Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 5
Mánudagur 15. janúar 1962 V t S I R Samkomulagg um Viðtal dagsins. — Aðfaranótt sunnudags náðist samkomulag á ráð- herrafundi Efnahagsbanda- lags Evrópu um landbún- aðarmálin. Hefur sam- komuláginu verið mjög * Arangurslaus É Framh. aí 1 síðu. ir báða þessa staði og leituðu yfir ströndinni og yfir nálæg- um fjöllum en án árangurs. Á neyðarbylgju. Þá skýrði þýzkur togari, sem var á yeiðum við vesturströnd- ina frá því, að hann hefði heyrt einhver. merki á neyðarbylgju á laugardagsmörgun, en við at- hugun virtist það ljóst, að hér hefðu verið . merki leitarflug- vélanna sem notuðu þá neyðar- bylgjuna. Þannig hefur leitin engan árangur borið og minnka vonir um að mennirnir tólf finnist. Skyggni' vár'saémilegt í gær, en aftur nokkru verra í morgun. Þó átti að halda leitinni áfram í dag. Útvarpið — Frh. aí 7. s. inga, sem á hefur verið meiri bragur menningar og alvöru en þeim fjórum, sem hann tefldi fram í gærkvöldi. Ef ég ætti >þó að draga saman úr máh þeirra niðurstöðu, sem mér væri mest að skapi, þá mundi hún verða eiuhvað á þessa leið: 1. Ekkert skai gert i Skál- nolti, nema til þess se stomaö og pað íramkvæmt ai þvi viti, peirri þekkingu og þvi hstiengi, að i engu sé misboðið sögulegri neigi staðarms, enda iiggur eKK- ert á, því að gera rerðui ráó iynr, að enn eigi íslendingar fyrir höndum iangan og heiiia- væniegan þrosKaieril. 2. Ekki skai Skáihoit gert aó Diskupssetn meóan hiutverk oiskups er samkvæmt ísienzk- um lögum fyrst og fremst skní- stofumennska undir stjórn rik- ísvaldsins, en ekki andleg og menningarleg forysta. En til þess ber brýna nauðsyn, að Kirkjan verði kristilegt siðgæðis og menningarvald á landi hér, óháð bolabrögðum stjórnmála- Legra glímubusa, og beri þjóð- in gæfu til þess að ráða þeim ráðum, skal Skálholt á ný verða biskupssetur og andlegt must- eri, þar sem kaþólskur virðu- leiki og listræn snilli í siðum og söng þjóni fyrir altari, en gagnrýnin og raunsæ lúthersk skynsemi stígi í stólinn. Guðm. Gíslason Hagalín. fagnað í höfuðborgum bandalagsríkjanna. Form- legar viðræður'hefjast nú í Brussel í þessari viku um aðild Breta að Efnahags- bandalaginu. 20 klst. fundur. Ef samkomulag hefði ekki náðst í fyrrinótt hefði fram- kvæmd annars þáttar áætlunar bandalagsins tafizt um eins árs bil að minnsta kosti. Samkomulagið náðist að áliðinni nóttu og hafði fundur þá staðið í hartnær 20 klukku- stundir og alls höfðu ráðherr- arnir setið á fundum um þetta mál í um 200 klst. frá áramót- um og að því komnir að bugast áf svefnléysi og þréytu. Aðal- fulltrúi Þjóðverja hvarf af fundi nokkru fyrir miðnætti vegna ofþreytu og varamaður tók við. Tveir fulltrúar hnigu í ómegin og öðrum lá við yfir- liði. Svo mjög hafði það tekið á fulltrúanna að standa í þessu. Samræming verðlags. Méginágréiningurinn var milli Frakka og- Vestur-Þjóð- verja. Vildu Frakkar sem frjálslegast samkomulag, en V.- Þjóðverjar óttuðust afleiðing- arnar fyrir vestur-þýzka bænd- ur, er ódýrar franskar land- búnaðarafurðir kæmu á mark- aðinn í bandalagsríkjunum. Samið var að lokum um sam- ræmingu á verðlagi landbúnað- arafurða og stofnun sérstaks sjóðs í því skyni. Fellt var úr gildi neitunarvaldið, sem ein- stakar ríkisstjórnir hafa haft fram að þessu. Skðaferð Nógur snjór og gott skíðafæri er á fjöllum, og efnir Skíðaráð Reykjavíkur til skiðaferðar í kvöld. Lagt verður af stað frá BSR að venju kl. 19.30 og farið í Hveradali. Þar verður lyftan í gangi og ljós í brekkunum. Snjór og færi er líka ágætt í Jósefsdai og víðar. en kvöld- ferðin verður aðeins í Hvera- dali. Kr.Ili frænd: Framh. af 10. siðu. bændur — aðallega þá, sem minnst tún hafa. Höfum haft 3 gröfur í notkun og í jarð- vinnslu tvær beltisdráttar- vélar. Raunverulega 15 byggðahverfi. Talið barst aftur að byggðahverfunum. Þau eru 13, sagði P. E. en raunverul. 15, því að tvö eru aðskilin. Uppbygging byggðahverfa tekur eðlilega sinn tíma. Henni er lokið í þremur og farið að búa í öllum hinum, nema í Dölunum, en þar verður byrjað að búa næsta vor.“ Eg spurði P. E. nánara um byggðahverfin, áhuga manna fyrir þeim, skilyrði o. fl. og og kvað hann m. a. að orði á þessa leið: Það er því miður ekki alltaf nóg að áhuginn sé fyr- ir hendi sem betur fer eru margir sem hafa hann, en margir sjá sér ekki fært að athuguðu máli að .ráðast í þetta kostnaðar vegna. Nýbyggjandi í sveit þarf ekki aðeins að koma sér upp íbúðarhúsnæði, því búskap- ur á íslandi í dag hefir ekki ,.þ^ð,^in^markmið ,sem áður var, að afla neyzluvara til daglegra þarfa, hann er at- vinnufyrirtæki til að fram- leiða lífsnauðsynjar fyrir aðrar atvinnustéttir þjóðar- innar. Reksturinn krefst ræktunar, peningshúsa, bygginga vélakaupa og bú- stofnskaupa og rekstrarfjár. Mér er óhætt að fullyrða að á tímabilinu 1951—1957 var áhuginn mikill að hefja búskap og þá einnig að fá lönd í byggðahverfum til á- búðar. Á því timabili búsettu sig í hverfunur. um 50 fjöl- skyldur, en hin síðustu ár hefir dregið úr umsóknum, því miður. Landnámið hefir þessi síðustu ár bent um- sækjendum á jarðir sem voru til sölu, því í sumum tilfellum geta kaup á jörð verið hagstæoari en byggja frá grunni. Þannig gerðust kaup á 4 jörðum árið 1961. Benda má á að framkvæmdir í byggðahverfum hafa örvað skiptingu jarða í einstakl- ingSeisu þegar menn liafa komið auga á. að það er meira komið undir ræktun en landrými hvert bú er hægt að hafa á jörðinni. Eg tel, að þeim, sem hafa ráðizt í nýbýlastofnanir 1947—1957 hafi gengið fram- ar öllum vonum og afkoma þeirra sé yfirleitt góð hin síðari ár — og tvímælalaust mun betri en búast mætti við hjá frumbýlingum. — Stuðning vantar alveg við bú stofnskaup og vélakaup og reynist það mörgum erfiðast og það er m. a. hér sem þyrfti að létta undir. Batnandi skilyrði. Áhugi manna fyrir nýbýl- um er mestur þar sem sam- gönguskilyrði eru bezt, eða á Suðurlandsundirlendi, Skaga firði og S.-Þingeyjars., en það er athugandi hve sam- gönguskilyrði eru batnandi víða þar sem nýbýlahverfi eru í myndun. Þar má til nefna byggðahverfið, sem er í uppbyggingu í Álftanes- hverfinu á Mýrunum, en þar er nú nýtt félags- heimili í smíðum. — Með fyrirhugaðri vegarlagn- ingu í sumar koma til hring- akstursskilyrði sem byggða- hverfið þar fullnotar. Þarna hefir verið gert ágætt vatns- ból með dælustöð til allra nýbýlanna. Stofna mætti þarna kornræktarmiðstöð. — Kornækt í Gunnars- holti á vegum ríkisins gefur góðar vonir um korn- ræktina, og verði áframhald þeirra tilrauna að vonum, þarf að notfæra sér liana víðar. Við höfum lönd í þessu byggðahverfi og öðrum, ef umsækjendur treysta sér til fjárhagslegra skilyrða og annara skilyrða vegna, að stofna þar nýbýli. Hver eru skilyrðin? Fyrirspurnum hvaða skil- yrði umsækjendur þyrtfu að uppfylla svaraði P. E. svo: Þeir þurfa að hafa unnið að minnsta kosti tvö ár við landbúnaðarstörf eftir 16 ára aldur og geta sýnt fram á, að þeir hafi þekkingu til að bera og reynslu við landbún- aðarstörf og fjárlíagslega getu til nýbýlastofnunar. Að jafnaði sitja fjölskyldu- menn fyrir. Landnámið undirbýr ný- býlastofnanirnar að vissu | marki: Framræsla og þurrk-i un á öllu landi býlamia og ræktun á 10 hektörum fyrir | hvert býli, leggur vegi að; byggðahverfum og um þau, sér um vatnsleiðslur o. fl. I Nýbýlastofnandinn byggi í-; veruhús og peningshús og nýtur til þess framlags frá( landnáminu og lán fær hann; eftir því sem lög og reglur sjóða mæla fyrir um. Fi’am- lagið til íveruhússbyggingar j nemur 40 þús. kr. Bústærð í byggðahverfum. Þar sem miðað er við naut- griparækt einvörðungu er gert ráð fyrir, að hægt sé að hafa 40—60 nautgripi, þegar allt land nýbýlis er fullnýtt og ræktað, en í byrjun 10— 20. — Þar sem miðað er við sauðfjárbúskap höfum við gert ráð fyrir, að hægt verði að hafa 300—400 fjár á ný- býli, en yfirleitt er miðað við mjólkurframleiðsluna eða bú sem bæði hefur nautgripi og sauðfé. • Lokaorð. — Þú minnist á það, að líka væri um að ræða flótta í sveitirnar úr ’bæjunum, þótt miklu smærri væri en flóttinn úr þeim. Þetta er rétt, en það má líka benda á tvennt: Fólkinu fækkar ekki í góðum sveitum, þar sem samgöngu- og félagsmálaskil- yrði eru upp á það bezta, eins og á Suðurlandsundir- lendi. Þar er flóttinn stöðvað- ur. Hitt er, að í bæjum og kauptúnum hefir margt ungt fólk úr sveitum stofnað heimili vegna þess eins, að því var heimilisstofnunin auðveldax-i þar og afkoma, og sumt af því fólki, og sennilega fleiri myndu hugsa til heimilisstofnunar í sveit, ef létt væri af mönnum þyngstu byrðunum við slíkt fyrirtæki, en þegar undan- teknir eru þeir, sem geta stofnað nýbýli við skiptingu jarða, í skjóli ættmenna, sem auðvelda hinum ungu tramkvæmdina á margan hátt, ættu byggðahverfin að hafa mikið aðdráttarafl fyrir þá, sem vilja búa í sveit við beztu nútíma skilyrði — og við önnur \ skilyrði vilja menn ekki búa lengur. A. Th.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.