Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 1

Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 1
VÍSIR 51. árg. Föstuáágúr 4. ágúst. Í961 — 176. tbl. Hákarlaþjófar handteknir. f NÓTT voru tveir menn hand teknir hér í bænum. Mennirn- ir voru færðir í fangageymslu lögreglunnar í nótt en færðir rannsóknarlögreglunni í morg- un og þar voru þeir í yfir- heyrslu þegar blaðið fór í prentun í dag. Tildrög til þess að mennirndr voru handteknir voru þau að í fyrrinótt var hákarli stolið úr hjalli sem Garðar Guðmunds- son lögregluþjónn og fleiri eiga vestur í Ráðagerði á Seltjarn- arnesi. Ekki mun miklu magni hafa verið stolið, en gizkað á að það hafi verið nálægt 20 kg. Einhverjir höfðu veitt at- hygli bifreið sem stóð fyrir ut- an hjallinn í fyrrinótt og gáfu lögreglunni lýsdngu á henni, sem varð til þess að bifreiðin fannst í nótt og tveir menn í henni. Leikur ákveðinn grunur á að þeir séu vdð þjófnað þenn- an riðnir og voru því hand- teknir og færðir í fangageymsl una. Nokkru áður var og miklu magni af hákarli stolið úr hjallii hér í bænum. Sá hjallur stóð á Þvervegi 3 og var hann að heita má tæmdur. Hvort hér er um sömu þjófana að ræða og þá sem stálu hákarl- inum í Ráðagerði er enn ekki vitað. BLAÐAMAÐUR og ljósmynd- ari frá Vísi brugðu sér I morg- un, rétt fyrir kl. 10, niður að Landsbanka til þess að fylgj- ast með því, þegar gjaldeyris- umsækjendur þyrptust að bank anum til þess að fá ferðagjald- eyrinn. Það var ekki þröng við dyrn ar, ekkert meira en á venju- legum viðskiptadegi. Um kl. 10.30 voru fáir menn við af- greiðsluborð gjaldeyrisdeild- annat bæði í Landsbankanum og Útvegsbankanum. Við hringdum inn í gjald- eyrisdeild bankanna á Lauga- vegi 77 og þar var okkur tjáð, að mjög mikið lægi þar fyrir af gjaldeyrdsbeiðnum, sem hefðu safnazt fyrir undanfarna 2 daga, þegar lítið hefur verið afgreitt af gjaldeyri. Það mun verða reynt að afgreiða þær beiðnir, sem þegar eru komn- ar í dag, svo að þeir sem ætla til útlanda á morgun, t.d. með Gullfossd, þurfa ekki að ör- vænta. Þau 66 sterlingspund, sem ferðamönnum eru úthlutuð kosta nú kr. 7953,00. Nýjum skemmdar- verkum verður svarað Rætt við Gunnar Thoroddsen f jármálaráðherra um gengisbreytinguna. Vísir átti stutt viStal í morgun við Gunnar Thoroddsen fjármála- ráSherra í tilefni af gengisbreytingunni sem SeSlabankinn tilkynnti í gærkvöldi. — Seðlabankanum hefur nú verið falið það hlutverk að skrá gengi íslenzku krón- unnar, að fengnu samþykki ríkisst j órnarinnar. — Já. Að mínu áliti er þessi nýja skipan sjálfsögð. í flestum vestrænum löndum er það eitt af verkefnum seðlabankanna að skrá geng ið, stundum gera bankarnir það einir, stundum í samráði við ríkisstjórnina. Þessi skip- an hefur oft verið rædd hér undanfarin ár. Meðal annars lagði ég til á Alþingi 1958 að gengisskráningin væri ekki lengur höfð löggjafar- atriði heldur falin þjóðbank- anum. Ég tel að þessi skipan sé eðlilegust og heppilegust. — Hvað segið þér um Allar horfur eru á því að ekki verði hægt að taka í notkun fyrsta áfang- ann við hitaveitu Laugar- neshverfis fyrr en’i októ- ber í haust, sagði Sveinn Torfi Sveinsson verkfræð- ingur, sem nú gegnir störf- um hitaveitustjóra. Aðalvinnan sem eftir er að leysa af hendi við þessa nýju hitaveitu, er uppsetning dælu- Bifreið stolið. í NÓTT var bifreiðinni R-8718 stolið hér í bænum og var hún enn ófundin í morgun, Bifreiðin sem er blár Chevro let af árgerð 1955, stóð á Ás- vallagötu þegar henni var stol- ið, Lögreglan biður þá sem kunna að verða varir við bíl- inn að gera sér aðvart. sjálfa gengislækkunina, sem nú hefur . verið ákveðin 11.6% — Eftir samsæri framsókn- Gunnar Thoroddsen ar og kommúnista gegn við- reisninni var um þrjár leiðir að velja eins og forsætisráð- herra Ólafur Thors benti á í ávarpi sínu til þjóðarinnar. Sú fyrsta var að halda að sér höndum og gera ekki neitt, stöðvarinnar sem verður fyrir allt Laugarneshverfið og vinn- [ an við tengingu húsanna sunn- an Sundlaugavegar að Sigtúni. Er 15—20 manna vinnuflokk- ur að störfum þarna. Þar er líka verið að einangra vatnsæð sem liggur frá svonefndri Fúlu tjarnarstöð, . að fyrrnefndri Laugarnesstöð, sem nú er byrjað að setja upp. Tvö verktakafyrirtæki, Verk legar ' framkvæmdjr og Vél- tækni, vinna nú að því að leggja hitaveitulögn í Hlíðar- hverfinu, i hverfið milli Há- teigsvegar og Miklubrautar. Allt verður kerfið tvöfalt. Ekki verður þéssu verki lokið fyrr en um áramótin, vegna tafa er urðu af verkfallinu í sumar. Loks gat Sveinn Torfi Sveins son þess að tilbúin vær.i til út- boðs hitaveitulögn í hverfið .sem er milli Dalbraut — Sund- laugarvegur — Kleppsvegur — Laugarnesvegur. Eru í þessu hverfi um 170 íbúðarhús. sem hefði leitt til allsherjar stöðvunar atvinnuveganna innan skamms. Önnur leiðin var sú að taka á nýjan leik upp uppbótarkerfið. Þá leið munu fáir íslendingar geta hugsað sér aðrir en allra of- stækisfyllstu og þröngsýn- ustu forystumenn framsókn- ar og kommúnista. Þriðja leiðin var að leið- rétta gengið í samræmi við hinn stóraukna tilkostnað framleiðslunnar. í augum allra ábyrgra íslendinga hlaut þriðja leiðin ein a>* koma til greina. — I gær og í dag hafa birzt viðtöl við tvo leiðtogc stjórnarandstöðunnar, þá Eystein og Hannibal, þar sem Hannibal velur ráðherrunum nafngiftina „illræðismenn“, en Eysteinn nefnir gengis- lækkunina „hnefahögg í andlit þjóðarinnar." . Hvað segið þér um slíkar véfréttir? — Já, við þekkjum orð- bragðið og ofstækið en við þekkjum líka ummæli og af- rek þessara tveggja manna. Þeir stjórnuðu landinu sam- an, Eysteinn og Hannibal í tvö og hálft ár í hinni svo- kölluðu vinstristjórn. Ætli afrek þeirra og viðskilnaður hafi verið með þeim hætti að marga fýsi að fara aftur að úrræðum þeirra? — Hannibal gaf þá yfirlýsingu í gær að gengislækkuninni yrði svarað. — Ríkisstjórnin hefir nú svarað Hannibal og íélögum hans og hún mun svara nýjum skemmdarverkum með ráðum sem duga. ... ■ "r.. Slátrun að iiefjast. FORSTJÓRI Sláturfélags Suðurlands, Jón Bergs, skýrði Vísi frá því í morgun að slátrun dilka, fyrir Reykjavíkurmarkað myndi að öllum líkindum hefjast um miðjan þennan mánuð, hér í Reykjavík í sláturhúsi S. S. — Kindakjötsbirgðir eru af skornum skammti nú, en nægilegt er á boðstólum af nautakjöti og eins svína- kjöti. Vatni hleypt á Laugarnes- hitaveituna í október.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.