Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 15
Mánudagur 15. janúar 1962 V ! S I R 15 Bennie C. Hall: Rauöhærða hjúkrunarkonan Og Jane vonaði, að rödd hennar bæri vitni hóflegu stolti, en þó kuldalegri kur- teisi. Læknirinn ungi hnyklaði brúnir og var sem honum hefði runnið í skap, en vildi þó leyna því: „Þér afsakið, ungfrú, en ég hefi engan áhuga fyrir ætt yðar, en ég verð að krefjast þess, að þér reynduð að líta þannig út, að menn haldi ekki að þér séuð einn farþeganna. Þér verðið að minnast þess — það má ekki gleymast yð- ur eitt andartak, að þér eruð hér sem starfandi hjúkrun- arkona. Og þér eigið ekkert að hafa saman að sælda við farþegana‘‘. „Já, vitanlega“, svaraði Jane og sat á sér, þótt henni fyndist framkoma læknisins óþolandi valdsmannsleg. „Bg mætti kannske stinga upp á, að þér hyljið þetta hár yðar við skyldustörfin". Hann talaði eins og þetta væri skipun, en ekki spurn- ing. „Já, vitanlega", endurtók Jane eins og páfagaukur. Hann yrði þá að halda, að hún væri rauðhærður stelpu- kjáni. „Þetta er allt og sumt nú, ungfrú Hamilton. Gerið svo vel að koma hingað til starfs kl. 8 í fyrramálið“. Þetta var óskemmtileg við- ræða, hugsaði Jane nú, er hún hugleiddi þetta á ný. Hún vafði þéttara um sig bláa sláinu. En draumurinn var henni ekki alveg horfinn. Ekkert var svo grátt og öm- urlegt, að það gæti eytt hon- um að fullu. Alltaf birtust ný og ný andlit. Og svo minntist hún þess, er hún var að koma sér fyrir í káetunni, sem henni var ætluð, ásamt Polly nokkurri Grant, sem kynnti sig sem þemu og hjúkrunarkonu. Henni fannst svipur hennar tilbreytingarlaus í fyrstu og hún hugði hana fáskipta, og hún hugsaði sem svo, að hún myndi vera hjúkrunarkona eftir höfði Jerry Claytons læknis. En ekki gat hún fund- ið til neinnar andúðar gegn Polly, öðru nær, því að hún virtist vilja allt fyrir hana gera, — hún hjálpaði henni að koma fyrir dóti sínu, og Jane komst fljótt að raun um að hún gat verið skrafhreifin, því að hún fór að fræða hana um farþegana og dró ekkert undan. Og þá var hún kunnug skipshöfninni. Hún taldi upp hvern skipverja af öðrum, en það var eitt nafn, sem vakti umhugsun Jane. „Hvað heitir skipstjórinn — sagðirðu Vandeventer ?“ „Og það held ég nú, Ezra Vandeventer sjálfur", sagði Polly með litlum virðingar- hreim í röddinni fyrir skip- stjórastöðunni. „Við köllum hann „Brúna bjöminn", því að sá getur nú sýnt í sér víg- tennurnar. Kröfuharður og heimtar tafarlausa hlýðni af skipverjum, en er ekkert nema hátíðlegheitin og virðu- leikinn við farþegana. Kann- ist þér við hann? — Annars ættum við nú ekki að vera að þessum þéringum, stúlka mín“. „Ágætt. Faðir minn stund- aði hann í Michigan. Pabbi var nefnilega læknir þar um skeið og Ezra var þá skip- stjóri á Vötnunum miklu. Það var áður en ég fór að læra að verða hjúkrunarkona, en ég var farin að hjálpa föður mínum með sjúklinga hans. Hann og Ezra urðu góðir vin- ír Polly hætti öllu bjástri nokkur augnablik og starði á Jane, þessa grannvöxnu að- laðandi stúlku, með stóru brúnu augun og koparrauða hárið, sem birta virtist stafa af um litlu káetuna. Loks kinkaði hún kolli eins og allt lægi Ijóst fyrir. „Kemur heim“, sagði hún, „ég hafði nefnilega furðað mig á hvað það gekk fljótt fyrir sig, að þú fékkst þetta starf — og ég næst í röðinni". „En ég hafði enga hug- npl^jn, að þetta vplskip Ezra — eg meina Vander- ventes skipstjóra". „Nei, auðvitað ekki“, sagði Polly glottandi, „það var vit- anlega einskær tilviljun, alveg eins og þegar Jerry Clayton var ráðinn skipslæknir. Hann tók sem sagt við starfi föð- urbróður síns þessa ferð. En ég er viss um, að sá gamli er að hætta, og að snekkjan þessi verður framtíðarfleytan hans Jerry, það er að segja, ef hann dugar, — og vitan- lega gerir hann það, því að þar hjálpa allar aðstæður til“. „Það er einskær tilviljun, að ég þekki Ezra skipstjóra frá fornu fari“, sagði Jane. K V I S T _ PIB CDPÍNtWCíM Þú átt að sýua stillimm og virðuleika. — Það verður gaman að sjá svipinn á honum. „Kannske er það svo“, sagði Polly og yppti öxlum og var sem hún efaðist ekki lengur. „Já, sumir hafa allt- af heppnina með sér. Ég er kannske öðru vísi en ég ætti að vera — það er að segja, kem mér ekki í kynni við þá, sem getur komið sér vel að þekkja, en sleppum þessu“. Hún brosti kumpánlega til hennar. „1 hverju ætlarðu annars að vera við miðdegisverðar- borðið, litla þokkagyðja?“ Hún horfði athugulum, grænleitum augum á fatnað Barnasagan Kalli kafteinn * FLJÓTANDI EYJAIM Það kom þó á daginn, að það var meira en augnabliks- verk að fjar- lægja hina seigu plöntu- stilka, sem höfðu vafið sig um skrúfu og stýri „Kráks". Þeir virtust vera gerðir úr sterkara efni en bæði öxin og hnífarnir og Stebbi stýrimaður og Mangi meistari áttu í mestu vand- ræðum með að skilja þá hvern frá öðrum. „Þetta er ekki ein- leikið, Kalli", kveinaði Stebbi stýrimaður, „þetta er ekkert líkt þeim blómum, sem við er- um vanir... það er alveg eins og þessir stönglar séu ákveðn- ir I að láta ekki skera sig í sundur ...“ „Þvættingur", hróp aði Kalli skipstjóri. „Haldið á- fram að höggva og takið svo- litið á ... Plýtið ykkur nú. Við getum ekki legið hér, það sem eftir er dagsins". En eitthvað var nú samt undarlegt við þessar plöntur. Það varð Kalli skipstjóri að viðurkenna. Hon- um fannst hann sjá þær vaxa. Ef einn stöngull var höggvinn af byrjaði sá næsti að vaxa helmingi hraðar. Skyndilega tók Kalli viðbragð. „Gættu þín, Stebbi stýrimaður!" hrópaði hann, „gættu þín, littu við ...“ Jane. „Þú virðist hafa allt sem þú þarfnast, þegar maður hugleiðir að þú verður önnum kafin mestallan tímann. En fyrsta kvöld eftir að lagt er úr höfn í Gíbraltar — og þar sem þú ert svo vel kunnug Vanderventer skipstjóra .. .“ Já, jafnvel athugasemdir Polly um kunningsskapinn við ^kipstjórann og að hún hefði notað sér hann til að fá stöðuna höfðu ekki eytt draumnum að fullu. Jane fór að raula fyrir munni sér, klæddist fallega nýja kvöldkjólnum sínum — sem var eina flíkin sem hún hafði látið eftir sér að kaupa um efni fram. Kjóllinn var grænn og allfleginn og hún vonaði að rauðu lokkarnir á nöktum herðunum færu svo um munaði í taugarnar á Jer- ry Clayton. „Ég byrja þó ekki að starfa fyrr en í fyrramálið", hugs- aði hún, er hún leit á sjálfa sig í speglinum, en hvað sem Jerry Clayton leið ætlaði hún að skemmta sér reglulega vel fyrsta kvöldið á skipinu. En Jane hafði alls ekki gert sér neina grein fyrir því, að þegar hún kæmi inn í borð- salinn, myndu allra augu mæna á hana. Flestir voru setztir að borðum og það var sem allir hefðu orðið slegnir raflosti í svip við komu henn- ar, og yfirþjónninn sem var franskur horfði á hana eins og hann mætti ekki mæla.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.