Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 10
10
V I > i K
Mánudagur 15. janúar 1962
*>*«*»*>i«»
Kjarnorkukafbáturinn Nautilus. í honum voru gerðar tilraunir með fjarskyggni. —
Hugsanaflutmngur —
Framh af 9. sfðu.
að þeir hafi heyrt suðið í
flugvélahreyfli sl. haust yfir
fjalllendi. Þeir ætla að leita
þar. Wikins: Þetta er alveg
rétt.
★
þetta er'u aðeins fáein dæmi
um hugskeytin sem fóru
milli Sir Hubert Wilkins og
Harold Shei’mans. En alls
tók Sherman við 68 hug-
skeytum frá Wilkins á tíma-
bilinu nóvember 1937—1938
og komu þau öll rétt út. Á
þessum sama tíma tókst að-
alloftskeytamanni New York
Times aðeihs 13 sinnum að
komast í radíósamband við
Sir Hubert Wilkins, til að fá
frásagnir hans af leitinni. Af
þessu var sýnilegt að hugs-
anaflutningurinn reyndist
fullkomnari en radíósam-
bandið sem var slæmt um
þessar mundir vegna trufl-
ana og sólbletta.
Sherman hafði þann sið á,
að jafnskjótt og hann hafði
fengið hugskeytin ritaði
hann þau niður á ritvél og
hafði hálftíma til að taka
afrit og senda skeytin til
fræðimannanna sem fylgd-
ust með tilrauninni. Þannig
var útilokað að hann gæti
fengið upplýsingar eftir
nokkrum öðrum leiðum.
★
gíðan þetta gerðist er ald-
arfjórðungur liðinn, en
margar þúsundir tilrauna
hafa verið gerðar aðallega í
Bandaríkjunum og Bretlandi
með hugsanaflutning.
Hér skal aðeins sagt frá
einni slíkri tilraun, sem gerð
var í ágúst 1959 um borð í
kjarnorkubátnum Nautilus.
Kafbáturinn var þá sendur
i' 16 daga köfunarferð. Að
þessu sinni var tekinn um
borð í hann maður, sem
kunnur var fyrir hæfileika
sína í hugsanaflutingi. Hann
var allan tímann í aflæstum
klefa og fekk enginn að
koma til hans nema skip-
herrann og léttadrengurinn
sem færði honum matinn.
Skyldi maður þessi senda
hugskeyti undir eftirliti
skipherrans á vissum tíma
annanhvern dag, en í landi
annar maður að vera viðbú-
inn og var einnig haft eftir-
lit með honum og átti hann
að taka við hugskéytunum
frá manninum, sem var um
borð í kafbátnum.
Það er skemmst af því að
segja að 70% af hugskeytum
þessum komu rétt fram til
viðtakandans í landi og var
vegalengdin þó yfir 2000
kílómetrar og kafbáturinn í
kafi. Var víða skýrt frá þess-
ari tilraun í tímaritum og
meira að segja í rússneska
vísindatímaritinu „Snanie
Sila“.
' ★
^etta varð rússneskum
fræðimönnum ásamt
fleiru tilefni til þess, að
hefja umræður á breiðum
gi’undvelli um möguleikana
á hugsanaflutningi. Var það
vægast sagt furðulegt, þar
sem trú á dulræn öfl er í al-
gerri mótstöðu við efnis-
hyggjukenningar kommún-
ismans. En prófessor Bender
einn frægasti dulrannsókna-
maður Þjóðverja hefir sagt
um þetta, að sannanirnar
séu orðnar svo sterkar að
Sovétvísindamenn verði eins
og aðrir að viðurkenna þær.
Hinir rauðu vísindamenn
spöruðu nú hvorki kostnað né
fyrirhöfn til að framkvæma
víðtækar tilraunir. Þeir
ímynduðu sér í fyrstu, að
hugsanaflutningur færi fram
með einhverskonar radíó-
bylgjum. Þessa hugmynd
byggðu þeir á þeirri stað-
reynd, að rafstx-aumar berast
um heilann og taugai’nar og
tókst þýzka sálfræðingnum
Hans Berger að sannprófa
það um 1929.
Nú ætluðu hinir rússnesku
vísindamenn að sýna fram á
það, að þessi afhleðsla gæti
verkað út frá heilanum líkt
og radíóbýlgjur Til þess að
kanna þetta lokuðu þeir
mann sem vitað var að hafði
hæfileika til að taka við hug-
skeytum. inni í hylki, sem
var allt klætt með þykku
blýi. En gegnum slíka blý-
kápu komast radíóbylgjur
ekki með nokkru rnóti.
Bjuggust hinir sovézku vís-
indamenn við því að allur
hugsanaflutningur til manns-
ins inni í hylkinu myndi
stöðvast.
En þeir urðu ekki lítið
undrandi, já hreinlega furðu
lostnir, þegar þeir urðu þess
vísir, að hugskeytin komust
fyrirhafnarlaust til mann.sins
inn í blýhylkinu.
Með þessu vii’tist það sann-
að að hugsanaflutningurinn
stæði ekki í sambandi við
rafhleðslu heilans og virðist
þetta styðja þær hugmyndir
ýmsra sálarrannsókna-
manna, að hugsanaflutningur
sé aðeins andleg, sálræn
starfsemi, sem útheimti ekki
líkamlegan kraft.
★
J|inir sovézku vísindamehn
komust í nokkur vandi-æði
vegna þessarar niðurs.töðu og
frestuðu birtingu niðurstöðu
sinnar. En að lokum birti
prófessor Wassilev mei’ki-
lega grein um tilraunii’nai’,
sem hann kallaði „Undarleg
viðbrögð mannssálarinnar".
Þar lýsir hann því yfir, að
hann telji að kenningin um
radíóbylgjur fái ekki stað-
izt.
Þessi tilraun og margar
fleiri, sem sovézkir vísinda-
menn framkvæmdu virðist
hafa haft allmikil áhrif í
Rússlandi. Svo mikið er
víst, að árið 1960 var sett
á fót við Háskólann í Lenin-
gi’ad sérstök í’annsóknar-
stofnun, sem starfar að sál-
arrannsóknum. Hún er að
vísu ekki kölluð því nafni,
heldur að forskrift valdhaf-
anna „Líf-rafeindafræði“ eða
„Heila-radíófræði“.
Það er því orðin merkileg
staðreynd, að rannsóknar-
stofnanir víða um heim og
m. a. í báðum helztu stói’-
veldunum, Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum stai’fa
markvisst að sálarrannsókn-
um. En ýmis stórfyrirtæki
sem framleiða rafeindavélar
í Bandaríkjunum hafa kostað
miklar tilraunir á þessu
sviði. vegna þess að þau
telja hugsanlegt, að upp-
götvanir í sálai'rannsóknum
gætu o>"ð;ð óbeinlínis til að
benda á nýjar leiðir á sviði
rafeindafræðinnar.
¥
9
Kramh at í siðu
— til þess að þeir gætu
byggt yfir sig. Fengu 78
bændur nokkurn stuðning
til þessa árið sem leið.
Á nýbýlum var unnið að
framhaldi íbúðarhúsabygg-
inga á 89 býlum og hafin
bygging (frá grunni) 39
íbúðarhúsa. Unnið var að
stækkun á 4 eldri íveruhús-
um. Skýrslur um byggingu
peningshúsa á árinu eru
ekki enn fyrir hendi. En all-
margir nýbyggjendur fengu
lán á fullgerð peningshús á
árinu.
Framkvæmdir
í byggðaliverfum.
Grafnir voru frami’æslu-
skui’ðir samtals 71 þúsund
rúmmetrar og ræktað og
brotið land þar 78 hektarar.
Meginhluti þessara fx’am-
kvæmda var í byggðahverf-
unum sem verið er að koma
á fót í Mýrasýslu og Dala-
sýslu. Girðingar námu sam-
tals 2.2 km og vatnsleiðslur
2.1 km. — Byggð var bi’ú á
Víðimýrará í Skagafii’ði
vegna byggðahverfisins þar.
10 hektarar
lágmark.
Ræktunarframlög eru
veitt sérstaklega fi’á land-
námi ríkisins til jai’ða er
hafa undir 10 hektöi’um.
P. E. kvað það algert lág-
rnark, að jarðir hefðu 10
Furtseva
sárþjáð.
ÞAÐ var tilkynnt í Moskvu
nýl., að Jekaterina Furtseva
fyrrum menntamálaráðherra
Sovétríkjanna hefði veikzt
mjög alvarlega og verið flutt
á einkasjúkrahús æðstu manna
ríkisins í Kreml. Hún mun
hafa þjáðst um skeið af hjart-
veiki.
Furtseva er ktxnn síðan hún
kom í stutta heimsókn til Is-
lands sl. vor og átti viðræður
við ýmsa menn hér. Þá lýsti
hún því m. a. yfir, að trúleysi
væri stefna kommúnismans.
Landlæknir
farinn utan.
Landlæknir Sigurður Sigurðs-
son fór utan nýlega á fund
framkvæmdaráðs Alþjóða-heil-
brigðisstofnunarinnar, sem hald
inn er í Genf. Fundurinn stend-
ur í um það bil hálfan mánuð.
Fulltrúi íslands var kjörinn í
ráðið á síðasta þingi stofnunar-
innar, sem haldinn var i Ind-
landi s.l. ár
Benedikt Tómasson gegnir
störfum landlæknis i fjarveru
Sigurðar Sigurðssonar.
hektai’a tún „og við erum
að vinna að því, að þar sem
túnstærðin er fyrir neðan
þetta lágmai’k komist bænd-
ur yfir það sem allra fyrst“.
— Ræktun í þessu skyni nam
950 hektörum í öllum sýsl-
unum árið 1961. — Fyrir-
spurn um ræktunarkostnað
svaraði P. E. svo, að hann
væri almennt um og yfir 11
þús. krónur á hektara.
Grafnir skurðir.
— Við höfum grafið
skui’ði samtals 116 þúsund
og 622 teningsmetra fyrir
Framh a öls. 5.
Bóiusótt —
Frh. af bls. 7.
Vídalín lögmaður ski’ifaði
um ferð sína og Árna Magn-
ússonar um Snæfellsnes, þeg-
ar bólan stóð sem hæst, og
fer hér kafli úr þeii’ri frá-
sögn:
Árni Magnússon, (síðar
skjalavörður) fylgdi Páli á
veg, „og er þeir komu til
Staðarstaðar stóðu þar tvö
lík. Þeir gengu til kii’kju og
gerðu bæn sína. Þá þeir stóðu
upp var komið hið þi’iðja
líkið. Kvinna prófastsins á
Staðarstað .... var nýlega
uppstaðin úr bólunni og
. i * *'f f\ ’0* 1
mjög með vanmætti, ....
kom að gegna gestunum og
þá er hún fylgdi þeim til
bæjarins, kom hið fjórða
lík. Þeir töfðu mjög litla
stund í bænum, og er þeir
gengu út kom hið fimmta lík
til kirkjunnar og á meðan
þeir stigu á hestbak hið
sjötta líkið.
Daginn eftir kom lögmað-
ur (Páll Vídalín) að Hítardal
en þar bjó prófastui’inn Jón
Halldórsson. Prófastur fagn-
aði honum vel, en var þó
vant við kominn því að kona
hans og heimafólkið, 15 aðr-
ir, lágu allir í bólusótt.
4. okt reið Páll lögmaður
til Hvamms í Hvammssveit.
Var þar þá fullt hús af bólu-
sjúkum og daglega verið að
jarða.“ •
★
gíðasti bólusóttarfai’aldur
gekk á fslandi í lok
móðuharðindanna 1785, en
varð ekki sérlega skæður.
En eftir þetta kemur til
sögunnar fyrsti stórsigur
læknavísindanna. Það er
bólusetningin. Fyrst var sú
aðferð höfð að bóluefnið var
tekið úr bólusjúkum manni
og varð hún þá talsvert
vægari. En síðan kemur í lok
18 aldar uppfinning enska
læknisins Jenners á kúa-
bóluefninu.
Með þeirri uppgötvun varð
þessi ægilegasti bölvaldur
mannkynsins sigraður. —
Vegna þess þui'fa menn nú
ekki lengur að óttast farsótt,
þótt bólan stingi sér niður í
nágrannalöndunum.