Vísir - 04.08.1961, Síða 6

Vísir - 04.08.1961, Síða 6
6 v IS I K Föstudagur 4. ágúst 18G1 fylgja uppskriftinni. Þeir náðu í lista sem árlega er gefinn út í s Paris yfir frægasta og auðug- asta fólk borgarinnar og eru all- ar upplýsingar gefnar þar um fjölskylduhagi þeirra. Þeir kross- uðu við nokkur nöfn og loks beindist athygli þeirra að Peugeot fjölskyldunni. Síðan framkvæmdu þeir bamsránið eins og frægt varð um heim allan. Kem strax! Rannsóknardómarinn . .franski hefur reynt allt sem hann hef- ur getað til að ganga úr skugga um þátttöku Lisu Bodin í þess- um glæp. Hann og fjöldi franskra rannsóknarlögreglumanna fóru upp til Kaupmannahafnar og kynntu sér hagi Lisu Bodin og fjölskyldu hennar. Þeir fengu að grannskoða herbergi hennar og skápa, hvern blaðsnepil I hirzlum hennar, gamla reikninga og minn- isblöð. Þeir kynntu sér skýrslur langlínusímans í Kaupmannahöfn um símtöl Lisu Bodin frá Kaup- höfn til Parisar einmitt um það leyti sem barnsránið fór fram, Þeir fengu afrit af símskeytum frá Lisu til Rollands í París. Grunsamlegasta skeytið var eitt sem var sent rétt eftir að lausn- argjaldið hafði verið greitt, 1 því sagði Lisa: — Ég kem strax! Lisa Bodin í Byron-götu i París, með móður sinni. Þær voru að stiga út úr bifreiðinni og ganga inn í dönsku kirkjuna í París. LISA BODIN FÖR 1 KIRKJU Danska fegurðardísin Lisa Bodin er nú að kunnugra sögn orðin gerbreytt manneskja. Þriggja mán- aða fangavist í kvenna- fangelsinu í Versailles hef- ur haft djúptæk áhrif á hana. Sumir telja meira að segja vafasamt að hún nái sér nokkurntima til fulls eftir taugaáfallið sem hún fékk, þegar hún var grun- uð um að hafa átt þátt í barnsráni Erics litla Peu- geot. Hún mun aldrei gleyma því er hún var færð í handjárnum til dómhall- arinnar í París og æstur múgurinn hrópaði: — Hengið þau, hengið hana. Fyrir nokkru féllst sakadómur Parísar á að sleppa Lisu Bodin úr fang- elsinu. Þegar hún loksins gekk aftur út í sumarið og sólskinið var brosið horf- ið af andliti hennar og það fyrsta sem hún tók sér fyrir hendur var að fara með móður sinni til guðs- þjónustu í dönsku kirkj- unni í París. Þar prédikaði séra Orth, sem hefur orð- ið ungu stúlkunni hinn bezti huggari og hjálpar- vættur. Fejfurðardrottning Það var orðið æði langt síðan Lisa Bodin hafði komið í kirkju. Það hafði hún ekki gert síðan hún var fermd né hugsað, meira um trúmál, guð og allífið en flestir jafnaldrar hennar í Kaup- mannahöfn. Síðan hafði hún vegna yndis- þokka síns komizt lengra út á lífið en flestar jafnldra stöllur hennar. Hún náði kosningu sem fegurðardrottning Danmerkur og frá þeim sigri lá ferillinn suður í álfu til Frakklands og Italíu. Hún lifði sannarlega hátt, og aðr- ir kynnu að segja hún hefði sokk- ið lágt í félagsskap sínum við misyndismenn. Lisa Bodin varð fimmta í röð- inni i, fegurðarkeppni heimsins árið 1960 og hún hafði þá þegar kynnzt Frakkanum Raymond Rolland, á dansstað einum í Cour- chevel. Hann var þá að visu kvæntur, en Lisa Bodin gerðist fylgikona hans, og þau höfðu í hyggju að giftast þegar hann hefði fengið lögskilnað. Hvaöan voru peningarnir? Rolland var fátækur bónda- sonur af Bretagneskaga. Hann gegndi herþjónustu í fallhlífa- sveitunum frönsku í Alsír, og þegar hann sneri þaðan til Paris- ar 1955 hafði hann fengið sinar hugmyndir um, hvernig komast ætti áfram I lífinu. Sjálfur var hann þá tiltölulega saklaus ung- ur piltur, en gerði brátt félags- skap við gamlan smyglara og glæpamann, sem hét Pierre Lar- cher. Þeir héldu nú saman eins og tvær samlokur á skel og tóku að lifa mjög hátt án þess að nokk- ur visssi hvaðan þeir fengu fé. Það var þá sem Lisa kynntist Roland og þau fóru að skemmta sér og ferðast út um alla Evrópu með hraðskreiðum sportbilum. Frönsku. . rannsóknardómararnir hafa stöðugt reynt að veiða upp úr Lísu: — Vissuð þér ekkert hvaðan hann fékk peningana. — Hugsuðuð þér aldrei um það, hvort peningar hans væru fengnir með heiðarlegu móti, Svarið hefur að- eins verið að hún hefur hrist höfuðið og grátið. Forskriftin í skáldsögu. Einu sinni þegar þá Pierre og Rolland vantaði fé til áfram- haldandi eyðslulifnaðar, vildi svo til að Pierre var að lesa glæpa- reifara, sem fjallari um barnsrán. Pierre las frásögnina af miklum áhuga. — Þetta er fín hugmynd, Rolland, sagði hann og las kafl- ann upphátt fyrir hann. 1 reif- aranum var gefin nákvæm lýsing á barnsráni og þeir Pierre og Rolland þurftu ekki annað en að Já, Bisa litla kom til Farísar og hitti aftur sinn gamla vin. Nú var úr nógu fé að spila að nýju. Rolland greiddi stórar skaðabætur fyrir hana vegna bíl- áreksturs sem hún lenti í, og hann keypti nýjan sportbíl af dýr- ustu gerð. Auðvitað tók Lisa aldrei þátt í sjálfu bamsráninu. En mál henn- ar snýst allt um þetta: — Hafði hún enga hugmynd um hvaðan peningarnir voru komnir ? Þó henni hafi verið sleppt úr haldi má vera að hún fái refsidóm. Lisu Bodin leið illa í fangels- inu. Henni kom mjög illa saman við hina kvenfangana, enda eru margar þeirra forhert glæpa- kvendi. Þær hæddu hana og lítils- virtu á allan hátt, máske vegna þess að hún var fallegri en þær, — og konur geta verið svo grimmar, miklu grimmari en karl- menn, þegar út í það er komið. TÍMINN OG HEITA VATNID Ég heyrði sagt frá því í útvarpinu 9. júní s. 1. — og las þá einnig um það í blöð- unum — að heita vatnið yrði komið í hvert hús í Reykja- vík eftir 4 ár. Þá verður ein- hverjum orðið kalt, sem þarf að kynda með rándýrum kol- um. Samvinnan hefur ekki heldur verið sem bezt í hús- unum, einn kyndir upp um hádegi, sumir kl. 3—4, og enn aðrir 6—7 — allt eftir því sem hverjum sýnist í það og það skipti. Þannig gengur þetta því miður oft til. Við hjónin fluttum hingað í Rauðarárholtið fyrir 14 ár- um. Þá bar svo við um haust- ið, að ég var á gangi í næstu götu. Var þá talsvert frost og ís á tröppunum, og sé ég, að næstum sjóðheitt vatn er notað til þess að þíða klak- ann. Ég gekk til konunnar og spyr hana hvort hún noti sjóðandi vatn, og svaraði hún: „Við höfum heita vatn- ið.“ Ég hafði orð á því við fólk- ið mitt, er heim kom, að það væri heitt vatn í húsum í næstu götu, og bætti við: „Við hljótum að fá það bráðlega." En tíminn hefur liðið, án þess bólað hafi á heita vatn- inu, þar til farið var að leita eftir heitu vatni á Klambra- túni. Nokkru eftir að byrjað var að bora byrjaði sjóðandi vatnið að streyma upp úr hol- unni og gufan var svo mikil, að hún huldi nærliggjandi hús. Og enn vaknaði von- in hjá okkur — nú mundi það verða lagt héma í göt- una, en svo gerðist það að vatnið var leitt annað og „þar með var draumurinn búinn“. Nú settum við von okkar á Nóatúnið, því að þar var streymandi vatn, það var lagt í Mjölnisholtið og víðar, og svo var leitt heitt vatn inn í Kleppsholt í ein 2—3 hús. Heitt vatn kom upp milli barnaleikvallarins við Njáls- jgötu og Rauðarárstíg, en nú er búið að taka það. En enn | lifir vonin. Það er verið að i leggja heita vatnið í Hlíðam- ar og Lönguhlíðina að Há- jteigsvegi og þar fór seinasta .vonin okkar. Mér verður nú á að álykta, að kennske hafi ; forráðamenn Hitaveitunnar : gleymt Rauðarárholtinu, þeg- ar þeir réðu ráðum sínum um gang þessara mála. Þökk fyrir birtinguna, „Ein af mörgum konum í Rauðarárholtinu"

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.