Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 4

Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 4
4 VISIR Andvaka á björtum nóttum er dásamleg kynningarstarfsemi don. Lon- Rætt við Armstrong jávarð og konu hans, * sem finnst Island friðsælt og fagurt. „Við komum hingað á Gullfossi fyrir hálfum mánuði einu fegursta og bezta skipinu, sem siglir um Norðursjó.“ Þetta var það fyrsta, sem Armstrong lávarð- ur, mikill íslandsvinur, sagði við mig, er ég hafði kynnt mig fyrir honum í gær á Borginni, þar sem hann býr nú ásamt frú sinni. Eg átti þar langa og skemmtilega við- ræðustund með þessum ágætu og alþýðlegu hjónum, og lýstu þáu bæði ánægju sinni yfir verunm hér af svo inni- legri hrifni, að eg hefi við enga erlenda gesti rætt hér sem blaðamað- ur, fyrr né síðar, er fara heim ánægðan en þessu ágætu hjón. — Við skoðuðum okkur um fyrst hér í Reykjavík og grennd og svo lögðum við leið okkar norður í land. Eg kom með minn eigin bíl af gerð, sem við köllum English Rover, 1800 e. p. bíll, stærri og aflmeiri en gerðin Land Rover, sem kunnur mun hér. Allt gekk eins og í sögu og við vorum stórhrifin af feg- urð landsins. Við vorum tvær nætur á Blönduósi og þótti þar gott að gista og vera, og í þessum fyrsta á- fanga var reynsla okkar þegar, að allir voru vinsam- legir og hjálpsamlegir. Gistihús, vegir o. fl. — Hver var reynsla ykkar af gistihúsunum?, — Ágæt, bæði á Blöndu- ósi, gistihúsi KEA og við Mývatn, sannast að segja ó- aðfinnanleg. Gistihús KEA er sérlega vandað og ágætt gistihús og skemmtilegt að geta notið þar ágætrar hljómlistar.' — Og hvert er álit yðar á vegunum? — Eg tel þá ágæta, ef eg ber þá saman við ýmsa vegi, er eg hefi ekið um í öðrum löndum, og á þá ekki við nú- tíma bílabrautir, en eg hefi kynnzt ýmsum öðrum veg- um, ekið um sveitahéruðin í svissnesku Öljpunum, um Vestur-Klettafjallahéruð í Kléttafjallahéruðunum í Kanada, og fjórum sinnum þvert yfir Kanada, Eg tel, að þið eigið góða vegaverkfræð- inga. Eg er með einkennis- merki margra erlendra fé- laga bifreiðaeigenda á bíln- við sátum að tedrykkju í Bifröst fannst okkur syo fallegt þar efrg og allt við kunnanlegt, að við ákváðum að vera þar um kvöldið og næstu nótt, ef herbergi væri laust. Fengum við þar fyrsta Bókmenntir. Talið barst að áhuga fólks á Englandi fyrir íslandi, list- um hér og bókmenntum, og náttúru landsins, og kváðu þau sér hafa verið það gleði- efni, að hitta hér fyrir marga ferðamannahópa frá Bretlandi. Þeim fannst og til um, að hafa komið hér í bókabúðir og séð þar úrval góðra bóka á ensku. — Islendingar eru mikil flokks herbergi og áttum þar ógleymanlega dvöl. Eg er sannarlega bjartsýnn á fram- tíð íslands sem ferðamanna- lands. Og eg víl bæta því við, að Flugfélag íslands hefir með höndu^n fyrirtaks bókaþjóð, sagði lávarðurinn, — en eg furðaði mig mest á að sjá hve mikið og fjöl- breytt úrval góðra bóka á ensku er hægt að fá hér. Það hafði ekki farið fram hjá frúnni, að hér myndu margir hafa áhuga fyrir ann- ari tegund enskra bók- mennta, því að hér væru á boðstólum t. d. sögur Agötu Christie bæði á ensku og ís- lenzku. Eg skaut því' inn í, að bækur hennar myndu all- vinsælar til dægrastytting- arlesturs, og sagði þá lávarð- urinn: — En Agatha Christie er að ýmsu merkilegur rithöf- undur. Eg get sagt yður, að lýsingar hennar úr sveita- héruðum Englands eru ágæt- ar, sannar og lifandi. Geta mætti þess, að hún hefir verið heiðruð af drottning- unni. Eg spurði þau hjónin hvar heimili þeirra væri á Eng- landi? I Sveitasetur. — Við eigum tvö sveitaset ur, Bamburgh kastala í Norðimbralandi og Crag- side í Cheviothæðum. Á eign okkar þar eru 27 býli og Frh. á 13. síðu. Armstrong lávarður. um mínum — og eg lenti hér ! rrieð fslandsmerkið, því að i eg hafði skrifað Félagi ís- ' lenzkra bifreiðaeigenda um fyrirhugað ferðalag, og formaður þess, Arinbjörn Kolbeinsson, hafði sent mér það í pósti, og erum við þakklát honum og . konu hans alla vinsemd og fyrir- greiðslu. Lávarðurinn lofaði enn frekar íslenzkt landslag og fegurð Akureyrar, lands- lagsins á leið til Mývatns og við vatnið, og bætti svo við: — Mér fannst einnig til um hve vel útbúin brlaviðgerð- arverkstæði eru hér á lands- byggðinni; eg varð að vísu ekki fyrir neinu óhappi með bílinn,. en dálítillar lagfær- ingar þurfti við á Blöndu- ósi, var hún innt af höndum fljótt og vel. Vakti það furðu mína, að viðgerðar- maðurinn afþakkaði kurteis- lega, er eg vildi greiða hon- um aukaþóknun. Hér virð- ist mér sá siður nærri ó- þekktur að þiggja þjórfé. — Hér • rétta menn ekki fram hönd sína eftir þjórfé, sagði frúin, — en menn kveðjast og heilsast og þakka fyrir sig með handabandi og kunnum við þeim sið vel. Armstrong lávarður bætti við nokkrum lofsorðum um einn gististaðinn enn, Bif- röst í Borgarfirði. — Við ætluðum raunar til Akraness á heimleið, en er BaRri rv. TVO SUMARLEYFI rJIEÐ FEBUTZ Color C 18 hitt þegar þér sýnið þær.. AnnaS þegar þér takið myndirnar, PERUTZ verksmiðjurnar endursenda s filmurnar framkallaðar með flugpósti 24 klukkustundum eftir móttöku. SÁ, SEM KALPIR PERUTZ VEIT HVERS VEGNA. * FOK US9 JÆKJARGÖTl) 6B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.