Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 9
V ISIR 9 Þriggja ára vonarbið lýkur. Maria Callas og elskhugi hennar milljónamæringurinn Onassis. Maria Callas hefur unnið mikinn sigur. Ekki á leiksviðinu eða í söng- leikahöllunum. Þó mun hún líta á það sem stærsta sigur í lífi sínu. Hún hefur unnið bug á fordómum og andúð. Hún fær að eiga mann- inn sem hún elskar. Þegar skemmtisnekkj- an „Christina“ sigldi úr höfn í Monakó áleiðis til Majorca fyrir nokkru, þótti engum vafa bund- ið lengur, að Maria Call- as myndi nú á endanum fá að ganga í hjónaband við skipakónginn Aristo- teles Onassis. Því að auk þeirra voru í þessari skemmtiferð furstahjón- in af Monakó, Rainier fursti og Grace Kelly. Þá voru menn ekki lengi að leggja' saman tvo og tvo, því að Grace Kelly er af mjög siðavöndum kaþólsk- um ættum í Bandaríkjunum. Að undanförnu hefir hún ekki getað þolað návist þeirra Onassis og Mariu Callas, af því að hún taldi sambúð þeirra ósiðsamlega. Því hefir mikið breytzt, þeg- ar Grace Kelly fer með þeim í þriggja vikna skemmtiferð um Miðjarðarhafið. Sú breyting getur aðeins verið, að Maria Callas hefir sigrað og hjúskapur hlýtur að vera á næstu grösum. Hinar slæmu fréttir. Allt í einu hafa spilin ger- samlega snúizt i hendinni. Fyrir einum mánuði voru heimsblöðin uppfull af frétt- um um að allt væri að fara út um þúfur milli Maríu og Onassis. Fréttirinar sem þau fluttu voru m. a. þessar: Kaþólska kirkjan viður- kennir ekki skilnað Maríu og manns hennar, Meneghimi. Grace Kelly furstafrú þolir ekki sambúð Maríu og On- assis. Ennfremur gerðist það fyrir einum mánuði, að On- assis snæddi hádegsverð með hinni fráskildu konu sinni Tinu Livanos á veit- ingastofunni „Catalan“. Komu þá á loft fréttir um, að Onassis og Tina færu aftur að taka saman. Orð- rómur barst út um, að María Callas hefði fengið æði, hún hefði orðið svo afbrýðis- söm og ráðizt með offorsi á Onassis næst er hún hitti hann. Blöðin báru fyrirsagnir eins og þessar; „Maria Call- as glatar síðustu voninni um að giftast Onassis“, eða „On- asis er enn ástfanginn í Tinu“. Ennfremur var sagt, að Onassis myndi neyðast til Búizt við brúðkaupi Mariu Callas og Onassis á hverri _stundu þess af viðskiptaástæðum að taka aftur saman við fyrri konu sína vegna þess, að tengdafaðir hans, gamli Li- vano, er miklu ríkari og voldugri en hann, á sviði skipaútgerðarinnar. Síðustu hindrun rutt úr vegi. Allur þessi orðrómur og sögusagnir hafa nú reynzt tilhæfulausar. Onassis er ákveðnari en nokkru sinni fyrr í þvi að ganga að eiga Mariu Callas. Og það hefir nú gerzt í málinu, að Onassis hefir tekizt að yfirstíga síð- ustu hindrunina, 1 mótstöðu þeirra furstahjónanna Rai- ners og Grace Kelly. Hvern- ig hann hefir náð samþykki þeirra er ekki glögglega vit- að. Máske hefir Onassis beitt einhverjum „fjármálaleg- um“ ráðstöfunum, en segja má að hann eigi orðið mest- allt í smáríkinu Mónakó, sem Rainer fursti annars stjórnar að nafninu til. Rainer fursta er fullkunn- ugt um það, að efnahagur Mónakó er alveg/undir On- assis kominn. Ef Onassis væri ekki, er hætt við að smáríki þetta falli í gleymsku og dá og Rainer gæti þá misst þjóðhöfðingja- stöðu sína, því að samkeppn- in milil bað- og skemmti- staðanna á Bláströrídinni er nú orðin æði hörð. Áætlun um óperu. Onassis gerir allt sem hann getur fyrir Monakó. Hann stofnaði nýlega þyril- vængju-flugleið milli Nizza og Monakó og hefir nú í hyggju að reisa við Óperuna í Mónakó, sem áður var svo fræg. Vafalaust mun Maria Calas hjálpa honum við það endurreisnarstarf og þarf ekki að efast um, að óperan verður fjölsótt, ef Maria Callas tekur að sér eitthvert hlutverk í henni. María er nú viðurkennd sem mesta óperusöngkona heims í dag, ef til vill mesta óperusöng- kona, sem uppi hefir verið. Það sýndi hún bezt með leik sínum og söng í óperunni Norma, sem margir telja há- mark alls þess, sem gert hefir verið á sviði óperulist- arinnar. Nú hafa sættir tekizt milli Onassis og furstahjónanna og er talið, að Grace Kelly hafi loks fallizt á að þau María og Onassis fengju að eigast, vegna þess að hvorugt þeirra er rómversk-kaþólskr- ar trúar. Saman á snekkjunni. Vildi svo vel til. að á hinni fögru eyju Majorca undan ströndum Spánar átti að vígja nýtt lúxus hótel og voru þeir Onassis og Rainer fursti sameigendur að því. — Varð það þá úr, að þeir sigldu á snekkju Onassis til Palma á Majorca og voru með í ferðinni furstafrúin og Maria Callas og ýmislegt annað hefðarfólk. Ferðin gekk mjög vel og varð það öllum viðstöddum ljóst er þau komu til Majorca, að samkomulagið var ágætt milli Maríu Callas og Grace Kelly. Þau skemmtu sér með ýmsum hætti, fóru í veit- ingahús og horfðu á nautaat. Einu sinni fékk Rainer fursti leyfi til að fara einn í nautahringinn og æfa sig þar í friði í listum nauta- banans. Áhorfendur á hinu stóra áhorfendasvæði voru aðeins fimm eða sex, þeirra á meðal Onassis og María Callas. Fyrir þremur árum. Þau voru bæði komin yfir bezta alduripn, þegar þau hittust í fyrsta skipti fyrir þremur árum, María Callas og Onassis. Það er sagt, að hún hafi aldrei þekkt ástina, eða að minnsta kosti aldrei gefið ást sinni lausan taum- inn fyrr en hún kynntist Onassis, Ef til vill færði það þau nær hvort öðru, að þau eru bæði grísk. Er þau hitt- ust í fyrsta skipti, töluðu þau saman á móðurmáli sínu. María Callas hafði fram til þessa aðeins hugsað um frama á listasviðinu. Hún hafði þess vegna gifzt ít- ölskum milljónamæringi er hét Meneghimi, en hefði get- að verið afi hennar. Máske hefði hún aldrei komizt eins langt á listabrautinni eins og raun ber vitni, ef Meneg- himi hefði ekki stutt hana. Hún var honum alltaf mjög þakklát, en allir vissu, að það var aldrei um neina ást að ræða þeirra í milli. María fékk peninga eins og hún vildi og Meneghimi gat verið ánægður yfir því hve langt skjólstæðingur hans komst á listabrautinni. Allur heimurinn fór að kynnast og Framh. á 5. sfSo. Mynd þessi var tekin á Majorca og sýnir að þœr hafa sætzt Maria Callas, efst til vinstri og Grace Kelly furstafrú t.h. Þær eru að horfa á nautaat. Með þeim er indversk furstafrú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.