem komu og
fóru og stórt steinhúsið sem var
St. Martin sjúkrahúsið í London.
Og brátt átti ég sjálf að lelka
hlutverk í þessari kvikmynd, þar
sem ég átti eftir að vera næstu
fjögur árin í sjúkrahúsinu.
En — ég fengi ekki að koma
inn í sjúkrahúsið, ef ég stæðist
ekki prófið í næstu viku, sagði ég
við sjálfa mig, meðan ég reyndi
að laga kappann fyrir framan
spegilinn. Prófið það vofði yfir
mér eins og ógnandi martröð.
Það var rétt, sem systir FS sagði,
hún varð oft að tala við mig út
af kappanum og því hve ég var
utan við mig. Eg hafði reynt að
vinna bug á því síðast nefnda, en
án árangurs. Og litli, stífi kapp-
inn neitaði að lialdast á sínum
1
stað, á ljósa, mjúka hárinu mínu.
Eg hafði reynt hárnálar og spenn-
ur, brilliantin og margt fleira, en
það var til einskis. Litli, stífi lér-
eftskappinn reis upp af höfði
mínu tveimur mínútum eftir að
ég hafði nælt honum niður — og
systir FS hélt áfram að andvarpa
yfir mér.
Eg festi fjórar spennur í röð
meðfram kantinum á kappanum
að aftan og vonaðist til þess að
það yrði nægilegt til að halda
honum á sínum stað, það sem eft-
ir lifði kennslustundarinnar.
WWMWWHMMWMWWMWIi
SÆNGUR
REST-BEZT-koddW
Fndumýjum |tadi
gængramar, etgam
dún- og flSarbeld w.
SeUum æðarðfiw* «
ræsaðfinssænsnr —
og kodda af ýmsnat
atærðnm.
DÚN- OG
FIÐURHBEINSUH
VatnsstiK S. Simt 1*7«.
lamWMMmMMMMMMWM
Svo gekk ég inn í stofuna, en
um leið hringdi bjallan út. Hinir
nemendurnir risu á fætur og
gengu út, nema ein þeirra, Jose-
phine Forbes, sem nam staðar við
borð mitt og hvíslaði:
— Eg hef skrifað allt niður,
Rose, ef þú vilt fá glósurnar
mínar lánaðar.
Systir FS horfði á okkur.
— Systir Forbes, ef þér eruð
að bjóða systur Standing að lána
henni glósurnar yðar, neyðist ég
til að banna yður það. Eg vil ekki
að nemendurnir fái lánaðar glós-
ur hver hjá annarri. Systir
Standing getur sjálf lært það sem
hún fór á mis við fyrir subbu-
legt útlit sitt. Hún leit á töfluna
að baki sér. — Hér stendur það,
sem þér þurfið að vita, systir
Standing.
Við Josephine sögðum í kór:
— Já, systir, afsakið, systir.
Svo fóru þær og ég skrifaði niður
það sem á töflunni stóð'og teikn-
aði upp myndir syslur FS. Eg að-
gætti hvort allt væri rétt hjá mér
og fór inn í matsalinn, meðan ég
endurtók í huganum nöfnin á
heilataugunum.
Eg fékk mér bolla af kakó og
hrúgu af brauðsneiðum. Svo sett-
ist ég niður við hliðina á Jose-
phine. Hún leit skelfingu lostin
á brauðsneiðarnar og sagði:
— Varstu svelt heima, Rose?
Hvernig ferðu að því að borða
þetta allt saman, — án þess að
fitna?
— Eg er alltaf svöng, sagði ég
afsakandi, — og auk þess horast
ég af áhyggjum. Eg verð skelf-
ingu lostin, þegar ég hugsa um
prófið í næstu viku. Eg veit að
ég stenzt það ekki. Og ef ég
skyldi standast skriflega prófið
fyrir eitthvað kraftaverk, þá
missi ég annað hvort kappann
minn eða helli einhverju yfir
lijúkrunarkonuna í munnlegu
prófunum.
Josephine, sem var afar hagsýn
og skynsöm, ung, stúlka, sagði, að
ég yrði að gæta á mér handanna
í munnlega prófinu. — Þú verð-
ur að hafa hendurnar fyrir aftan
bak og svara spurningunum og í
guðanna bænum, reyndu að
sleppa öllum dagdraumum. Syst-
ir FS liorfði margsinnis á þig
FATA
VIÐGERÐIR
Setjum skino á jakka
auk annarra (ata-
viðgerða
Sanngjarnt verð.
\EFNALAug
lass n
AÚSTUff]3Æ.\JAjj
Skipholt 1. — Sfml &«>«.
SÆNGUI
Endurnyjum gðmlu sængnraar.
Seljum dún- og fiðnrheld w.
NÝJA FIDU RHREINSUNHf
Hverfisgötu 57A. Siml 1*7S«
áður en hún skammaði þig. Þfi
varst alls ekki með, Rose, þú
sazt bara og starðir út um glugg
ann og svo lokaðirðu augunum
eins og þú ætlaðir að fá þér smá-
blund.
— Eg loka alltaf augunum,
þegar ég er að hugsa, mótmæll
ég. — Eg hlustaði á það, sera
FS sagði. Eg get vel hlustað með
eyrunum, þó ég horfi á annað
með augunum. Og Josephine, ég
leit á hana, — ég sat og horfði
á sjúkrahúsið. Þú veizt ekki hve
það leit spennandi út í morgun.
Það var eitthvað óvenjulegt fi
seiði, fullt af sjúkrabflum og
börum og læknum. Það var eins
og að sjá tjaldið lyftast á undan
fyrsta þætti — og ég hélt áfram
að segja henni frá kvikmyndinni
minni.
— RoseH Hún hrlsti höfuðið.
Ef þú færð ekki kappann til að
sitja á kollinum á þér og hefur
augun opin í tímunum, verður þú
aldrei leikari í þessari kvikmynd.
Þú verður að einbeita þér að
prófinu, ef þú stenzt það ekki,
verður þú aldrei hjúkrunarkona.
Og ef þú stendur þig ekki í tím-
anum lijá systur í dag, færðu
ekki einu sinni að reyna prófið.
Gættu þín á ullarteppabaðinu>
og helltu ekki vatni yfir allt
rúmið, eins og þú gerðir siðast.
/í;
\U ))
$W’
i l!\,w/ 'í ■ --
/ '7sv—•
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 1. okt. 1965 |,3