Vísir


Vísir - 04.08.1961, Qupperneq 2

Vísir - 04.08.1961, Qupperneq 2
z r .4rurA mzámz?////jL “T p*) Langþráöur draumur Vesturbæinga rætist í haust. Sundlaugin tilbúin innan skamms Þegar við áttum leið upp Hofsvallagötuna í gærdag, ljósmyndari blaðs- ins og ég, tókum við skyndilega eftir hvítmál- uðu húsi á vinstri hönd. Við höfðum að vísu oft áður tekiÖ eftir gráu og ópússuðu húsinu þarna einmitt þar sem gömlu Eimskipafélagsskemmurn- ar stóðu, en byggingar í slíku ásigkomulagi, eru ekkert sérlega aðlaðandi og hrinda frekar frá sér athyglinm en hitt. Það var því ekki aðeins af forvitni, heldur líka af almennri á- nægju yfir bættu útliti hússins, sem við lögðum lykkju á leið okkar til að skoða framfarirnar betur. „Ég áttaði mig auðvitað strax á því, sem sannur Vest- urbæingur og „patríot“ að hér væri sundlaug Vesturbæjar í fæðingarhríðunum og ekki minnkaði áhuginn við það. „Kannske get ég fært sam- ^búendum mínum þann fagnað- arboðskap að þeirra langþráði draumur væri nú um það bil að rætast“, hugsaði ég uppglennt- ur af tilhlökkun. Meðan Oddur ljósmyndari afmyndaði staðinn í gríð og erg. gekk ég á nokkra önnum kafna unglinga, sem hömuðust við að tyrfa moldarbakka, sem lagaður hafði verið austan við laugina sjálfa. Angandi ódaun lagði að vitum mínum, er ég nálgaðist piltana, en hann var a.uðvitað ekki af þeim, heldur skarna sem dreift hafði verið í moldina til áburðar! „Þið eruð að“, sagði ég, til að segja eitthvað. Þeir virtu mig varla við- lits. Hér var greinilega kom- inn enn einn iðjuleysinginn, sem gat jafnvel verið úr aust- urbænum spyrjandi bjána- legra spurninga. Einn þeirra sá þó aumur á mér, og þegar ég sagði hon- um, að ég væri fréttamaður, lifnaði hann allur við. „Hér er unnið af krafti alla daga frá morgni til kvölds. Við erum að tyrfa þessa stundina, eins og þú sér. Þarna niður frá“, sagði hann og benti vestur fyrir laugina, „eru sólskýli, sem við erum búnir að tyrfa“. Þar voru hlaðnir grasbalar, haglega gerðir og smekklega. í og utan byggingarinnar var f jöldi málara að störfum og hún varð hvítari með hverjum klukkutímanum. „Við verðum líklega um hálf- an mánuð ennþá að mála húsið, en svo eigum v,ið einnig eftir að mála alla laugina. Það tekur að líkindum annan eins tíma“, Laugin sjálf er skemmtilega teiknuð, bogmynduð, með litl- um kýraugum á miðjum veggj- um. Þessir litlu gluggar eru á gangi sem er meðfram allri lauginni og eru ætlaðir vörð- um og ljósmyndurum, ef keppni fer þarna fram. Unni^S er að því að flísaleggja allal brún laugarinnar með mosaik. Lengd hennar er 25 metrar. Þarna var alls staðar ys og þys. Hlátrasköll gullu v.ið frá hálfstálpuðum unglingum, sem þarna voru í verkamannavinnu og vélahljóð og hamarshögg sungu í eyrum manns. Ég gekk að einum málaran- um og spurði, hvenær hann héldi að verkinu yrði lokið. „Það veit ég ekki, spurðu Gísla“. Gísli er Gísli Halldórsson arkitekt, en hann teiknaði húsið og sér um fram- kvæmdir. „Sundlaugin vcrður til- búin í haust, jafnvcl í næsta mánuði“, sagði Gísli, þegar ég hringdi í hann. „Það er búið að ganga frá hitaveitunni, sem tafðist vegna verkfallsins, og nú stcndur aðeins á nokkrum tækjum, sem nauðsynleg eru. Annars gengur allt sam kvæmt áætlun“. I haust verður hún tilbú- Hérna sjáum við yfir sundlaugina, með hvítmálaða búningsklefana í baksýn. Rekan fremst á myndinni tilheyrir vafalaust „tyrfingarmeisturunum“! in, sundlaugin, og þá geta allir syndir og ósyndir Vest urbæingar baðað sig í eigin sundlaug, og það af hjartans lyst og löngun. e.b.s. Verður Heykja- víkurmótið kært? Klögumálin ganya tí víxh Þessi mynd komst ekki í blaðið í gær, en liún er úr Ieik K.R. og Vals á miðviku- dagskvöldið. K.R. sækir og Gunnar Guðmannsson gerir heiðarlega tilraun til að pota knettinum í netið. Hinir á myndinni eru Valsmenn- irnir Björgvin Hermannsson og Magnús Snæbjörnsson. Einn af helztu knattspyrnu- viðburðum sumarsins var sá, þegar meistaraflokkslið Víkings sigraði KR-lið í vor, 1—0. Þetta var í einum af fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins. Eftir leikinn kom í Ijós, að Vík- ingar hefðu stillt upp ólöglegu liði, samkvæmt gildandi knatt- spyrnulögum. Ekkert var þó gert í málinu, og svo fór að þetta tap kostaði KR-meistara- titilinn í mótinu. Raddir voru uppi um það, að KR ætti tvímælalaust að kæra hið ólöglega lið Víkings, en ekkert var þó gert í málinu að sinni. Núna nærri tveim mánuðum seinna, er mál þetta aftur á döfinni og gengur sú saga fjöll- unum hærra, að KR hafi nú hug á að kæra málið. Fylgir það sögunni, sem rétt mun vera, að Fram hafi kært leik i IV. flokki B, vegna ólög- legs knattar. Sá leikur var milli Fram og KR og endaði með sigri KR, 1—-0. Sigraði KR þar með í Miðsumarsmóti flokksins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, hefur mál þetta ekki verið rætt formlega í sjórn knattspyrnudeildar KR. Hvað sem úr þessu verður er hér alvarlegt og leiðinlegt mál á ferðinni. Kærur og klögumál sem þessi eru alltaf hvimleið og sýna' aðeins hve keppnin og kappið milli félaganna er ó- stjórnlega mikið. En rétt skal vera rétt og með- an slíkir ,,kærumöguleikar“ eru fyrir hendi, er ekki nema eðli- legt að félögin. notfæri sér þá.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.