Vísir - 04.08.1961, Page 7

Vísir - 04.08.1961, Page 7
Föstudagur 4. ágúst 1961 V ISIR / Nytjaskógur á ekki að klæða Heiðmörk. Flugvelli komið upp og áburði dreift yfir IMörkina úr flugvél. Það er ekki hugmyndin að planta nytjaskógi í Heiðmörk heldur að klæða mörkina skógi og öðrum gróðri til augnayndis, fegurðarauka og 'þæginda fyrir Reykvíkinga framtíðarinnar. Eitthvað áþekkt þessu komst Guðmundur Marteinsson, for- maður Skógræktarfélags Reykjavíkur að orði er hann fylgdi blaðamönnum og öðrum gestum um Heiðmörk í gær, ásamt Einari Sæmundsen f r amkvæmdast j ór a Skógrækt- arfélagsins. Guðmundur sagði það vera álit sumra, að almættið hefði lagt Heiðmörk að fótum Reyk- víkinga, en síðan hefði Skóg- ræktarfélagið skemmt eða eyði- lagt þessa guðs gjöf með því að gróðursetja í hana erlendar trjáplöntur. Guðmundur kvaðst þó vera á annari skoðun í þessum efn- um. Hugmynd sín og annarra meðlima Skógræktarfélagsins væri að græða landið upp eftir megni og planta í það ýmsar trjátegundir, jafnt barrtré sem lauftré, sem líklegar væru til að dafna þar vel. Á þeim 11 árum sem liðin eru frá því að góðursetning '’iófst þar fyrst hefir nokkur synsla fengizt á vaxtarmætti "'iáplantnanna og ekki annað Hægt að segja, en að menn geti ,rerið í senn ánægðir og bjart- '' nir með árangurinn. Fram til síðustu helgar hafa verið gróðursettar 1.615.820 trjáplöntur, en á þessu sumri er gert ráð fyrir að plantað verði rúmlega 200 þúsund plöntum. Sextán trjátegundir hafa verið gróðursettar í mörkina. en mest af sitkagreni, sem hef- ir dafnað í flestum tilfellum með hreinum ágætum. Sú tilhögun hefir verið höfð á, að Skógræktarfélagið hefir úthlutað landi til einstakra fé- laga er þau síðan gróðursetja í og sjá um. Alls eru það 55 fé- 'ög, sem taka þátt í þessu sam- starfi, en Ferðafélag íslands -eynzt dugmest og samtals "róðursett 70—80 þús. plöntur. Auk hinna einstöku félaga mnast Skógræktarfélag R.vík- ur gróðursetningu í mörkinni 05 gróðursetningartilraunir vmsar. Nú síðast með því að "róðursetja í plógför og virð- ist sú aðferð hafa ýmsa kosti í för með sér. M. a. fá plönturn- ar heppilegt skjól til að byrja með, meiri raka úr jörðu en ella og loks ver plægingin gras- vexti, sem er óheppilegur í ná- munda við ungar plöntur. X,oks má geta þess að Vinnu- skóli Reykjavíkur sendir flokka að staðaldri í Heiðmörk á sumrin með ýmist 30 eða 60 manna hópum. Vinna þeir fyrst og fremst að gróðursetningu. En Skógræktarfélag R.víkur hugsar ekki einvörðungu um gróðursetningu trjáplatna í Heiðmörk, heldur og um það að breyta landinu á einn eða ann- an hátt í gróðurvin. Strax með friðun landsins og girðingum tók gróðurin mjög við sér og sjást greinilega gróðurmörkin við girðinguna. Tilraunir hafa verið gerðar með áburðardreif- Kalli frændi 1 ingu, en veigamesta tilraunin var gerð í fyrravor, er dreift var 8 lestum af áburði úr flug- vél yfir 30 hektara lands. Er árangurinn þegar kominn í Ijós og er blátt áfram undra- verður. Þessi dreifingaraðferð er sú lang heppilegasta og ó- dýrasta sem um getur og þess vegna hefir nú verið ákveðið, að mæla fyrir flugvelli innan Heiðmerkur með það fyrir aug- um að dreifa áburði á vorin yfir mela og aðrar auðnir inn- an hins friðlýsta svæðis. Auk gróðursetningar og áburðardreifingar er unnið að því að koma upp vegakerfi inn- an Heiðmerkur. Er búið að leggja rúmlega 22 km langa vegi og þar af fullbera ofan í 14—15 km. Á næsta vori verð- ur tekinn í notkun vegur frá Vífilsstöðum og yfir á þá vegi sem fyrir voru, þannig að þá *kemst á Hringakstur um Heið- mörk frá Vífilsstaðahrauni og hvort heldur sem vill að Ell- j iðavatni eða Silungapolli. Er j nú þegar mjög fjölfarið um | mörkina af sumargestum og margar lautir c'ii'pr af sóldýi'k- Seðlabank- inn á að vera þjóðhagsleg samvizka þjóð' félagsins. Sé stjórn hans ekki fær um það, er hún ekki fær um að stjórna slíkum banka. Með bráðabirgðalögunum, sem fela bankanum að skrá gengi ís- lenzkrar myntar, var ofangreint hlutverk hans lögfest, og með hinni nýju gengisski’áningu frá í gær hefur bankinn tekið að rækja þetta hlutvei’k sitt. Það var formaður bankastjói’nar- innar, Jón Maríasson, sem til- kynnti fyrir hennar hönd í fréttaauka í gærkvöldi hina nýju gengisskráningu og rök- studdi nauðsyn hennar. Hann talaði því sem þjóðhagsleg sam- vizka íslendinga og var ærið berorður og afdráttarlaus. Hann fullyrti, að ef ekki hefði verið nú þegar gripið til nýrrar geng- isskráningar, hefði allt það jafnvægi fjárhags- og atvinnu- lífs, sém skapazt hefði vegna ráðstafananna, sem gerðar voru fyrir tilstilli núverandi ríkis- stjórnar, að engu orðið, og við hefði þá blasað fjárhagslegt og atvinnulegt öngþveiti, þar eða þjóðarframleiðslan gæti ekki ennþá borið hinar nýafstöðnu kauphækkanir. Séra Gísli Bx’ynjólfsson flutti mjög athyglisvert erindi um áfengisbölið, var þungur á bár- unni, en þó hvoi’ki ofstækis- fullur né gífuryrtur. Hann vék að mörgu á þessum vettvangi, en dvaldi einkum við það feikna tjón, sem þjóðfélagið sem heild bíður af völdum á- fengisnautnar, og auðheyrt var, að séra Gísla ofbýður á- byrgðai’leysi þorra mikilsmet- endum meira og minna fá- klæddum. Heiðmerkurland er 2100 hektari að flatarmáli, auk 300 hektara, sem Vífilsstaðahælið hefir til umráða fyrir sig. Lengd Heiðmerkurgirðingar- innar er samtals 30.5 km. í Heiðmörk er stai’fi’ækt veð- urathugunarstöð frá vori til hausts, og hefir hún sýnt, að úrkomumagn er 30—40% meira en í R.vík, sem er mjög heppi- legt fyrir gróðurinn. Hiti er þar líka stundum talsvert meiri en í bænum og getur munað allt að 3 stigum. inna og valdamikilla manna gagnvart áfengisbölinu. En biblíufróður klerkur þarf eklti að láta sér koma á óvart það í manneðlinu, sem í Heilagri ritningu er táknað með spurn- ingu Kains sálaða: Á ég að gæta bróður míns? í fyrrakvöld var rætt um slysavarnir í útvai’p- inu — en þeir, sem að þeim vinna hér á landi, standa fjöl- margir hjá og hoi’fa á mesta slysavald þjóðfélagsins herja heimili og stærri og minni heildir þjóðfélagsins. Mann- kindin er undarlega saman sett! Guðmundur Steinsson las þýðingu á viðtali, sem brezkur gagnrýnandi hefur átt við hinn franska óróasegg meðal skálda og rithöf., Jean Paul Sartre. Þó að eins víst sé, að þeim skoð- unum, sem hann hefur á leik- ritagerð, vei’ði hann búinn að fleygja að ári, er alltaf fróðlegt að heyra hann gera grein fyrir því, sem liggur honum á hjarta. Sannarlega var sitthvað meira en lítið vafasamt af því, sem hann sagði — þar gætti jafn- vel mótsagna — sums staðar, ef vel var að hugáð — en margir munu hafa tekið eftir því að nú segir honum svo hugur um, að auðvaldsskipulaginu muni fara eins og kaþólsku kirkjunni, þegar siðbótin þrengdi að henni: Auðvaldsskipulagið muni engan veginn kollvarp- azt og verða kommúnismanum að bráð, heldur breytast og raunar sameina einstaklings- frelsið — innan skynsamlegra þjóðfélagslegra takmai’kana — og samfélagshyggju sósíal- ismans. Loks flutti Stefán Sigurðs- son kennari kafla úr ferðabók. sem var engan veginn merki- legur, greindi frá hjónabands- siðum í Nepal, sem margoft hef- ur vei’ið frá skýrt — og eru vægast sagt andstyggileg mis- þyi’ming á tilfinningalífi barna á viðkvæmasta skeiði. Guðm. Gíslason Hagalín. Gallup-stofnunin í Banda- ríkjunum lét nýlega fara fram skoðanakönnun um álit þjóðarinnar á forseta- frúnni, frú Jaqueline Ken- nedy, með þeim árangri að 6 af hverjum 7, sem at- kvæði greiddu, voru hrifnir af frúnni — og meðal hinna hrifnu voru konur í meiri hluta, 72 af hverjum 100 greiddu atkvæði hcnni í vil. Myndin var tekin í Heiðmörk í gær af þrem forystumönn- um skógræktar í Heiðmörk, þeim Hákoni Bjarnasyni skóg- ræktarstjóra, Einari Sæmundsen skógarverði og Guðmundi Marteinssyni, form. Skógræktarfél. Rvíkur.,— Ellefu ára gömul greniplanta er til hægri og sýnir hún greinilega hve vel trjágróðurinn getur dafnað.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.