Vísir - 04.08.1961, Síða 8

Vísir - 04.08.1961, Síða 8
B V I S I R !■■■■■! ■.v.v.v.v.v.v .v/.v: ÚTtJEtANDI BLAÐAÚTGÁFAN /ISIF Rítstjórar Hersteinn Pólsson Gunno» G Schrarn Aðstoðorritstjóri \xei fhorsteinsson Préttastjór ar: Sverrir Þórðarson. Porsteinn ó fhororensen Ritstjórnarskritstofur: laugovegi 27 Auglýsingar og afgroiðslo Ingólfsstrœti 3 Áslcrlftargjald er krónur <0.00 ó mánuðt - í lausasolu krónui 3.00 eintakið Simi 11660 (5 linurí - Pélaps prentsmíJjar h.f., Steindórsprent h.t. Eddo n.l Illræðismennirnir. Hannibal Valdemarsson gefur þá yfirlýsingu á for- síðu Þjóðviljans í gær að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu illræðismenn en ekki ríkisstjóm. Þessu verður svarað, segir Hannibal, og allir vita hvaða svar hann hefir í huga: ný verkföll. Hér er Hannibal Valdemarsson áð reyna að koma þeirri sök, sem á honum sjálfum hvílir, og félögum hans, yfir á ríkisstjórnina. Ríkisstjórnin lækkaði ekki gengið. Það voru hinir ábyrgðarlausu lýðskrumarar í Dagsbrún og A.S.Í., sem æstu til verkfalla og þeirra kauphækkana, sem þeir vissu mætavel að hlutu að sliga atvinnuvegina. Þeir bera ábyrgðina á því að nú hefir orðið að breyta gengisskráningunni. Og óhætt er að telja forstjóra S.I.S. með í hópi þessarra fjand- manna íslenzu krónunnar. öllum þéssum tilræðismönnum var ljóst að 15— 25% almenn kauphækkun hlaut að leiða til stöðvunar atvinnuveganna, ef ekkert væri að gert. Stöðvun hefði þýtt atvinnuleysi og skort íslenzkrar alþýðu. Og kaup- hækkanirnar hefðu þýtt annað og meira. Öðaverð- bólgan, uppáhald kommúnista og framsóknarmanna hefði spennt þjóðina í heljargreipar, gert þá efnaminni í þjóðfélaginu enn efnaminni og valdið hruni á verð- gildi sparifjár. Allt þetta var kommúnistum í verka- lýðshreyfingunni og S.Í.S. herrunum fullveí kunnugt. Því eru það kommúnistarnir í verkalýðshreyfingunni og S.Í.S.-herrarnir, sem eru hinir sönnu illræðismenn, þeir níðhöggvar sem hafa barizt um á hæla og hnakka undan- farna mánuði til þess að leiða þjóðina aftur út í eyði- mörk sukks og sóunar, verðbólgu og skuldasöfnunar. Ákvörðun Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar að breyta gengisskráningunni er svar við hungurárás kom- múnista og framsóknarmanna. Það svar var óhjá- kvæmilegt og því ber að fagna að til læknisráðsins hefir verið gripið í tíma. Gengisbreytingin mun tryggja áframhaldandi framfarir og uppbyggingu atvinnuveg- anna, jafnvægi í fjármálum og bætt lífskjör. * Alit Seðlabankans. í greinargerð Seðlabankans um gengisbreytinguna segir að um þrjár leiðir hafi verið að ræða að loknum verkföllum. Aðgjörðarleysi, sem þýtt hefði stöðnun og atvinnuleysi, uppbótakerfið gamla, sem gengið hafði sér til húðar áður en núverandi ríkisstjórn tók við, og loks gengisbreytingu. Bankaráð Seðlabankans er skipað mönnum úr öll- um flokkum og er ríkisstjórninni óbundið. Ráðið mælti með þriðju leiðinni, gengisbreytingu. Og ástæðan var að sú leið er tvímælalaust ákjósanlegust, þegar hagur allrar þjóðarinnar er hafður í huga. Lendir hann á öskuhaugnum? Ungi maðurinn hér á myndinni heitir Marc Bohan. Hann er nú að- altízkuteiknari hins heimsfræga tízkuhúss Dior í París. Hann tók við af hinum kornunga St. Laurent, eftir að hann fékk taugaáfall í hittiðfyrra. — En það sem fór svo mjög í taug- ar St. Laurents var að tízkusýning hans þá mis- tókst og ennfremur var hann kallaður í herinn. Baðar í rósum. Marc Bohan stjórnaði tízkusýningu Diors í fyrsta skipti í fyrra og þótti hún takast afbragðs vel. Voru þar margar nýjar hugmyndir, sem sigruðu heiminn. Enn kemur hann fram með nýja sýningu og hlýtur *.‘i V.VV.Vi hann þá að brosa eins og myndin sýnir. Við þetta tækifæri er það einnig venja að tízkuteiknarinn er bað- aður í rósum og tugir hinna fegurstu kvenna Parísar- borgar faðma hann og kyssa. Að þessu sinni virðast ró:- irnar, brosin og kossarnir þó innantómt og lítils virði, því að kvennasíður blaðanna gagnrýna mjög Dior-sýning- una að þessu sinni. T. d. seg- ir gagnrýnandi brezka blaðs- ins Observer berum orðum: — Marc Bohan lendir úti á öskuhaug hjá St. Laurent. Tveggja tommu belti. Það er sérstaklega hin furðulega mikla og skyndi- lega notkun á leður- og plastbeltum, sem fer í taug- arnar á ganrýnendum. Sum leðurbeltin eru allt að þriggja tommu breið og ætl- unin er að spenna þaú og herða alveg undir drep. Blaðið France Soir sagði m. a.: Marc Bohan ætlar ekki að gefa matlystugum kon- um leyfi til að hafa með sér varadekk. Þannig sjást í blöð unum margar háðsglósur um sýninguna. Sum blöðin bera hinsveg- ar í bætifláka fyrir Marc Bohan. Þau segja, að það sé engin von, að hann geti stillt upp góðri sýningu núna, vegna þess, að hann hafi engan tíma haft til þess. Hann varð frægur í fyrra fyrir sína afburðasýningu þá, að síðan hefir hann eng- an frið haft. Hann dvaldist t. d. lengi í Ameríku og það eru aðeins sex vikur síðan- hann kom heim. Síðan hefir verið unnið af fullum krafti hjá Dior, en það er þó varla nógur tími. /AV.V.V.V/.V.V.V.V.V.VV.V.'.V.V.V. Da^mörk og Efnahags< bandalag Evrópu. Danska stjórnin tilkynnti í fyrradag, að hún mundi eins og brezka stjórnin, snúa sér til Efnahagsbandalags Evrópu varðandi samkomulagsumleit- anir um aðild að því með þeim skilmálum, að tillit sé tekið til danskra hagsmuna. Blaðið Politiken segir' í gær, að án skilmála Danmerkur gangi hún ekki í það. Þingið kemur saman á morg- un (fimmtudag) til þess að hlýða á greinargerð stjórnar- innar og þar næst til þess að greiða atkvæði um heimild til stjórnarinnar til samkomulags- umleitana. Á fundi, sem Jens Otto Krag utanríkisráðherra hélt með fulltrúum atvinnurekenda kom í ljós, að allir voru samþykkir því, að leita skyldi samkomu- lags um aðild, nema einn, Hans Olsen verkalýðsfulltrúi, sem óttaðist afleiðingarnar á dönskum vinnumarkaði. Er það eitt ákvæði samninga, að verka- fólk geti frjálst leitað atvinnu í hvaða sammarkaðslandi sem er. Ýmsir gera lítið úr þessari hættu, því að menn muni því aðeins fara úr landi til þess að leita vinnu í öðru, að þar sé skortur fólks til starfa. Þess vegna hafi t. d. ítalskt verka- fólk leitað til Vestur-Þýzka- * lands. Utanríkisnefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings samþykkti á dögunum mót- atkvæðalaust, að halda á- fram mótspyrnu gegn aðild hins kommúnistiska Kína að Samcinuðu þjóðunum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.