Alþýðublaðið - 12.11.1965, Page 10
SJÖNVÖRP — HEIMILISÚTV ÖRP — BÍLAÚTVÖRP — FERÐATÆKI
SÖLUUMBOÐ.
Reykjavík: Radíóver sf., Skólavörðust. 8,
Akranes: Verzlunin Óðiiin,
Keflavík: Stapafell,
Vcstmannaeyjar: Raftækjaverzlun Haraldar Eiríkssonar
EINKAUMBOÐ
GUNNAR ÁSGEIRSSON HF.
Suðurlandsbraut 16 — Sími: 35-200.
BBC útvegar gögn
gegn manninum er
hóf styrjoldina
Samkeppni
Áfeveðið hefur verið að efna til hugmynda-
samkeppni um merki Hagtryggingar hf., og
verða veittar kr. 10.000,00 fyrir valið merki.
Væntanlegir þátttakendur eru vi'nsamlegast
beðnir >að senda tillögur sínar í einum eða
tveimur litum og stærðinni 20pc20 cm, í lok-
uðu umslagi og undir dul'nefni, til skrifstofu
fyrirtækisins fyrir 10. des. n.k. Skýring á
dulnefni fylgi einnig í lokuðu umsiagi. Öll-
um er heimil þátttaka.
Stjórn félagsins mun sjálf skipa domnefnd.
HAGTRYGGING HF.
Bolholti 4, Reykjavík.
Systrafélagið Alfa, Reykjavík
heldur sinn, árlega bazar mánudaginn 15. nóvember í
Góðtemplarahásinu við Templarasund.
Bazarinn. liefur á tooðstólum hlýjan ullarfatnað barna og
einnig ýmislegt til tækifæris- og jólagjafa.
Allt, sem inn kemur fyrir bazarvörurnar, fer til hjúlpar
bágstöddum.
Bazarinn verður opnáður kl. 2.
Allir velkomnir.
j London, 10. nóvember
j (NTB-Reuter)
i Fulltrúi vestur-þýzkra dómsyf-
irvalda, dr. Westermann, skýrði
trá því í London í dag, að hann
mundi klippa og nota hluta af
iEvikmynd, sem brezka sjónvarpið
' (efur gert. Yfirvöld í Vestur-
! >ýzkalandi hyggjast nota þessa
1 iluta myndarinnar í leit sinni að
: yrrverandi majór úr SS, sem
i veðst hafa hafið heimsstyrjöld-
i ja síðari
Westermann skýrði frá þessu
(r hann hafði séð kvikmyndina
, Maðurinn sem hóf heimsstyrjöld-
i ja“ sem sýnd verður í brezka
æónvarpinu á fimmtudaginn.
Starfsmenn brezka útvarpsins
og sjónvarpsins, BBC, hófu gerð
kvikmyndarinnar þegar þeir höfðu
leitað uppi Alfred Naujocks fv.
major, sem er búsettur í Hamborg.
Hann hefur falið sig vendilega og
býr m.a. á-bak við tvennar dyr,
sem haldinn er vörður um með
rafeindatækjum og öðrum örygg-!
isútbúnaði, sem minnir á glæpa-
sögur.
Naujocks, sem nú er 54 ára
að aldri, hefur sagt frá því hvern-
ig hann hleypti heimsstyrjöldinni
af stað með árás, sem sett var á
svið, á þýzka útvarpsstöð skammt
frá landamærum Póllands 1939.
Eftir styrjöldina var hann dæmd-
ur í fjögurra ára fangelsi fyrir
njósnir. Hann afplánaði dóminn,
en síðan hefur verið lýst eftir!
honum í nokkrum löndum.
í kvikmyndinni segir Naujocks
frá því hvernig hann stjórnaði
árás hóps Þjóðverja á útvarps-
stöðina 31. ágúst til þess að til-
kynna á pólsku að Pólverjar hefðu
ráðizt á Þýzkaland. Sendingin var
síðan flutt á þýzku um allt Þýzka-
land og veitti þetta Hitler nauð-
synlega átyllu til að ráðast á Pól-
land.
MinjasafBi . . .
Framhald af 2. síðu
geta þess, að hinn nýlátni safnari
Andrés Johnson í Hafnarfirði
hafði lagt grundvöll að merkja-
og myntsafni, sem nú hefur ver
ið komið fyrir, og dregur ávallt
að sér athygli yngri safngesta,
þar í er einka bréfamerki, jóla-
merki og síldarmerki, en Jón Páls
son tómstundakennari gaf stofn
inn að ísl. myntsafninu. í þessu
sambandi er þess líka að geta,
að lokið er uppsetningu og skrá
setningu verðlaunagripa og íþrótta
peninga Magnúsar Guðbjörnsson
ar hlaupara, afhent af syni hans
Björgvin skólastjóra að Jaðri. í
einum sýningarskáp 145 peningri’
en alls um 400 munir nú skrásett
ir, ánafnaðir Minjasafni og Árbæj
arsafni af hinum látna. Verðmæt
ust muna, sem safninu hafa á
skotnast í seinni tíð, verða talin
tvö málverk eftir Nicolas Pocock,
hinn fræga enska sjómyndamál
ara, keypt í London, og sýna
Reykjavík 1789. Myndirnar eru
málaðar eftir frumteikningu frá
Stanley-leiðangrinum það ár.
Þetta eru elstu myndir af Reykja
víkurbæ ef frá eru taldar vatns I
litamyndir Sæmundar Hólms 1781
og einu heimildir sjónarvotts um
útliti Hólavallaskóla og kirkjunnar
við Aðalstræti. Eftirmyndir af
myndum Sæmundar, sem varð-
veittar eru í Landsbókasafni, hef
ur Aage Nielsen-Edwin myndliöggv
ari gert fyrir safnið ásamt yfir
lits mynd yf>r bæinn 1801.
Eins og frá hefur verið skýrt
fannst eldstó í húsinu Austur-
stræti 22 við breytingu á verzi
uninni Herrabúðin. Þorgrímur
Tómasson verzlunarstjóri Herira
búðarinnar gerði minjaverði að-
vart um fundinn og í samráði við
dr. Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörð var afráðið að Minjasafn borg
arinnar tæki mannvirki þetta í um
sjón sína, þannig bað fongi að
standa óhreyft í hús'nu. Viðgerð
á eldstónni annaðist Hans Blomst
erberg múrarameistari, en þar
hefur verið komið fyrir gömlum
eldfærum, katli, þrífót og pottur
hangir í hóbandi. Eldstóin er frá
byggingarárum hússins 1801 og
reiknast því elzta óbreytt mann
virki í borginni. Er ánægjulegt til
þess að vita, að svo einstætt mann
virki í sögufrægu húsi skuli fá að
geymast enn um stund í miðbiki
borgarinnar. Síðar verður hægt
að fjarlægja eldstóna í heilu lagi
til varðveizlu í Árbæjarsafni.
(Frétt frá Minjasafni Reykjavík
ur.)
Samn. við Pólverja
Framhald af 3 -ooi
land og Pólland gerðu með sér í
fyrra náðist við tímabilið 1. okt.
1964 til 1. okt 1965, en var fram-
lengdur til 15. nóv. Á síðasta
samningsári fluttu íslendingar tii
Póllands eftirtaldar vörutegundir.
5 þús. tonn af freðsíld, rúm 2
þús. tonn af saltsíld, rúmlega 7
þús. tonn af mjöli, fiskimjöli og
síldarmjÖli, 3600 tonn af lýsi og
nýlega voru flutt til Póllands 30
þús. stk. af söltuðum gærum. Alls
voru fluttar út til Póllands vörur
fyrir 135 millj, kr., en frá Pól-
fandi fluttum við inn vörur fyrir
rúmlega 100 millj. kr. Frá Pól-
landi kaupa íslendingar aðallega
timbur, járn, kol og vefnaðarvöru.
Á síðasta samningsári var samið
um kaup á tveim dráttarbrautum
frá Póllandi og útlit er fyrir að
keypt vwði ein eða tvær til við-
bótar.
Af þeim sem þegar hefur verið
samið um kaup á verður önnur
sett niður í Njarðvikum og hin í
Neskaupstað og í athugun er
Iivort ein verður keypt til Hafn-
arfjarðar.
Viðskipti landanna hafa farið
sívaxandi enda þótt ýmsar af
þeim vörutegundum sem við flytj-
um inn frá Póllandi hafi verið
settar á frílista.
ILLINN
Rent an Icecar
Sími 1 8 8 33
£0 12. nóv. 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ