Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 5

Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. ágúst 1961 VtSIR 5 Velmegun og vægi tryggt. Greinarcgerð Seðlabankans um nauðsyn gengisbreytingar. í GÆR flutti Jón G. Maríus son, form. bankastjórnar Seðlabankans greinargerð bankans í útvarpið, um nauðsyn gengisbreytingar. í greinargerð bankans er gerð glögg grein fyrir því hve nauðsynlegt var að breyta genginu og jafnframt bent á það að engin önnur ráðstöf- un kom til greina til þess að forða atvinnuleysi og gjald- eyrisskorti. Fer greinargerð in hér á eftir. 1 samisemi við ákvæði í nýsettum bráðabirgðalög- um um breytingu á lögum um Seðlabanka íslands. hefur bankastjóri Seðla- bankans, að höfðu samráði við bankaráð og að fengnu samþykki ríkisstiórnarinn- ar, ákveðið nýtt stofngengi íslenzku krónunnar gagn- vart dollar. Hið nýja stofn- gengi er 43 krónur hver bandarískur dollar, en það er 11,8% lækkun frá því gengi, sem í gildi hefur verið. Jafnframt hefur ver- ið ákveðið, að kaupgengi dollars skuli vera 42,95 og sölugengi 43,06 og kaup- og sölugengi annarra mynta í samræmi við það. Hefjast gj aldeyrisviðskipti að nýju að morgni 4. ágúst. I tilefni af þessari geng- isbreytingu vill .banka- stjórn Seðlabankans láta frá sér fara eftirfarandi: í febrúar 1960 var, eftir langt tímabil, sem einkennzt hafði að verðbólgu og gjald- eyrisörðugleikum, gripið til róttækra aðgerða í efnahags- málum. Þessar aðgerðir hafa borið verulegan árangur. þrátt fyrir alvarleg áföll sem þjóð- arbúið varð fyrir vegna verð- falls á árinu 1960 og afla- tregðu. Gjaldeyrisstaða bank- anna batnaði um 325 millj. kr. frá febrúarlokum 1960 til júní- loka í ár, og tekizt hefur að ná jafnvægi á milli aukningar inn- lána bankakerfisins, en það er að þakka meiri sparifjármynd- un samfara minni lánsfjár- þenslu. Þrátt fyrir þennan mikilvæga árangur vantar enn allmikið upp á, að fjárhagur þjóðarinn- ar standi nægilega traustum fótum, til að íslendingar geti staðið jafnfætis við aðrar þjóð- ir i samkeppni á erlendum mörkuðum og nýtt auðlindir þjóðarinnar eins og æskilegt væri til aukinnar hagsældar. Gjaldeyrdsforði þjóðarinnar er' hvergi nægilegur enn, sérstak- lega ef tekið er tillit til þess annars vegar hversu miklum sveiflum framleiðsluverðmæti sjávarútvegsins eru háð, og hins vegar hve miklar fastar skuld- bindingar íslendinga eru vegna jafn- erlendra skulda. í þessum efn- um má því ekki miklu muna, ef halda á í horfinu og standa vdð allar skuldbindingar út á við. Af þessum ástæðum var nauðsynlegt áframhaldandi að- hald í efnahagsmálum enn um skeið, til þess að treysta frek- ar undirstöður þess jafnvægis, sem náðst hefði. Nú hefur hins vegar farið svo, að samið hefur verið um kauphækkandr, sem hafa munu áhrif til hækkunar á allt kaup- gjald og verðlag á næstunni. Þessar kauphækkanir eru yfir- leitt taldar hækka launakostn- að atvinnuveganna um 13 til 17% nú þegar, auk viðbótar- hækkunar á næsta ári um 4%. — Þetta mikdl hækkun kaup- gjalds er mun meiri en at- vinnuvegirnir geta tekið á sig vegna aukinna afkasta. Áhrif kauphækkananna á hagkerfið munu einkum koma fram með tvennum hætti: Ann- ars vegar munu þær hafa í för með sér versnandi afkomu út- flutningsatvinnuveganna og leiða til samdráttar í útflutn- ingsframleiðslunni og minnka atvinnu við hana, en hins veg- ar leiðá til aukinnar eftir- spurnar eftir erlendum gjald- eyri. Þetta hvorttveggja mun svo hafa í för með sér greiðslu- halla við útlönd og nýja gjald- eyrisörðugleika. Nokkur tími mun að sjálf- sögðu líða unz afleiðingar kauphækkananna koma fram af fullum þunga, en það væri að dómi Seðlabankans hið mesta óráð að láta gagnráð- stafanir bíða unz komið væri út í öngþveiti, alvarlegan gjaldeyrisskort og stöðvun út- flutningsframleiðslunnar. Værd þannig látið reka á reiðanum mundi það brátt eyðileggja það, sem áunnizt hefur að undan- förnu og veikja traust á fjár- málum íslands, utanlands og innan. Spákaupmennska mundi og þróast í skjóld óvissunnar og þess verðbólguótta, sem þessu ástandi fylgdi. Seðlabankinn hefur athugað þær þrjár aðalleiðir, sem til greina geta komið til þess að forðast jafnvægisleysi í gjald- eyrdsmálum þjóðarinnar. Ein leiðin mundi vera fólgin í því, að draga úr þensluáhrif- unum með því að gera ráðstaf- anir, sem hefðu í för með sér samdrátt í neyzlu og fjárfest- ingu, með því m.a., að lagðir yrðu á nýir skattar, vextir hækkaðir og aðrar ráðstafanir gerðar í peningamálum. Þessi leið væri hörkuleg, mundi valda verulegum samdrætti í atvinnu og framleiðslu, en myndi hins vegar ekki bæta hag útflutningsatvinnuveg- anna. Af þessum ástæðum tel- ur Seðlabankinn hana ekki færa. Önnur leið gæti verið að grípa aftur til hafta, uppbóta og styrkja með nýjum gjald- eyrisskatti eða ■ auknum inn- flutningsgjöldum. Þessi ledð hefur verið farin hér áður í mörg ár og reynzt illa, og var orðin ófær, þegar frá henni var horfið með efnahaesaðgjörðun- um í febrúar 1960. Þriðja leiðin er að lækka gengi íslenzku krónunnar til samræmis við þá röskun, sem kauphækkanirnar hafa í för með sér. Seðlabankinn telur þessa leið þá einu, sem nú sé fær til þess að afstýra þeim vanda, sem framundan er, enda verði jafnframt gerðar ráðstafanir til þess að tryggja, að kauphækkanirnar og geng- isbreytingin leiði ekki til láns- fjárþenslu, eða meiri hækkana á verðlagi en óhjákvæmilegt er. Seðlabankanum er ljós hve alvarlegt það er, að þurfa að grípa til gengislækkunar svo skömmu eftir stórfellda geng- isbreytingu á síðasta ári. Hins vegar teiur hann óhjákvæmi- legt, að horfast í augu við þann vanda. sem skapazt hefur, og með þeirri gengisbreytingu, KENNEDY HEIMILAR AD VOPNA FLUGMENN í FARÞEGAÞOTUM. Kennedy Badaríkjaforseti veitti í gær heimild til þess að flugmenn i bandariskum far- þegaflugvélum væru vopnaðir við skyldustörf. Var þessarar hcimildar óskað eftir að til- raun var gerð til þess í gær, að neyða Boeing-707 farþegaþotu til að fljúga til Kúbu, en í henni voru 6 manna áhöfn og 67 farþegar. Aðeins fáir dagar voru Iiðnir frá því að Electra- farþegaflugvél var knúin til að Icnda á Kúbu. Farþegaþotan var í áætlunar- flugi til Houston í Texas. Mjóu virðist hafa munað, að áformið heppnaðist. Það var maður, sem reyndist hafa afbrotaferil að baki sér, sem tilraunina gerði, ásamt 17 ára syni sínum. Þeir miðuðu allt í einu byss- um sínum á flugmenn og far- þega, en vöruðu sig ekki á því, að flugvélin var búin að til- kynna lendingu í E1 Paso til að taka eldsneyti. Komst og umferðarstjórnin á vellinum að því, að eitthvað var ískyggi- legt á seiði, og var dregið á langinn að setja eldsneyti í geymana, meðan beðið var lög- reglunnar. Þó var ekki unnt að draga þetta þar til hún kom, en Ijóst var orðið hvað hafði gerzt. Farþegum hafði verið leyft að fara úr flugvélinni, nema 4, sem þeir héldu eftir sem gislum, og svo var áhöfnin áfram á flugvellinum, með gapandi byssukjaft fyrir aftan sig. Loks fór flugvélin af stað og rann eftir flugbrautinni, en í sama bili komu lögreglubílarn- ir og létu lögregumenn skotin dynja á hjólbörðum lending- arhjólanna og sprungu þeir, og varð flugvélin þegar ófær til flugtaks. í þessum sömu svif- um hafði einn farþeganna, sem beðið hafði færis, að skerast í leikinn, ráðizt á annan bófann og afvopnað hann Var búið að koma böndum á hann, er lög- reglan brauzt inn og setti hún hinn í járn. Var svo farið með þá í steininn. Ekki er talið, að þeir feðgar hafi haft tengsl við kúbönsk stjórnarvöld. Mikil gremja er ríkjandi yfir því meðal þingmanna í Was- hington, að Fidel Castro hefir ekki skilað Electra-farþegaflug- vélinni sem rænt var á dögun- um. Farþegum hennar var leyft að fara heim. sem nú er ákveðdn, á að geta tekizt að tryggja á ný nauð- synlegt jafnvægi í gjaldeyrÍB- málum og viðunandi reksturs- grundvöll meginhluta útflutn- ingsatvinnuveganna, en undir þróun þeirra er velmegun þjóðarinnar komin öðru frem- ur. Callas- Frh. af 9. s. dást að skapríkum söng Maríu. En sambandið við Meneg- himi hrundi, er María kynnt- ist Onassis. Aðskilnaðurinn fékk mjög á Meneghm, hann varð beizkur og reiður. Enn eru djúp ör eftir þann skiln- að. En skilnaður var óum- flýjanlegur. Ar hamingju og kvíða. Síðan hafa liðið þrjú ár. María hefir sjálf sagt, að þetta hafj verið ár mestu hamingju hennar, en um leið ár hins mesta kvíða og sársauka. „Oft hefir mér fundizt eina hjálpin í áhyggjum mínum að snúa mér að sönglistinni sem er mesta yndi og lramingja lífsins. Eg hefi farið langa leið á þessum þremur áruni og það er loksins nú fyrir einum eða tveimur mán- uðum sem eg hefi fundið ró. Eg hefi kynnzt góðum og sönnum vinum. Og eg gleðst yfir því, að eg get ekki fund5ð að þessi reynslutí’- ' !»afi skilið eftir hjá nér beizkju eða hatur. Þvert á móti finn eg, að eg hefi öðlazt meira umburðarlyndi. Nú finnst mér eg geta betur en nokkru sinni áður skil- ið sjónarmið annarra og mig langar til að verða öðrum til hjálpar. Nú reyni eg að forðast að dæma aðra of fljótt, — og eg vona, að aðrir dæmi mig heldur ekki of fljótt.“ Brúðkaup í kyrrþey. Enn er ekki vitað hvenær brúðkaup þeirra Maríu og Onassis fer fram. Einn dag- inn var mikið af kampavíni flutt um borð ■ í skemmti- snekkju Onassis og menn biðu með öndina í hálsinum. Var það að gerast núna? — En það reyndist vera aðeins smá afmæli. Það er talið, að bæði vilji að brúðkaupið fari fram í kyrrþey og helzt að ekkert verði tilkynnt um það fyrr en athöfnin er af- staðin. Kunnugir segja, að það geti nú ekki dregizt lengur. Meira að segja hef- ir Grace Kelly notað tæki- færið í síðustu Parísarför sinni og keypt dýrlega brúð- kaupsgjöf fyrir Maríu. Sú gjöf verður tákn vináttunnar milli þessara tveggja stór- lyndu kvenna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.