Vísir - 04.02.1959, Blaðsíða 6
V I S 1K
Miðvikudc
. 4. febrúar 1959
wisxis.
\ w « <
Oteeranm HOAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.f
Visxr kemur ui -1(111 uaga á ári, ymisi h eða 12 niaðsiður
Ritstjór ue abvrgðarmaður: Herstemn Páls«nr.
y Sknístotui oiaðsins eru í Ingolísstræti
Ritjjtjórnarskní'stoíur blaðsins eru opnar frá kl. 8.00—18,00
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00
Aígreiðsla lngólfsstræti 3, opin frá kl. 9.00—19.00
Sími (11660 (fimm línurl
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði
kr. 2.00 eintakið í lausasölu
Félagsprentsmiðjan h.f.
Air sjcðir tómir.
Framsóknarmenn hafa löngum
haft þá iðju að telja lands-
mönnurn trú um, að enginn
maður kunni að fara með
opinbert fé nema Eysteinn
Jónsson. Þeir töldu hann
undrabarn á sínum tíma,
þegar þeir gerðu hann að
fjármálaráðherra nýkominn
úr skóla, og síðan hefir hann
verið þeirra mesta ,,séní“ á
fjármálasviðinu. Það er
raunar viðurkennt, að hann
er einkar laginn við að raka
fé í ríkissjóðinn, en hitt er
annað mál, hvort það ber
vitni um eitthvert sérstakt
fjármálavit. í rauninni er
aðeins hægt að segja, að
maðurinn sé hugkvæmur við
að finna upp nýja skatta eða
margfalda hina eldri.
Þeir, sem höfðu bjargfasta trú
á fjármálasnillinni, vökn-
uðu við vondan draum fyrir
fáum dögum, þegar fyrr-
verandi fjármálaráðherra
tók til máls á þingfundi og
gaf lýsingu á því, hvernig
umhorfs væri í fjárhirzlu
ríkisins. Hann sagði þá með-
al annars, að hagur ríkisins
væri með þeim ágæturn, að
allir sjóðir væru tómir, svo
að mikil vandræði blöstu viö.
Gat hann þess sérstaklega í
þessu sambandi, að hætta
væri á því, að margir rnenn
mundu missa íbúðir sínar, af
því að ekkert fé væri fyrir
hendi í veðmálakerfinu, sem
hjálpar mönnum til að eign-
ast þak yfir höfuðið.
Fleira þarf ekki að telja af því,
sem fyrrverandi fjármála-
ráðherra hafði að segja um
viðskilnað sinn og sam-
starfsmanna sinna. ,,Um-
bóta“stjórnin hafði skilið
þannig við, að gjaldþrot
blasti við mörgum mönnum
og í rauninni hefði hrun
atvinnuveganna fylgt á eft-
ir, ef stefna hennar hefði
fengið að ráða öllu lengur.
Samt gátu ráðherrarnir
komið fram fyrir þjóðina,
hver af öðrum, og lýst yfir
því, að allt væri í rauninni í
bezta lagi, því að aldrei
hefði verið auðveldara að
kippa öllu í lag en einmitt
nú. Kannske þeir hafi haft í
huga orðtakið: Þegar neyðin
er stærst, er hjálpin næst.
Minningarorð:
Þornióður EyfóifsscM*
B'í&ÍbÍSBtteS. ðssV’~
Fíóttinn hafinn.
En þrátt fyrir yfirlýsingar um
það, að aldrei væri auðveld-
ara að leysa vandann en
einmitt að undanförnu,
gerði stjórnin ekki tilraun
til þess. Framsóknarflokk-
urinn hafði ekki forustu um
að ráðizt væri til atlögu við
vandamálin, þrátt fyr-ir það,
hvað auðvelt það var, að
hans eigin sögn. Enginn má
þó ætla, að hann hafi verið
aðgerðariaus með öllu. Því
fór fjarri.
Ráðherrar flokksins tóku
nefnilega til fótanna, eins
og þeir hafa ætíð gert, þegar
í móti hefir blásið. í stað
þess að bregðast við vand-
anum eins og menn, hlupu
þeir frá öllu saman, án þess
að bera við að kippa því í
lag, og svo lýstu þeir yfir. að
samstarfsmennirnir ættu
alla sökina, það væru þeir,
sem hefðu hlaupizt á brott
frá vandamálunum.
Þetta er gamla sagan, að því
er Framsókn snertir. Hún
hefir jafnan hlaupið á brott
frá ábyrgðinni, þegar hún
hefir talið sér meiri hag i að
bera á aðra, að þeir hafi
svikið, sé ekki samstarfs-
hæfir og þar fram eftir göt-
unum. Það er orðið eitt
helzta .einkenni Framsókn-
armanna, hvað þeir eru
fljótir að taka sprettinn, en
þeir verða að aðgæta, að
menn geta átt á hættu að
vera dæmdir úr leik fyrir að
„þjófstarta“.
Þormóður Eyjólfsson, ræðis-
maður á Siglufirði er jarðsung-
iirn þar i dag. Með honum er
horfinn þjóðkunnur, glæsilegur
maður og einn merkasti borgari,
sem Siglufjarðarbær hefur átt.
Þormóður Eyjólfsson var fædd
ur 15. apríl 1882 að Mælifellsá i
Skagafirði. Foreldr-ar hans voru, !
Eyjólfur Einarsson og Margrét
Þormóðsdóttir. Synir þeirra
hjóna voru sjö, og eru nú þrír
eftir á lífi, þeir Sigurður Birkis,
söngmálástjóri, Jón Eyjólfsson
kaupmaður í Reykjavík og Einar
Eyjólfssón á Siglufirði.
Þormóður útskrifaðist frá
Flensborgarskólanum 1902 og
tók þaðan kennara próf 1904.
Meðan hann dvaldi við nám í
Flensborg, var hann þar einnig
söngkennari. 1 efra bekk Verzl-
unarsk’ólans var hann 1907—08.
• Á Siglufirði var ævistarf hans.
Þar hlóðust að honum fjöldi
| starfa fyrir rikið, opinberar stolh
anir og Siglufjarðarbæ.
| Hann var umboðsmaður Samá.
byi-gðar íslands, Brunabótafélags
Islands og Sjóvátryggingarfélags
iíslands frá stofnun alira þessara.
félaga. Hann var afgi-eiðslumað-
; ur Eimskipaíélags íslands írá
1924 og norskur í-Epðismaður frá
sama tima. Skrifstofustjóri sild-
areinkasölunnar var hann 1928.
Bæjarfulltrúi á Siglufirði var
hann frá 1930 og alltaf í fjár-
hagsnefnd. Mörg ár í hafnar-
nefnd og áratugi i niðurjöfnun-
arnefnd og skattanefnd og for-
maður beggja nefnda í mörg ár.
Þormóður var einnig i stjóm
Síldai-verksmiðja ríkisins frá
1930 og oftast formaður.
Fyrir Siglufjarðarbæ var hann
í einu orði sagt hinn merkasti og
ágætasti maður. Hann var líf og
lyftistöng bæjarins í hljómlistar-
málum og á sama hátt oftast for-
maður sóknarnefndar og forustu
maður í kirkjumálum. Söngstjóri
Karlakórsins Vísis var hann um
tuttugu ára skeið, og stofnaði
söngmálasjóð Siglufjarðar.
Noregskonungur sæmdi hann
St. Ólafsorðunni 1936 og stór-
riddari Fálkaorðunnar var hann
1942.
Þormóður Eyjólfsson fór marg
ar ferðir til útlanda i viðskipta-
og fjármálaerindum fyrir Siglu-;
f jörð og opinberar stofnanir.
Þormóður Eyjólfsson kvæntist
30. júlí 1911 Guðrúnu Önnu j
Björnsdóttur, mikilhæfri og á-!
gætri konu, sem lifir hann, dótt-
ur Björns bónda og .hreppstjóra á :
Kornsá í Vatnsdal Sigfússonar. j
Fyrir mörgum árum kom ég !
til Siglufjarðar og á ég ógleym-
anlegar minningar þaðan frá;
glæsilegu og góðu fólki, þá kynt-
ist ég þeim hjónum Þormóði og
frú Guðrúnu og varð það upp- j
hafið að þeirri vináttu, sem j
hélst svo óslitið eftir það.Sól- j
bjartar minningar eru tengdar
við hið fagra og íágæta heimili
þeirra.
Þau hjónin ólu upp tvær kjör-
dætur og einn fósturson og fjöldi
af börnum skyid og óskyld
dvöldu á heimili þeirra hjóna
lengri og skemmri tima.
Þormóður Eyjólfsson var fal-
legur maður, glæsilegt yfirbragð
og dagfar var honum i blóð bor-
ið. Hann var aðdáandi allra lista,
alls þess sem lyftir mannshugan.
um upp frá hversdagsstriðinu,
lýsir upp og Ijómar. Hann var
þróttmikill maður, beztur og
sterkastur þegar mest reyndi á.
Hann var ráðhollur, tryggur og
vinfastur og sparaði hvorki tíma,
vinnu né allskonar hjálp til þess
að greiða götu vina sinna.
Hann var gæfumaður, því hon-
um hlotnaðist sú blessun að eiga
konu, sem var prýði hans alla
tið, og hann var önnum kafinn
alla ævi af þeim störfum, sem
sýndu og sönnuðu, að hann átti
virðingu og traust samtiðar sinn- j
ar.
Með þakklæti í huga kveð ég
hann og votta konu hans innilega
samúð mína.
>Ión Thorarensen.
Vi/ skoðetn utn löejnn jnrðnw:
Lík peru frekar en kiílu.
Athuganir byggðar á sporbraut
Framvarðar.
Hér þarf úr a5 bæfa.
Fregnir frá Washington
herma, að vísindamenn í at-
hugana- og rannsóknastöðvum
ltal'i nú komizt að því, að jörð-
i iii sé frekar eins og pera í lag-
inu en hnattlaga, eða eins og
kúla, svo sem haldið hefir ver-
ið frarn og kennt.
Sagt er frá þessu í tilkynn-
ingu, sem birt var nýlega. Það
voru athuganir á , sporbraut
gervihnattarins Framvarðar,
Vísir fann að því í gær, hversu
seint landhelgisgæzlan til-
kynnti um tilraun Þórs til
að taka brezka togarann
Valafell að veiðum innan
4ra mílna landhelginnar á
sunnudag. Varðskipið kom
að togaranum á sunnudags-
morguninn, en eltki heyrð-
ist orð um þetta opinberlega
fyrr en klukkan átta á
mánudagskvöld — næstum
hálfum öðrum sólarhring
siðar.
Það er ekki djúpt tekið i ár-
inni, að slíkur seinagangur
í fréttaflutningi veki furðu
og gremju almennings.
Hann á fullan rétt á að fá
að vita, hvað er að gerast í
landhelginni, og engin röJr
geta réttlætt, að hann fái
ekki samdægurs vitneskju
um atburði, er gerast eins
snemma dags og sá, sem hér
um ræðir.
Loks ætti það að vera ekki síð-
ur keppikefli landhelgis-
gæzlunnar en annarra, að
málstað íslendinga sé kom-
ið á framfæri erlendis með
því að greiða fyrir frétta-
sendingum til útlanda. Ef
það er ekki gert, er verið að
hjálpa Bretum að koma
sínu sjónarmiði á framfæri
lrjá öðrum þjóðum og bægja
okkar frá, því að slíkir at-
burðir eru ekki fréttamatur
r marga daga í augum út-
lendinga.
sem leiddu til þess, að menn
komust að þessari niðurstöðu.
Þegar hann var næst jörðu
kom fjarlægðin ekki heirn við
fyrirfram gerða útreikninga,
j en þeir byggðust á fyrri kenn-
jingum um lögun jarðar. Norð-
jurhvel, segja vísindámennirn-
; irnir, er hvelfdara en ætlað var,
en suðurhelmingur dregst inn
I líkist mjórri enda á peru.
Nýjar athuganir hafa sýnt,
jað yfirborð sjávar er 50 ensk-
um fet. hærra en áður var talið
'venjulegt, en yfirborð sjávar á
suðurskautinu um - 50 e. f.
lægra en ætlað var. Svæðin í
kringum skautin hækka eða
lækka í hlutfalli hér við.
| Þá segir í tilkynningunni, að:
vísindamennirnir telja að efni
inni í jörðinni sé fastar en ætl-
að var — ella myndi hin peru-
laga hvelfing í norðri og mjórri
hlutinn í suðri ekki fá nægi-
legan stuðning.
KaupJækkanir.
„Borgari“ skrifar:
„Það mun senuilega ekki fara
fram hjá neinum meðal hugsandi
fólks, að-meðan Þjóðviljinn ham-
ast gegn virðingarveröum og
sjálfsögðúm tilraunum til stöðv-
unar dýrtiðarflóðinu, og leggur
mikla áherzlu á að reikna út hve
kaup ýmissa stétta manna lækk-
ar, rétt eins og menn viti ekki
neitt um þetta, eða Skorti vit íil
þess að rsikna það út og verði að
láta Þjóðviljann gera þetta fyrir
s'g, — þá ræða menn öll þessi
mál sín í milli, og það má full-
yrða að menn skilja hvað hér er
verið að gera, og vilja gera sitt
til að það heppnist. Og menn vita
líka, að talsvert kemur 'í móti.
Margt hefur þegar lækkað að
miklum mun, sem stórmunar um
á mannmörgum heimilum, svo
sem barnaheimilum, og nefni óg
þar til kjötið, mjólkina o. fl.
Ef sanngirni réði —
Ef sanngirni r-éði, er Þjóðvilja-
menn birta útreikninga sína, þá
reiknuðu þeir einnig út hve
miklu verðlækkanir nema, þegar
þær eru allar komnar til sögun.n-
ar, en það birtast nú margar til-
kynningar daglega, sem allar
fjalla um lækkað verð. Það. eru
ekki birtar tvídálka ramma-
klausur um það í Þjóðviljanum.
Það „passar ekki í kramið", held
ur skal alið á sundrungunni. Það
er vegna þess, að það er verið að
skapa traust og festu, sem Þjóð-
viljamönnum er svo illa við að
ræða ur» verðlækkanirnar, en
þar sem allt er í ólestri og
fólkið óánægt geta þeir helzt gert
sér vonir um pólitískan hagnað
af þessari starfsemi sinni.
Jafnvel þótt —
Nú skulum við hugsa okkur,
að Þjóðviljinn gerði einmitt
þetta: Reiknaði nákvæmlega út
kauplækkun og verðlækkun alla.
En jafnvel þótt útkoman yröi sú,
að kauplækkunin yrði eitthvað
meiri en það, að verðlækkanir
næðu til að vega þar upp á móti,
þá hugsa þjóöhollir menn sem
svo, að þeim bori að fórna ein-
hverju og þeir gleðjast yfir að
fá tækifæri til að gera það, af
því að þeir treysta á það, að nú
sé stefnt í rétta átt. En svo ber
líka að líta á hvers virði það er,
að aukið traust skapast og festa.
Það verður ekki metið til pen-
inga, hvorki fyrir rikið eða ein-
staklingana.
Menn eru reiðubúnir.
Menn eru yfirleitt reiðubúnir
til að fórna einhverju og gera
það' með glöðu geði. Trúin á
krónufjöldann er horfin, hún er
ekki til lengur, og menn vilja
hjálpa til að treysta gjaldmið-
ilinn. En nienn ætlast líha
til, að nú verði lækkað á öllimi
sviðum, þar sem unnt er, og
menn bíða enn frekari lækkana,
ekki sízt hjá stofnunum, sem
flestum íinnst, hvort sem rétt-
mætt er eða rangt, að tíðum hafi
gengið fulllangt í hækkunum, og
nú spyrja menn til dæmis hvort
ekki sé unnt að lækka ýms opin-
ber gjöld, rafmagn og burðar-
gjöld undir bréf innanlands < g
utan. Þess er farinn að sjást vott
ur, að einstaklingar, sem fyrir-
tæki reka, og önnur fyrirtæl i,
vilja stuðla að lækkun með því
að gefa sjálfir eða sjálf gott for-
dæmi. Að síðustu: Fólk í stéttar-
félögum ættu að vara sig á þeirri
aðfeið kommúunista, að smnla
liði sínu á fundi til samþykkt.ir
ályktana. Þeir, sem sjá og ski! ja
nauðsyn þess, sem yerið er að
gera, ættu að vera hér vel á
verði. — Borgari."