Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 16

Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 16
VISIR Föstudagur 4. ágúst. Bræðstusíld fyrir 4,8 millj. Siglufirði 3. ágúst. Síldarverksmiðjur ríkisins og Rauðka mala nú gull allan sól- arhringinn, og hafa þær á yfir- standandi síldarvertíð tekið á móti miklu magni síldar. Síld- arverksmiðjurnar eru komnar með nær 220.000 mál og Rauðka nálgast óðum 100.000 mál. Með því sem S. R. á Raufarhöfn hafa tekið til vinnslu eru Ríkisverk- smiðjurnar alls búnar að taka á móti 382.000 málum. Miðað við bræðslusíldarverðið eins og það var ákveðið í byrjun vertíðar, hafa því Síldarverksmiðjurnar greitt fyrir þessa síld nær 4.8 milljónum króna. Síldarsöltunin er samkvæmt síðustu tölum orðin 333.594 tn. og hefir ekki verið saltað ann- að eins allt frá árinu 1938. Stdraukið eftirlit um helgina. Nú um verzlunarmanna- helgina mun lögreglan gera sérstakar ráðstafanir til þess að halda uppi röð og reglu á vegum úti, og á þeim stöðum þar sem mest kemur saman af fólki. — Þetta tjáði lögreglustjóri, Sigurjón Sigurðsson, Vísi í morgun. Munu lögreglu- menn og aðrir eftirlits- menn verða staðsettir út um land allt og hafa aldrei áður verið gerðar eins víð- tækar ráðstafanir vegna þessarar helgar. Eitt af ný- mælum er það að nú verða staðsettir 4 lögregluþjónar á Þórsmörk, en þar hefur viljað bera á ólátum á und- anförnum árum. Er þar Norrænir forsætis- ráðherrar á fundi. Forsætisráðherrar Svíþjóðar, Danmcrkur og Noregs komu saman til fundar í fyrradag á sveitasetri sænska fjármálaráð herrans. Einnig voru komnir til Annar ölvaöur hinn próflaus. í fyrrinótt komu lögreglu- menn að bifreið sem ckið hafði verið út af Sogavegi. Lögreglumennirnir þóttust sjá á hjólförunum að eitthvað hafi verið athugavert við þann sem bílnum ók. Fóru þeir því heim til eigandans, sem hátt- aður var ofan í rúmið sitt og var þá rakur nokkuð. Fluttu þeir manninn í lögreglustöðina og játaði hann að hafa ekið bílnum nokkurn spöl aftur á bak, en verið sjálfur undir á- hrifum áfengis. Missti hann bílinn út af veginum en nennti ekki að eiga meira við hann og fór heim og háttaði. Sömu nótt varð árekstur milli tveggja bifreiða á mótum Rauðarárstígs og Laugavegar kl. 2.10 eftir miðnætti. Annar bíllinn var varnarliðs- bifreið og sá sem henni ók var réttindalaus. Kvaðst hann hafa fengið bifreiðina að láni hjá kunningja sínum í þessa öku- ferð. Ekki er getið skemmda á farartækjunum, en lögreglan 'tók bifreið varnarliðsmannsins vörzlu sína. fundarins fulltrúar hagsmuna- samtaka sérlærðra verka- manna. Ekki er vitað um umræðu- efnið annað en það. að rætt var um hvernig mætti viðhalda nor rænni samvinnu við þær að- stæður að Norðurlöndin gangi inn í sameiginlega markaðinn. Þá var einnig rætt um það hvernig kanna mætti þau vandamál, sem rísa kunna fyr- ir launþega, með inngöngu Norðurlanda í markaðinn. meS reynt að girða fyrir, að einstakir menn geti skemmt helgarfriSinn fyrir öSrum, meS óhóflegri drykkju og skrílslátum. Hér á Suðurlandi munu verða staðsettir lögreglumenn, og deildir frá lögreglunni á Þing- völlum, Laugarvatni og öðrum þeim stöðum, þar sem mest er um aðkomufólk. Lögreglumenn úr Reykjavík munu halda uppi gæzlu á vegunum frá Reykja- vík, bæði upp í Hvalfjörð og austur yfir Hellisheiði, og verða þar á ferðinni menn úr umferðadeild lögreglunnar hér, en þeir hafa bæði til umráða grimi'j,' bifreiðar og bifhjól. Er austur kemur fyrir Kamba, þá tekur vegalögreglan við, en auk þess mun Selfosslögreglan annast gæzlu á sínu umráða- svæði. Vegalögreglan mun þannig hafa eftirlit á öllum vegum sunnanlands. Á Vesturlandi verða einnig staðsettar sérstakar deildir, auk þeirra vegalögreglumanna og annarra sem fylgjast með umferð á vegum úti. Umferða- deild Reykjavíkurlögreglunnar mun annast gæzlu á Hval- fjarðarveginum, en er nær dregur Borgarfirði, og í honum sjálfum verður eftirlitið bif- reiðaeftirlitsins og sérstakra lögregluþjóna. Að sjálfsögðu mun Borgarneslögreglan að auki annast gæzlu á sínu svæði. Þá verða sérstakar deildir lögreglumanna á öllum helztu samkomustöðum á Vestur- landssvæðinu. Þannig verður sérstök deild í Bjarkarlundi. Á sjálfum Vesturlandsvegi, þ. e. í Dalasýslu og allt vestur á Vestfirði verður sérstök vega- lögregludeild á ferðinni. Sérstakt nýmæli er löggæzl- an á Þórsmörk, en þar verður strangt eftirlit með óróaseggj- um. Að lokum vildi lögreglu- stjóri hvetja menn til varúðar og aðgæzlu um þessa helgi, og tekur Vísir undir þau orð. Frk. Vigdís Jónsdóttir. Árangurslaus fundur með verkfræðingum. f GÆR var haldinn stuttur fundur verkfræðinga og vinnu veitenda þeirra með sáttasemj- ara. Hófst fundurinn klukkan 17 og var lokið um það bil klukkutíma síðar. Ekkert gerð ist á fundinum, sem breytir stöðunni í málinu, eins og hún hefur verið síðan verkfræðinga verkfallið hófst Ekki hefur verið boðaður annar fundur. Skipuð skólastjóri. Nýlega setti menntamála- ráðuneytið frk. Vigdísi Jóns- dóttur skólastjóra húsmæðra- skólans að Varmalandi í Borg- arfirði til að vera skólastjóri Húsmæðrakennaraskóla Is- lands um eins árs skeið frá og Kommúnistar með hækkun. Þau tíðindi gerðust á fundi bæjarstjórnar Siglu- fjarðar í gær, að tveir kommúnistar af þrem, sem þar eiga sæti, samþykktu með öðrum bæjarfull- trúum, að nauðsynlegt væri að hækka útsvörin vegna fyrirsjáanlegra útgjaldahækkana, sem hafði ekki verið gert ráð fyrir við samningu fjárhags- áætlunar. — Samþykkt var með átta samkljóða atkvæðum, að hækka skyldi útsvönn um 200 tms- und krónur. Níundi maðurinn sat hjá, og var það þriðji kommúnistinn, sem i bæjarstjórninni situr. Útsvörin eru 8% undir útsvarsstiga kaupstaðanna, en að auki fá þeir, sem greiða útsvör sín að fullu fyrir 1. september, 10% afslátt. með 1. september n.k. að telja. Jafnframt lætur frk. Helga Sig urðardóttir sem verið hefur skólastjóri Húsmæðrakennara- skólans um langt skeið, af störf- um. er Frk. Vigdís Jónsdóttir fædd 6. marz 1917 að Deildar- tungu i Borgarfirði. Stundaði hún nám við héraðskólann að Reykholti, Garðyrkjuskólanum að Reykjum og Húsmæðra- kennaraskóla íslands. Hún var og á sérstöku námsskeiði í hús stjórn við Árósaháskóla 1956 til 1957. Frk. Vigdís varð kennari við húsmæðraskólann að Hallorms stað 1944—4. Hún varð skóla stjóri að Varmalandi árið 1946 og hefur verið það síðan. Komust ekki fyrir Langanes ALLGÓÐ síldveiði var síðdegis í gær og fram eftir nóttu, en minni aftur nú í morgun, sagði fréttaritari Vísis á Raufarhöfn laust fyrir hádegi. Yfir 50 skip höfðu tilkynnt um afla og flest með fullfermi. Ætlaði þorri flotans inn til Raufarhafnar og lengra, en þegar skipin komu að Langanesi var þar bræla og ekki lengra komist. Sneru þau því inn til Austfjarðahafna. í morgun var veiðiveður ekki sem hagstæðast á miðunum, en þó var ekki svo slæmt orðið laust fyrir hádegi, að skipin gætu ekki verið að. Meðal aflahæstu skipanna eru Akraborg með 1650 mál, Víðir II. 1250, Guðrún Þorkels- dóttir 1400, Ólafur Tryggva- son 1100, Sigurður Bjarnason 1400 Landanir í Þýzkalandi. Undanfarin ár hafa togararn ir hafið Þýzkalandssöluferðir þegar komið hefur fram í ágúst mánuð, en í V-Þýzkalandi er tollum af innf'uttum ísvörðum fiski aflétt 1. ágúst. í morgun skýrði Hafsteinn Baldvinsson skrifstofustjóri L. f.Ú. blaðinu svo frá, að land- anir togara í V-Þýzkalandi myndu ekki hefast fyrr en í september. Til þess liggja ýms- ar ástæður m. a. tregur afli hjá togurunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.