Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 2
2 V I S I R Mánudagur 15. janúar 1962 Uppdrátturinn sýnir hugsanlega flugleið Neptune-flugvélarinnar sem týndist á föstudaginn. 12 vaskir menn fór- ust í flugsiysinu. ■ Sá sorglegi atburður gerðist s. 1. föstudagsmorgun, að könnunarfluvél frá Varnarlið- inu á Keflavíkurflugvelli týnd- ist á ískönnunarflugi yfir haf- inu milli Vcstfjarða og Græn- lands. Hefur vélarinnar mikið verið leitað síðan, en vonir eru nú orðnar litlar um að nokkrir mcnn af áhöfninni finnist á Iífi. • Flestir nýkomnir til landsins. Með flugvélinni voru 12 bandarískir varnarliðsmenn, allir úr flotanum. Allt voru þetta ungir og vaskir menn. Þeir munu alveg nýlega hafa verið komnir hingað til lands, nema einn þeirra að nafni John A. Brown, sem hafði dvalizt hér síðan í apríl s. 1. Brown læknir hafði starfað við hersjúkrahúsið á Keflavík- urvelli og feetið sér miklar John A. Brown læknir. vinsældir þar. Hann var fæddur 11. maí 1933 og því ekki orðinn fullra 29 ára. Hann var giftur sænskri konu að nafni Ingrid Maria. Bjuggu þau til skamms tíma á KefJa- víkurflugvelli og voru barn- laus. Fyrir nokkru sneri konan heim til Bandaríkjanna, enda körfuknattbik' • Næstk. miðvikudagskvöld fer fram hraðkeppni í körfuknatt- leik að Hálogalandi. Þátttakendur verða 5, ÍR, Ár- mann, ÍKF, Stúdentar og KFR. Mótið verður útsláttarkeppni, leiktími 2x12 mín.. og engin hlé. \ Mótið hefst kl. 8,15. ártti Brown læknir bráðlega einnig að fá að fara heim. Brown var í flugferð þessari að gera flughæfnisathuganir á flugmönnunum og því voru svo margir í flugvélinni, en annars munu ekki vera fleiri en 6 menn í slíku ískönnunar- flugi. Flestir 21—25 ára Um fjölskyldur hinna mann- anna sem fórust veit Vísir ekki^ enda voru þeir allir ný- komnir til landsins. En menn- irnir voru þessir: Hefst á morgun. - Frh. af 16. s. ur þorri bæjarbúa hafa ver- ið bólusettur a. m. k. einu sinni og víst er að þeir eru taldir sterkir fyrir. Annað mál er það, að menn eru ekki taldir öruggir sé bólu- setningin orðin eldri en þriggja ára. Við bólusetninguna, sem tekur aðeins augnablik, ber að varast beina snertingu fingra þar sem bólusett hef- ur verið. Er kvenfólk t.d. ýmist bólusett aftan á herða- blað eða í læri. Karlmenn aftur á móti eru bólusettir í handlegg. Illt getur hlotizt af því, ef bóluefnið kemst í opið sár eða einhverskonar kaun, eða exem. Hugsanlegt er að fólk kenni lasleika á eftir, en það mun fljótlega jafna sig. ir Bóluefni það sem notað verður er frá Danmörku og hingað keypt á vegum heil- 'brigðisyfirvaldanna. í til- kynningu borgarlæknisemb- ættisins var þess og getið að Seltirningar geti einnig snú- ið sér í Heilsuverndarstöð- ina og fengið sig bólusetta. Bólusetning barna fer fram í Heilsuverndarstöðinni síð- degis í dag, eins-og venju- lega á mánudögum. Benóný - Hér sést Neptune-flugvél á Keflavíkurflugvelli. Sama tegund og sú sem fórst á föstudaginn. Eriendir sérirteðimgur rteða efnahagstnúlin„ Undanjarið liaja julltrúar jrá Alþióða-gjaldeyrissióðnum í Washington og Ejnahags- og jramjarastojnun Evrópu í París átt viðrœður hér í Reylcjavík við julltrúa ríkisstjórnarinnar. Umræðuefnið hefur verið á- stand og horfur í efnahagsmál- um landsins. Fara slíkar viðræð- ur jafnan fram árlega, síðast í nóv.-des. 1960. Er svo fyrirmælt í reglum Alþjóðagjaldeyrissjóðs ins, að á hverju ári skuli slíkar viðræður haldnar við þau ríki, sem ekki hafa fullkomlega frjáls gjaldeyrisviðskipti, en ís- land er eitt meðal þeirra, sem kunnugt er. Frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum komu þrír fulltrú- ar hingað til viðræðna, en tveir frá Efnahags- og framfarastofn- uninni. Er viðræðum þessum nú lokið. Frh. af 16. s. Sólmundarson og Sigurður Jónsson, Haukur Angantýsson og Halldór Karlsson, Ólafur Einarsson og Benedikt Hall- dórsson, Björn Þorsteinsson og Anton Sigurðsson. A sunnudag: Benóný vann Helga Jónsson, Sigurður Jónsson vann Her- mann, Haukur vann Ólaf, Gylfi vann Bjarna, Björn vann Þorstein, Bragi Björnsson vann Anton, Jón Kristinsson vann Egil Valgeirsson. Biðskák varð Halldór, Karl vann Benedikt og Bragi Kristinsson ’ vann milli Kára og Jóns Hálfdanar- sonar. Staðan: Eftir þetta er staðan þannig að Benóný er efstur með 4 vinninga, Bragi Kristinsson og Gylfi Magnússon koma næst ir með 3 vinninga, en Sigurð- ur Jónsson á 2% vinning og biðskák. Robert J. Kozak flugstjóri 40 ára, Anthony Caswic 24 ára, Badger C. Smith 25 ára, Michael Leahy 24 ára, Joseph W. Renneberg 23 ára, Norman R. Russell 23 ára Grover E. Wells 25 ára Frank E. Parker 23 ára, Robert A. Anderson 24 ára, Robert E. Hurst 22 ára og Alan P. Millette 21 árs. Eins og sést af þessari upptalningu voru þetta flest ungir menn á aldrinum 21 til 25 ára og munu fslendingar bera mikla samúð til fjölskyldna þeirra. Framh. af bls. 16. milli bílanna. Voru tveir bíl- anna komnir niður úr brekk- unni þegar snjóflóðið féll, en hinir urðu fyrir ofan það, svo að engan sakaði. Þarna hrann- aðist upp 6 metra hár snjóvegg- ur á veginn, og var ýtan tvær klukkustundir að ryðja bílun- um braut í gegnum hrönnina. Frá Bakkaseli og til Akureyr- ar, sem er um 1 klst. akstur í góðu færi, voru bílarnir 17 stundir á leiðinni. Ös í bólu- setningu. - Framh. aí. 1. síðu. stúlkan á myndinni var með- al þeirra hugrökku. ,) — Ertu að fara til útlanda, spurðum við einn kunningj- ann hjá Eimskip. — Nei, þetta er komið til Leith, og við erum alltaf að taka í hendurnar á Leithmönnum. Það er bezt að ljúka þessu af. — Kona með eitt barn sagð- ist hafa komið af því að þetta var barnatími. Við spurður sjö stráka úr sama tíu ára bekknum í Austurbæ j arbarnaskólanum hvort kennarinn hefði skip- að þeim að fara. Þeir héldu nú ekki, það hafði enginn sagt þeim neitt. En hvers vegna voru þeir þá að flýta sér svona. — Heldurðu að við viljum drepast, sagði einn kotroskinn og svo rudd- ist hann fram fyrir alla og fékk afgreiðslu á mínútunni, var búinn að bretta upp skyrtuermunum áður en konan var búin að finna nafnið hans í spjaldskránni. Svo vatt hann sér inn fyrir og sagði: — Komið þið strákar. En þeir urðu að bíða eftir afgreiðslu. Nokkrir strákar, álíka djarfir höfðu hópazt kringum stúlkurnar sem voru að bólusetja og horfðu á, hvernig þær settu eina litla rispu í aðra öxlina á öllum. — Djöfullinn, maður, þetta er ekkert vont, sagði einn. (Ljósm. Vísis I.M.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.