Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 9
k Mánudagur 15. janúar 1962 V t S 1 R Rannsóknarstofnanir starfa vfð 30 háskóla við að athuga merkileg fyrirbærí. J^|argir eru vantrúaðir á það að nokkuð sé yfir höfuð til, sem kallast fjarskynjan eða skyggni. Menn hafa að vísu orðið dálítið hissa á skemmtisamkomum hér í Austurbæjarbíói, þar sem t. d. Truxa-hjónin hafa komið Wam og miðillinn getað lesið númerin á peningaseðlum sem menn halda á úti í áhorfendasalnum. Mönnum hefir þótt þetta ótrúlegt og ágætis skemmt- un, en flestir hlæja aðeins og hrista höfuðið og segja að þetta séuj hin venjulegu brögð, sem loddarar og kukl- arar hafi leikið á öllum tím- um. Auðvitað hafa kuklarar alltaf verið uppi og um tíma fóru fram miklar galdra- brennur vegna margskyns galdrakukls. Slíkt finnst mönnum auðvitað fáránlegt. En gæti það þó ekki hugs- telja sig hafa fengið órækar sannanir fyrir því, að manns- hugsuninni fylgi einhver ó- þekktur kraftur og þeir hafa ennfremur sannprófað að hugsun gettur borizt langar vegalengdir líkast hinum þráðlausu útvarpsbylgjum. Hin vísindalega dulfræði tók stærsta framfarastökkið á árunum rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þá voru m. a. framkvæmdar tilraunir, mest í Bandaríkjunum, sem sönnuðu í' fyrsta skipti á vísindalegan hátt að það er til nokkuð, sem kalla mætti hugsanaflutning, fjarskyggni og jafnvel forspá. Vísindamennirnir vilja þó helzt ekki kalla það þessum nöfnum, heldur nefna þeir það ,,Óskýranlegt skyn“, en með því eiga þeir við, að vís- indin geti ekki talið þetta yfirnáttúrleg fyrirbrigði, heldur sé hér aðeins að verki Uppdráttur þessi sýnir leiðina sem Wilkins sendi hugskeyt- in frá Alaska til Nevv York. Þau náðu skýrar fram en radíóskeyti. miklum erfiðleikum við leit- ina, að radio-hlustunarskil- yrði væru mjög slæm og truflanir lokuðu fyrir sam- bandið heilu dagana. Nú datt Sherman, sem var fjarskyggnimaður, í hug, að stinga upp á nokkru við Sir Hubert Wilkins. ..Hvernig væri að gera nú svolitla til- raun með hugsanaflutning. Eigum við að reyna, hvort þér getið verkað sem sendir í Alaska og cg sem viðtak- ari í New York. Hlutverk mitt yrði að skrá niður á vissum tímum hugskeyti sem eg fæ frá yður. Slíkt væri mikilvægt. ef um nauðlend- ingu væri að ræða og radíó- senditækin biluðu.“ Sir Hubert Wilkins sam- þykkti þetta eftir skamma íhugun og varð það að sam- komulagi með þeim, að Wil- kins skyldi er hann kæmi til Alaska setja sig þrisvar í viku kl. 23.30—24.00 í sam- band við Sherman, sem yrði 5500 km fjarlægð í New York. En Sherman skuldbatt sig til að skrifa hugskeytin þegar í stað niður á blað og senda afrit af þeim hið skjót- asta til hóps hinna kunn- azt, að sumir þessara kukl- ara hafi kynnzt kröftum, sem aðrir þekktu ekki? Get- ur það ekki hugsazt þrátt fyrir allt að heitingar og bænir feli í sér einhvern kraft sem geti haft áhrif. ★ yitið þér t. d., að nú þegar hafa verið settar á fót rannsóknarstofnanir við 30 háskóla í Evrópu og Amer- íku til að kanna vísindalega ýmiskonar dulræn fyrir- brigði. Vísindamennirnir, sem þar hafa verið að starfa, skilningarvit, — einskonar sjötta skilningarvit, sem menn hafa enn ekki uppgötv- að hvar eða hvernig starfa. ★ ||ér skal nú skýrt frá einni þýðingarmestu fjarskynj- unarrannsókninni sem fór fram á þessum árum, það var veturinn 1937—38. Var þar um að ræða hugsana- flutning frá Alaska til New York eða 5500 km leið. Atvikum var þannig hag- að, að Rússar voru að gera tilraun til að fljúga lang- drægri flugvél yfir Norður- heimskautssvæðið. Lagði vél- in af stað frá bæ einum í Síberíu og ætlaði að fljúga til Alaska. Með henni voru sex menn, flugstjórinn Sig- ismund Lawanewski og fimm menn með honum. Þeir flugu yfir Norðuryól- inn þann 12. ágúst 1937. Því næst tóku þeir stefnu á bæ- inn Fairbanks í Alaska. Loft- skeytamaðurinn hafði sam- band við loftskeytastöðvar í Síberíu. Ferðin gekk vel þangað til komið var ná- Þessir tveir menn framkvæmdu eina merkilegustu tilraun með hugsanaflutning, sem gerð hefur verið, t.v. er Harold Sherman miðill, t.h. Sir Hubert Wilkins heimskautakönnuður lægt Alaskaströnd. Þá sendu flugmennirnir út eftirfar- andi skeyti: „Hægri hreyfill er bilaður,- Fljúgum móti vindi með 100 km hraða á klst. Höfum lækkað flugið úr 6000 metr- um í 4300 metra. Munum nauðlenda í ... .“ Meira heyrðist ekki fyrir truflunum. Og þetta útvarps- skeyti varð síðasta lífsmark- ið, sem heyrðist frá þeim Lewanewski og fimm félög- um hans, sem reyndu fyrst- ir heimskautsflugleiðina. Strax eftir hvarf þeirra félaga beitti rússneska sendi- ráðið í Washington sér fyrir leit að flugvélinni. Leit þessi varð feiki umfangsmikil og tók langan tíma. Hefir henni jafnvel verið líkt við leit Stanleys að Livingstone í Afríku. ★ ^ússneska sendiráðið leitaði til hins fræga Sir Hubert Wilkins og bað hann að stjórna leitinni. Fyrst fór hann í stutta leitarferð norður eftir, en hún reyndist árangurslaus. Kom hann stutta ferð til New York til að undirbúa frekari leit bæði á landi og úr lofti. Þegar hann var þá staddur í City Club í New York hitti hann bandaríska rithöfundinn Harold Sherman og skýrði honum frá því að það ylli ustu fræðimanna í Banda- ríkjunum. ★ þessar hugskeytasendingar gengu mjög vel og kom hér um bil allt heim við þær nótur sem Sir Hubert Wil- kins skráði hjá sér í Alaska. Við skulum nú sýna nokkur dæmi: 22. nóv. 1937: Þeir fljúga meðfram Mackensie-fljóti. Eru á leiðinni til Aklavik. Það þarf að gera við flug- vélina. Radíótækin eru ekki í góðu lagi. Á eftir þeim kemur flugvél með birgðir. Wilkins: Passar. 2. desember 1937: — Þeir eru á sveimi milli Point Barrow, Barter Island, Akla- vik og fjórða staðar sem er norðar. Wilkins: Það passar, fjórði staðurinn var Baillie Island 250 mílur norður af Aklavik. 31. janúar 1938: — Þér hafið aldrei upplifað svo vont veður. Wilkins: Það kemur heim. 14. febrúar 1934: — Þeir hafa orðið að fá nýjan hreyf- il frá Edmonton. Svo virðist sem þeir séu að sannprófa einhverjar lausafregnir Eskimóa um flugvél Rúss- anna. Wilkins: Það passar alveg. 1. marz: — Þeir hafa heyrt orðróm meðal Eskimóa um (Framhald á 10 síðm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.