Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 8
8 V I S I R Mánudagur 15. janúar 1962 ÚTGEFANDI: BIAÐAÚTGÁFAN VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27. Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 45,00 ó mónuði. — í lausasölu krónur 3,00 eintakið. Sími 11660 (5 línur). — Félags- prentsmiðjan h.f. Steindórsprent h.f. Edda h.f. Halldór Kiljan Laxness. „Mjög fljótlega varS ég þreyttur á að heyra sífellt sömu slagorðin og hafði mig á brott.“ Þannig fórust Halldóri Kiljan orð í viðtalinu við Le Monde um brottför sína úr Heimsfriðarhreyfingunni. Fáar blaðafréttir munu hafa vakið eins almenna athygli hér á landi eins og þetta viðtal í hinu merka franska borgarablaði. Áratugum saman hefir Kiljan verið hin heilaga kýr íslenzkra kommúnista; hann hefir verið skrautblómið, sem þeir hafa stungið í hnappagatið á merkisdögum, postulínsguðinn, sem þeir hafa þurrkað rykið af þegar mikið lá við og látið mæla til fulltingis. Enginn var sannfærðari kommúnisti en hann, — enginn ritaði æsifengnari né aðdáunarfyllri greinar um ástandið í Sovétríkjunum og framtíð kommúnismans en hann. Það muna allir, sem lásu Þjóðviljann fyrsta áratuginn eftir stríðið. Þar fór ekki hinn óviðjafnanlegi meistari íslenzkrar tungu, heldur ofsafenginn áróðursmaður, sem vílaði ekki fyrir sér að beita lágkúrulegustu áróðurs- brögðum. En nú er komið í ljós það sem margir efuðust um, þrátt fyrir aðdáun á skáldskap hans, að Kiljan á hug- rekki til þess að játa að sér hafi skjátlazt. Og það skyldi enginn halda að barnatrúnni 'sé auðveldlega kastað, sér í lagi ekki þegar hún hefir fylgt manni langt fram á manndómsárin. Grunntónn viðtalsins er sorg hins gáfaða hugsjónamanns yfir því að aldrei á ævinni hefir hann verið dreginn svo á tálar sem hér. Þeir jarðnesku guðir, sem hann lýsti svo fagurlega fyrir þjóð sinni í Gerzka ævintýrinu reyndust vitfirrtir morðingjar, þegar sann- leikurinn fékk málið. Kiljan á virðingu skilið fyrir það að hafa játað að honum hafi skjátlazt og sagt skilið við áróðurssamtök kommúnista. Það láir honum enginn að hann segist nú hafa misst áhugann á stjórnmálum. Þannig er manni mnanbrjósts, sem sér alla veröld sína hrynja í rúst á einum degi. En hvað verða þeir margir, sem eiga það siðferðisþrek til í sálu sinni, er knýr þá til þess að gera slíkt hið sama og segja skilið við þá stefnu, sem eitt sinn var kennd við hugsjónir og þær göfugar? Bjarni frá Hofteigi og Jónas Árnason eru tvö dæmi um slíka menn. Þeir hafa ekki haldið að sér höndum, heldur viðurkennt i verki að æskuástin var mýrarlogi einn saman. Hverjir verða þeir næstu? Stjórnlagaþing barna Barnatíminn 1 danska út- varpinu gekkst nú um ára- mótin fyrir einkennilegri nýj- ung. Stjórnandi þáttarins Jörgen Kanstrup kallaði þá saman svonefnt „stjórnlaga- þing“ barna og unglinga og fóru þar fram umræður um réttindi og skyldur barna. Rétt er að bera deilur undir fullorðinn, en báðir deilu- aðiljar verða að fá tækifæri til að skýra mál sitt. Fulltrúar á þinginu voru 20 talsins. Hefur stjórnandi barnatímans verið að vinna að því allt sl. ár að kalla þing- ið saman5 ræða um málið í barnatímum og stuðla að kosningum til þingsins. Tókst honum að vekja mikinn áhuga unglinga fyrir þessari hug- mynd og fóru fram kosjýijgaj4 í æskulýðsklúbbum til ins úr öllum landshlutum. Fulltrúarnir. 20 sem komu svo loks saman í Kaupmanna- höfn voru frá öllum ömt um Danmerkur. — Flestir fulltrúarnir voru á ferm- ingaraldri og urðu miklar umræður á þinginu um ýmsar tillögur. Skiptust þingfulltrúar niður í þrjá flokka og samdi hver um sig sínar stjórnar- skrártillögur. Eftir umræðurn- ar fóru þingfulltrúarnir heim og munu gera félögum sínum heima í héraði grein fyrir því hvernig málin standa. Síðan er ætlunin að kalla annað stjórn- lagaþing saman í febrúar n. k. og semja þá stjórnlaga og mannréttinda yfirlýsingu danskra barna. Allt þetta starf hefur vakið mikla athygli og orðið mönn- um umhugsunarefni um stöðu barnsins í þjóðfélaginu. Gera menn sér jafnvel vonir um að væntanleg „stjórnlagaskrá11 geti orðið til hjálpar við upp- eldi barna, — að hún muni skapa óróasömum unglingum nokkuð aðhald og leiða þá inn á braut réttlætis og heiðar- leika. Kaflar úr frumvörpum. Hér skulu tekin nokkur atriði úr hinum þremur stjórn- arskráruppköstum sem . fram komu á þinginu. „Börn og unglingar eiga að hafa ákveðinn rétt á heimili sínu, eftir aldri og þroska, svo þeir geti og þarmeð lært að réttindum fylgi ákveðin skylda.“ ★ „Börn og unglingar eiga eftir því sem hægt er, sjálf að ráða hvað þau lesa og hvaða kvikmyndir þau vilja sjá. Þó ber foreldrum skylda að leiðbeina börnum sínum í vali“. ★ „Bréf sem eru stíluð á börn eru einkgeign þeirra og for- eldrar þeirra og aðrir fullorðn- ir hafa ekki rétt til að rífa þau upp eða hnísast í þau. Sama er að segja um dag- bækur.“ Einkabréf eru einkaeign barna. Foreldrar mega ekki rjúfa bréfaleyndina. Jafnvel þótt stjórnmálaþing- ið virtist á móti áflogum og slagsmálum, þótti því þó rétt- ara að gera ráð fyrir því að slagsmál kæmu fyrir meðal barna og unglinga. Um það segir í einni greininni: „Komi upp deilur milli leik- félaga. er þeim rétt frekar en láta hendur skipta, að ibera deiluna upp fyrir einhverjum fullorðnum, sem börnin treysta, en gefa verður báðum aðiljum tækifæri til að láta í Ijósi skoð- anir sínar.“ ★ „Öll börn og unglingar hafa rétt til að hvíla sig og eiga frí- stundir, — en þeim ber einnig að verja frístundunum skyn- samlega." ★ „Þjóðfélaginu ber að styðja unglingana í að verja frístund- um sínum skynsamlega." ★ „Börn og unglingar skulu sjálf ráða því hvaða félaga þau vilja eiga, en foreldrum ber þó að gefa þeim góð ráð, — og í einstaka tilfellum að banna þeim slæman félags- skap.“ ★ „Ef börn eða unglingar hafa skemmtanir heima hjá sér og bjóða félögum sínum heim ber öðru foreldra a. m. k. eða lög- ráðamanni að vera viðstaddir í húsinu.“ ★ „Foreldrum ber jafnvel þegar barnið er lítið, að svara satt spurningum þess um það hvaðan barnið sé komið í heim- inn.“ ★ „Börn á að ala upp í góðum lýðræðisanda. Þau eiga ekki að þurfa að þola neina kúgun, heldur á að skapa persónu- leika þeirra aðstöðu til að þroskast, þó svo að tekið sé tillit réttar annara.“ ★ Og einu lagauppkastinu lýk- ur á þessa leið: „Þessar reglur breyta ý engu þeim ákvæðum sem Samein- uðu þjóðirnar hafa ákveðið varðandi mannréttindi barna.“ ★ Vasapeningar. Allmiklar umræður urðu á stjórnlagaþinginu um vasa- peninga barna og skiptar skoð- anir um, hvort yfirhöfuð ætti að gera um þá skráðar reglur. Sumir vildu setja ákvæði um lágmarksvasapeninga t. d. 5 eða 10 danskar krónur á viku. Sumir töldu að börnin ættu sjálf að ráða því til hvers þau notuðu vasapeningana, aðrir töldu að börnin ættu t. d. að kaupa stílabækur og blýanta með vasaþeningum sínum. Öll börn hafa jafnan rétt og kröfu á að borin sé virðing fyrir þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.