Alþýðublaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 01.10.1965, Blaðsíða 11
Undankeppni HM í hand- knattleik lýkur 21. marz Eins og skýrt liefur verið frá hefst undankeppni HM í handknattleik karla í haust og lýkur 27. marz 1966. Úrslitakeppnin fer fram í Svíþjóð 1967, hefst 12. janúar, en úrslitaleikurinn verður 21. janúar. Rúmenía-Noregur 62,5 - 43,5 stig í gærkvöldi hófst landskeppni Norðmanna og Rúmena í frjálsum íþróttum. Eftir fyrri dag hafa Rúm enar betur, 62.5 stig gegn 43.5. Árangur var frekar slakur hjá Norðmönnum, þeir töpuðu fimm greinum tvöfalt og sérstaka athygli vakti, að hvorki Rasmussen eða Arntsen tókst að kasta spjóti yfir 70 m. og hlutu þriðja og fjórða sæti. Bunæs vann 400 m. á 47.8, Weum 110 m. grind á 14.3 sek. og Björn Bang Andersen kúluvarp 17.48 m. og það voru einu afrek Norðmanna, sem athygli vöktu. Blotiu, Rúmeníu sigraði í 1500 m. á 4 mín. réttum. Keppnin fór fram í Timisoara í Rúmeníu í ágætu veðri. Svíar, Rúmenar sem heimsmeist arar og Japanir, eina þátttöku- landið frá Asíu, komast beint í úr slit. Bandaríkin og Kanada leika um það hvort landið fer í úrslit, einnig Túnis og Egyptaland og Júgóslavía og ísrael. Önnur Evrópulönd, sem þátt taka í keppninni, 19 alls þreyta undankeppni í fimm riðlum, en tvö beztu í hverjum riðli fara í úr- slitakeppnina. Leikið verður heima og heiman. Riðlaskiptingin er sem hér segir: A-riðill: Tékkóslóvakía, Noregur og Austurríki. B-riðill. Vestur-Þýzkaland, Sviss, Hoiland og Belgía. C-riðill: Sovétríkin, Austur-Þýzka- land og Finnland. D-riðill: Danmörk, ísland og Pól- land. E-riðill: Ungverjaland, Frakkland og Spánn. í byrjun apríl verður dregið í riðla úrslitakeppninnar, en það verður gert á handknattleiksþingi í Kaupmannahöfn. Leikir undankeppninnar verða alls 42, en í úrslitabaráttunni verða þeir 36 talsins. Úrslitakeppn in fer fram i Gautaborg, Málmey, Kiruna og Stokkhólmi. oooooooooooooooooooooooooooooooo I. DEILD FRÁ UPPHAFI ÞAR SFM framundan er úrslitaglíman í I. deild miUi KR og ÍA, en reglulegum deildarleikjum að öðru leyti lokið. er rétt á heildarútkomuna frá því að 55. ðan er þessi: keppni hófst í KR 90 53 21 16 254:117 127 st. ÍA 90 56 13 21 254:139 125 st. Valur 90 39 20 31 173:170 98 st. Fram 90 28 22 40 136:163 78 st. ÍBK 55 17 12“ 26 96:120 46 st. ÍBA 60 19 8 33 107:145 46 st. Þróttur 25 2 5 18 25:88 9 st. ÍBH 20 1 4 15 17;62 6 st. Víkingur 10 2 0 8 15:39 4 st„ ÍBÍ 10 0 1 9 2:26 1 st. Hér er alls um að ræða 270 Ieiki á 11 árutn og mörkin eru samtals 1079. Aukaleikir eru ekki taldir með. Frekari útskýr- ingar ættu að vera óþarfar, en benda má þó á, að jafnari getur útkoma KK-inga og Akumesinga ekki verið: jafnmörg mörk skoruð og tveggja stiga munur á 11 árum! foooooooooooooooooooooooooooooooo Hópavogur Börn eða unglingar óskast til að bera Al- þýðublaðið til kaupenda í Kópavogi. — Uppl. hjá útsölumanni í síma 40319. ÆFINGAR GLÍMUDEILDAR ÁRMANNS AÐ HEFJAST Vðxandi glímuáhugi þeirra yngri Glímuæfingar Glímudeildar Glímu félagsins Ármanns hefjast í byrj- un október og munu fara fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 7—10.30. Verða þær tvíþættar, eins og áður, annars vegar æfingatímar eldri glímumanna og hins vegar drengja. Þeir yngri verða í tveim fyrri tímunuin en eldri í síðari tímun- um frá kl. 9. Æfingar verða við það miðað- ar, að auka þrek og þol, lipurð og færni, jafnframt því sem léttleiki og fágun íþróttarinnar verða einn mikilvægasti þáttur þjálfunarinn- ar að áratugagömlum sið Ármenn- inga. Þjálfari eldri flokks glímu- manna deildarinnar hefur verið ráðinn hinn góðkunni glímumaður Gísli Guðmundsson, sem var í röð beztu glímumanna landsins um árabil og íslandsmeistari marg sinnis. Það orð fór af glímu hans, að hann glímdi einungis af fim- leik, snerpu og fegurð. Þá hefur einnig ráðizt til deild arinnar sem aðstoðarþjálfari glímu kóngurinn þekkti Rúnar Guð- mundsson, bróðir Gísla. Ekki þarf að frægja glímur hans fremur en bróður hans, því orðstýr góðs glímumanns lifir. Æfingatímar yngri flokks verða nú fjórir í viku í stað eins undan- farin ár. Var þessi fjölgun nauð- synleg vegna mikillar þátttöku og áhuga hinna verðandi glímumanna. Kennari yngri flokks deildarinn- ar verður Hörður Gunnarsson, eins og áður. Hefur honum tekizt á tveim árum' að þjálfa upp stóran hóp drengja, sem margir hverjir eru góð glímumannsefni. Æfingar hafa þeir sótt með ágætum og j 1 munu á síðastliðnum vetri allt að I 100 drengir hafa notið tilsagnar hans. INNANFÉLAGSMÓT í lok æfingatímabilsins síðari hluta apríl voru innanfélagsmót Ármanns háð en það eru hinar ár- legu Flokkaglíma Ármanns og Bik- arglíma Ármanns. í flokkaglimunni var glímt í þrem þ.vngdarflokkum karla, ung- lingaflokki og 5 aldursflokkum drengja. Alls voru þátttakendur 42. Sigurvegarar í einstökum flokk- um urðu þessir: í 1. þyngdarflokki karla: Hörður Gunnarsson, 2. fl. karla: Pétur Sigurðsson, og í 3. fl. karla: Guðm. Freyr Halldórss. Úr- slit í drengjaflokkum urðu þau, að í 1. flokki, 13—14 ára, sigraði Agn- ar Ásgrímsson; í 2. flokki 12—13 ára, Ágúst Einarsson; í 3. flokki, 11—12 ára, Sveinbjörn Garðars- son; í 4. flokki: 10—11 ára, Kjartan Ólafsson; og i 5. flokki, 10 ára og yngri: Gunnar Hilmarsson. Verðlaunapeningar og bikarar voru afhentir í karlaflokkum að lokinni keppni. | NiChih-Chin: | [ 2,23 m. í hás. [ í KÍNVERSKI stúdentinn Ni \ § Cliih-Chin stökk nýlega 2.23 \ I m. í hústökki segir í jréttum | I frá kinversku fréttastofunni 1 í Hsinhua. Árangurlnn er kln- = | verskt met og næstbezti á- i i rangur í heimi, aðeins heims | | met Brumels, 2.28 m. er | Í betra. Ni Chih-Chin er 23 ára \ = gamall. riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimr ÞAÐ hefur verið lítill áhugi á glímunni undanfarin ár. Sl. vetur störfuðu þó -ýmis félög af miklum krafti,m.’a. Glímu félagið Armann, sem íagði mikla áhcrzlu á ’sefingar. þeirra yngstu. F-fölrriargir unglingar sóttu æfingar fé- lagsins og á þessari riíýnd sézt Kluti drengjanna, ásamt kennaranum, Herði'Gunnars- sýni, sem jafnframt er for- maður Glímudeildar Ár- manns. Bikarglíma Ármenns fór franv um miðjan maí. Tóku þátt í hennk 6 glímumenn. Sigurvegari varð' Pétur Sigurðsson. SKEMMTIKVÖLD FYRIR DRE NGI. Skemmtikvöld var haldið í mai- byrjun fyrir yngri flokkana, og voru þar afhent sigurlaun í ung- lingaflokki og drengjaflokkum. Auk þess, að þrír vinningaflestt* drengirnir í hverjum flokki hlytrh verðlaunapening, vann Agnar Ás- grímsson bikar til eignar, senv glímudeildin hafði gefið í þess» skyni. Ágúst Einarsson vann einn- ig til eignar fagran silfurbikar, eiv ■ hann hefur þrívegis í röð sigrað 1 i sínum flokki. Þá var Þorsteinl' Hraundal afhentur Sigurjónsskjöld urinn. Skemmtikvöld þetta sóttu millt 40 og 50 drengir, sem þágu veiting ; ar í boði glímudeildarinnar, horfði*. á kvikmyndir, auk fleira efnis, er haft var til fróðleiks og ánægju. GLÍMUSÝNINGAR í sumar hefur sýningarflokkur Glímudeildar Ármanns sýnt í 12 skipti, bæði glímu og forna leiki, við beztu undirtektir, hvort heldur sýnt hefur verið í Háskólabíói, að" Árbæ, Jaðri eða sérstakar sýning- ar hafa verið hafðar fyrir erlenda- ferðamenn við önnur tækifæri. 4 sýningarflokknum hafa verið frá- 12 til 25 glímumenn hverju sinni. ÆFINGAR i VETUR Æfingar munu fara fram F íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar,; Framhald á 15. síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 1. okt. 1965 jgf-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.