Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 15

Vísir - 04.08.1961, Blaðsíða 15
Föstudagur 4. ágúst 1961 Vf SIR ema sem eg 1 raun og veru leitaði að. Og ég sá það ekki. Nú veit ég það, ef þér get- ur verið nokkur huggun að því. En nú er það um sein- an. — Sambandið er svo slæmt, sagði ég. — Ég heyri varla til þín. Og nú verð ég líka að hætta. — Kata . . . sagði hann. Ég sleit sambandinu og opnaði. Maðurinn stóð þarna enn. Ég sagði: — Þér verðið að afsaka að ég lét yður bíða svona lengi. Hann brosti súrt: — Þér hafið verið að tala við unn- ustann ? — Já . . . nei . . . — Það er vandalaust að sjá það, sagði hann. Ég fór til Oxford Palace. Ármaðurinn sagði að frú Seamon væri úti. Hann vissi ekki hvenær hún hafði farið út og ekki heldur hvenær hún væri væntanleg til baka. Ég gæti beðið fyrir skila- boð ef ég vildi. Ég hugsaði mig um en sagðist svo held- ur vilja reyna að koma aftur seinna. Klukkan var orðin 19.30, svo mér fannst rétt að fara inn í matsalinn o gfá mér að borða. En kaffið mun hafa tekið frá mér matarlystina, því að ég barðist við að koma ofan í mig aðal réttinum og gafst upp áður en ábætirinn kom. Kanske hafði frú Sea- mon farið í leikhús, og þá var mér eins gott að fara heim. 38 Strætisvagninn, sem ég fór í, fór ekki lengra en til South Kensingtón, svo að mér datt í hug að ganga heim þaðan. En Fanshavye Mews togaði í mig eins og segull, og ég gat ekki stillt1 mig um að taka á mig królc þangað. Það var farið að skyggja en ekki hafði verið kveikt á götuljósunum enn, og bjarmann lagði út um glugg- ana á kránni „Rósin“. Dyrn- ar að krykkjukránni stóðu ! opnar og það virtist f jörlegt þar inni. Ég gekk framhjá, j gægðist upp í gluggana á nr. 3 og sá að Ijósið slokknaði i einum glugganum. Ég stóð kyr og starði á gulu dyrnar. Hver var þarna inni — hver hafði slökkt Ijósið í stofunni ? Frú Emms? Ég beið um stund. Ekkert gerðist. Eftir augnablik truflaði mig hundur, sem var að eltast við kött, en svo beindi ég aftur athyglinni ð húsinu. Svartklædd kona með fallega fætur og kirsiberjarauðan hatt og Ijóst hár gekk hratt framhjá mér og framhjá ,,Rósinni“ og niður næstu götu. Hvaðan kom hún ? Hún hafði ekki verið þama þegar hundinum og kettinum lenti saman. Og þó hafði ég ekki litið af húsinu nema augna- \ blik. Ég starði eftir henni. Og svo tók ég til fótanna og hljóp á eftir henni og kallaði. — Frú Seamon! kallaði ég. — Frú Seamon . . . Hún hægði á sér og leit við. Nú hafði ég náð í hana. — Þér eruð frú Seamon, er það ekki rétt? Ég held að ég hafi séð yður koma útúr húsinu. Ég hafði giskað rétt á. Hún neitaði ekki. Köld augun litu óvildarlega á mig. Hún sagði: — Hver eruð þér ? Og hvað viljið þér mér? — Má ég tala við yður? — Eruð þér ekki að tala við mig? — Ég á við hvort ég megi tala einkamál við yður. Á einhverjum afviknum stað. Mér varð litið til „Rósar- innar“ en var lítið hrifin af að fara þar inn, en leit um öxl á nr. 3. — Ef við gæt- um . . — Ég á ekki vel hægt með það, sagði hún. Hún hnyklaði brúnimar. Fyrir tíu ámm eða svo hlaut þetta að hafa verið falleg kona. Sjálfir drættirnir í and- litinu voru enn hreinir, en hörundið var farið að skorpna og verða ellilegt. — Ég skal ekki tefja yður lengi, sagði ég. — Ég veit ekki einu sinni hver þér eruð. — Ég skal skýra það fyr- ir yður ef þér leyfið. Það er ekki gagn í að ég segi yður nafn mitt eitt. — Hvemig vissuð þér hvað ég heiti? — Þér kpmuð útúr íbúð- inni þarna. Og þess vegna giskaði ég á að þér munduð vera frú Seamon, og greip tækifærið. Já, ég var farin að leggja það í vana minn að grípa tækifærið og treysta á fremsta. Ég vissi ekki hvað ég átti að segja við hana, þó ég fengi hana til að hlusta á mig. En hún varð að hlusta á mig. Mér fannst krafta- verk að ég skyldi hafa náð í hana í kvöld. Og kannske gerðist það kraftaverk líka, að hún fengist til a ðveita mér áheyrn. Jæja, en þá verðið þér að Ijúka erindinu fljótt af. Það var likast og það kost- aði hana innri baráttu að svara. Hún vildi alls ekki tala við mig, en það var eitthvað sem knúði hana til þess. Eitt- hvað líkt því að það væri hræðsla ... Hún gekk á undan mér upp þrepin og opnaði með yale- lykli. Það var dimmt inni þangað til hún kveikti. And- litið virtist enn harðara og augun tortryggnari og kald- ari en áður. Ég sagði: Sagan — 97 — Ég kom hingað á laug- ardagskvöldið. Þá var hér enginn, en konan héma beint á mótj hleypti mér inn, þegar ég sagði henni að ég væri að leita mér að íbúð . . . — Því miður, sagði hún og lá við að hún brosti. Ég þótt- ist sjá að henni létti. — Ef það er erindið þá er ég hrædd um að þér komið of seint. — Nei, það var ekki allt erindið, og það var ekki satt heldur. Hún hafði þegar snúið sér að mér til þess að skipa mér út, en þegar hún heyrði orð mín horfði hún betur á mig. — Konan héma á móti sagðist ekki vita hvað gert yrði við íbúðina, og ég jfékk hana til að gefa mér heim- ilisfang málaflutningmanns- ins, sem annast um dánarbú Seamons. — Hún hafði engan rétt til þess. — Ég ætla að biðja yður að reiðast henni ekki fyrir það. Ég veiddi þetta upp úr henni án þess að hún vissi af. Og ég get ekki skilið að neinum sé bagi í því. Ég hitti hr. Bradford núna um há- degið og sagði honum að mér væri áriðandi að vita hvort íbúðin væri laus, og þá sagð- ist hann ekki hafa nein af- skifti af henni, en að þér munduð kanske geta hjálpað mér . . . — Ibúðin hefur þegar verið leigð. Leitt að þér skuluð hafa lagt þetta á yður til ó- nýtis, ungfrú . . . — Ég heiti Stephens, ég var ritari hjá Adam Brett — manninum sem sást koma út úr þessu húsi nóttina sem maðurinn yðar dó. — Hversvegna komuð þér hingað ? spurði hún. Ég svar- aði ekki strax, af því að ég var ekki enn ráðin í hve mik- ið ég ætti að segja henni. Hún hélt áfram: — Þér emð alls ekki að sælast eftir íbúð- inni. Þér notið það sem á- tyllu til þess að komast í tæri við mig. Hvers óskið þér eig- inlega ? Hún var ekki aðeins reið núna — hún var auðsjáan- lega hrædd. K V I S T SKYTTURIMAR ÞRJÆR 49 I augum veitingamannsins var kardinálinn aðeins hver annar liðsforingi sem kom að heimsækja konu. „Hafið þér herbergi fyrir vini mini, þar sem þeir geta beð- ið o ghaft hlýju?" spurði Riche- lieu. „Ég hef þetta,“ sagði veit- ingamaðurinn og opnaði'dyrnar á stóru herbergi sem stór ofn hafði nýlega verið tekinn úr og arinn settur í staðinn. „Það er gott," sagði kardinál- inn og gekk hratt upp stigann. „Farið inn, herrar minir, og látið fara vel um ykkur meðan þið bíðið mín.“ Porthos og Aramis settust við borð og byrjuðu að spila póker, en Athos gekk um gólf í þungum þönkum. En þegar hann gekk þannig fram og aftur heyrði hann allt i einu raddir, sem bárust gegnum gamalt rör, sem hafði tilheyrt ofninu. Hann lagði við hlustirnar og skipaði félögum sínum að þegja. Þá heyrði hann orðaskil: Heyrlð, Mylady, sagði rödd, sem var greinilega kardinálans, „þetta er alvarlegt mál, fáið yður sæti og við skulum ræða það.“ Mylady muldraði Athos. Ég býð ekki mikið í þetta heilbrigðistand en vildi kaupa urið yðar. A FOJ WU OLUZV

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.