Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 11

Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 11
Föstudagur 4. ágúst 1961 V is 1 R 11 — Skipafréttir— Eimskipafélag Islands h.f.: Brúarfoss fer frá N.Y, i dag til Reykjavíkur. Dettifoss er í Rotterdam. Fjallfoss fór frá Antwerpen 2. þ.m. til Hull og Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Amsterdam i gær til Rotter- dam. Gullfoss er í Reykjavik. Lagarfoss fór frá Nörresundby í gær til Kaupmannahafnar. Reykjafoss fór frá Raufarhöfn 2. þ.m. til Húsavíkur, Ólafs- fjarðar, Siglufjarðar og þaðan til Lysekil. Selfoss fór frá Dubl in 1. þ.m. til N.Y. Tröllafoss fór frá Leningrad í gær til Gdynia. Tungufoss fór frá Híisa vík 30. júlí til Gautaborgar. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla er á leið til Archangel. Askja er 5 Reykjavík. Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá Gautaborg i kvöld til Kristiansand. Esja er á Austfjörðum á suðurleið. Herj ólfur er í Vestmannaeyjum. Þyrill er á leið frá Austfjörð- Krossgáta um til Hjalteyrar. Skjaldbreið fór frá Reykjavik í gærkvöldi vestur um land til Akureyrar. Herðubreið er á Austf jörðum á norðurleið. Hafskip h.f.: Laxá er í Leningrad. H.f. Jöklar: Langjökull er í Ventspils. Vatnajökull er á leið til Ham- borgar. Skipadeild SlS: Hvassafell er á leið til Wis- mar. Arnarfell er á leið til Rouen. Jökulfell lestar á Faxa- flóahöfnum. Dísarfell er i Riga. Litlafell fór í gær frá Akur- eyri til Reykjavikur. Helgafell er í Þorlákshöfn. Hamrafell fór í gær frá Aruba til Rvíkur. Nýja gengið 4. ágúst. Kaup Sala 1 Sterlingspund ........ 120,20 120,50 1 Bandaríkjadollar ...... 42,95 43,06 1 Kanadadollar .......... 41,66 41,77 100 Danskar krónur ....... 621,80 623,40 100 Norskar krónur........ 600,96 602,50 100 Sænskar krónur...... 832,55 834,70 100 Finnsk mörk ........... 13,39 13,42 100 Franskir frankar (nýi) .... 876,24 878,48 100 Belgiskir frankar ..... 86,28 86,50 100 Svissneskir frankar .. 994,15 996,70 100 Gyllini ............. 1194,94 1198,00 100 Tékkneskar krónur ........ 614,23 615,86 100 Vestur-þýzk mörk...... 1077,54 1080,30 1000 Lírur ................. 69,20 69,38 100 Austurrískir schillingar.... 166,46 166,88 100 Pesetar................ 71,60 71,80 Reikningskr. Vöruskiptal. 99,86 100,14 Reikn.pund - Vöruskiptal. 120,25 120,55 Komstu með blekið? Framkvæmdastjór: einnar síldarsöltunarstöðvarinnar er þeim eiginleika gæddur að geta einbeitt sér að þeim verkefn- um, sem fyrir liggja á hverjum tima, og iætur hann ekki óvið- komandi mál trufla sig. Um daginn var verið að ganga frá saltsildartunnum á einni söltunarstöð, og þurfti að merkja tunnurnar. Tveir menn stóðu tilbúnir að vinna, en voru verkiausir vegna þess, að ekk- ert merkiblek var til. Fram- kvæmdastjórinn sagði því ung- um manni að fara eins og skot á jeppanum sínum og sækja merkiblek. Maðurinn fór, og allt gekk vel þar tii hann var á leiðinni út á síldarplanið aftur. Hann ætlaði þá að víkja fyrir bíi, sem kom á móti, og hemla um ieið. Hemlarnir sviku og jeppinn fór í klessu á símastaur. Maðurinn slapp þó ðmeiddur og fór gang- andi út á plan. „Það fór heldur iiia hjá mér“, sagði hann við fram- kvæmdastjórann. „Eg ætlaði að vikja fyrir bíl, en bremsurn- ar biluðu, og jeppinn er vaf- inn utanum símastaur". „Nú, já“, sagði framkvæmda stjórinn. „En komstu með blek- ið?“ Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Elínborg Björns- dóttir, Langholtsvegi 34 og Hans Rötdang, trésmiður, Rán argötu 7A. fékk frí fram yfir helgina. ötvarpið i kvöld: 19:30 Fréttir. 20:00 Tónleik- ar: Rússneskur forleikur op. 72 eftir Prokofiev. — Borgarhljóm sveitin í Prögu leikur. Václav Smetácek stjórnar. 20:15 Efst á baugi (Björgvin Guðmunds- son og Tómas Karlsson). 20:45 Einsöngur: John Charles Thom as syngur. 21:00 Upplestur: Kvæði eftir Sigurjón Friðjóns- son (Baldur Pálmason). 21:10 Tónleikar :Píanósónata nr. 31 í As-dúr op. 110 eftir Beethoven. Friedrich Gulda leikur. 21:30 Útvarpssagan: „Vítahringur" eftir Sigurd Hoel; XXV. lestur og sögulok. (Arnheiður Sigurð- ardóttir kennari þýðir og flyt- u*) m22400 Fréttir og veður- fregnir. 22:10 Kvöldsagan: „Ó- sýnilegi maðurinn" eftir H. G. WeUs; XII. (Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur). 22:30 I léttum tón: Lög eftir Sigfús Halldórsson, sungin og leikin. 23:00 Dagskrárlok. —Bréfasambönd— Vísi hefur borizt bréf frá S. Faber, Fred. Hendriksstraat 34, Sneek, Hollandi, og ber hann fram þá frómu ósk sína, að einhver áhugamaður um frí- merkjasöfnun verði við beiðni hans um að taka upp við hann bréfaskipti, með frímerkja- skipti í huga. Bréfritari hef- ur áður sent svipaða beiðni til blaðsins, og var hún birt á sín- um tíma, og vonum við að hann fái nú betri undirtektir en þá. Þá hefur annar áhugamaður í faginu, William Wenger, til húsa i 10 Rue de la Scie, Genf í Sviss, sent okkur svipaða beiðni, og hefur hann áhuga á að komast í bréfaskipti, eink- um þó við einhvern sem sain- ar frímerkjum. — Hinn fyrr- nefndi ritar ensku, sá síðari frönsku, Yoskitada Hirai, ungur jap- anskur áhugamaður um frí- merkjasöfnun, íþróttir, bækur o. fl. óskar eftir að komast í bréfasamband við íslenzka stúlku á aldrinum 14—16 ára. Hann segir um hið fyrst talda áhugamál sitt, að hann eigi ekki mörg frimerki, enda hafi hann aðeins byrjað að safna fyrir 2 mánuðum. Hins vegar yrði hann mjög feginn ef ein- hver vildi senda honum nokk- ur islenzk frímerki, en jafn- framt óskar hann eftir stöðugu bréfasambandi við íslenzka námsmeyju á ofangreindum aldri. Heimilisfang hans er: 276 Goido, Kashiba-cho, Kitakatsur agi, Nara-ken Japan. Embætti og sýslanir Hinn 19. júlí 1961 veitti for- seti Islands Jóhanni J. Krist- jánssyni, héraðslækni í Ólafs- fjarðarhéraði, lausn frá em- bætti frá 1. september 1961 að telja. Hinn 30. júlí 1961 var Frit- hiof Hjelmvik, samkvæmt eig- in ósk, veitt lausn frá störf- um sem vararæðismaður Is- lands í Lysekil. Skýringar við krossgátu nr. 4447: Lárétt: 2 Manns, 5 konungs. 6 þrír ósamstæðir. 8 hlýju. 10 bára. 12 í sveit. 14 heiður. 15 fótamennt. 17 dauft hljóð. 18 það að halda í horfinu. Lóðrétt: 1 Sem enginn man eftir. 2 hríð. 3 smágrey. 4 rennsli. 7 kætist. 9 fuglinn. 11 togaði. 13 þrír ósamstæðir. 16 fangamark. Skýringar við krossgátu nr. 4446: Lárétt: 2 Páska. 5 krár. 6 lin. 8 lp. 10 naum. 12 fót. 14 glæ. 15 ilil. 17 lt. 18 rafið. Lóðrétt: 1 Skelfir. 2 pál. 3 arin. 4 allmæta. 7 nag. 8 póla. 11 ull. 13 tif. 15 in. Giftingar 29. júlí sl. voru gefin saman í hjónaband, af séra Árelíusi Níelssyni, ungfrú Eygló Bene- diktsdóttir, Grettisg. 37, Rvík og Sigurður Sigurðsson frá Kolsstöðum í Hvítársiðu. Heim- ili þeirra verðiy að Sogavegi 136. MMMilBMiÍ) ^ÍLMMISW^Í Föstudagur 5. ágúst. 215. dagur ársins. Sólarupprás kl. 03:48. Sólarlag kl. 21:20. Árdegisháflæður kl. 00:02. Síðdegisháflæður kl. 12:47. Næturvörður þessa viku er i Ingólfsapóteki, simi 11330. Ljósatim] bifreiða frá 1.—7. ágúst er frá kl. 22:10 til 02:55. Slysavarðstofan er opin all- an sólarhringmn. LæknavörOur er A sama stað, kl. 18 tii 8. Simi 15030. Hoitsapótek og Garösapótek eru opin virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 13—16. Kópavogsapótek er opið aila virka daga kl. 9:15—8, laugar- daga frá kl. 9:15—4, helgidaga frá 1—4 e.h. Sími 23100. Slökkvistöðin hcfur sima 11100. Lögregiuvarðstofan hefur sima 11166. Arbæjarsafn — opið daglega nema mánudaga kl. 2—6. Á sunnudögum kl. 2—7. Minjasafn Reykjavikur, — Skúlatúni 2, er opið daglega kl. 14—16 e.h., nema mánu- daga. Þjóðminjasafn Islands er op- ið alla daga kl. 13:30—16. Listasafn ríkisins er oplð dag lega kl. 1:30—16. Listasafn Isiands er opið alla daga frá kl. 13:30—16. Asgrimssafn, Bergstaðastr. 74, er opið þriðjudaga, fimmtu- daga og sunnudaga kl. 1,30—4, sumarsýning. Bæjarbókasafn Reykjavikur. Lokað vegna sumarleyfa. Opn- að aftur 8. ágúst, Tæknibókasufn I.M.S.l. er opið mánudaga til föstudaga kl. 1—7 e.h. (ekki kl. 1—3 e.h. laugardaga eins og hina mán- uði ársins). R „Þessir villimenn, þarna í Zimba voru tungldýrkendur”, sagði Steve Harris, „og þeir hlýddu hverri skipun Wala, hins dásamlega kvenprests. Eg minnist á hana, vegna þess að hún varð ástfangin í vini min- um, Tarzan, og það bjargaði 'ÁNf THIS SAVEI7 US PKOtt 5EINS SÁCeiPICEF TO THE MOON-SOC7 ON A 5LOOC7V ALTAZPP PEATh!" okkur frá dauða á fórnaraltar- inu“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.