Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 3
Mánudagur 15. janúar 1962
V f S I R
3
MYNDSJÁ
VISIS
Ný stjarna skín
Claudia Cardinale
ítölsk kvikmyndagerð hef-
ur verið í dálitlum öldudal
síðustu þrjú til fjögur ár.
Hinar eldri heimsfrœgu
stjörnur þeirra hafa verið
að lækka flugið á stjörnu-
liimninum.
En nú er að verða mikil
endurreisn á Ítalíu. Það eru
að vísu margir sömu leik-
stjórarnir og áður svo sem
Vittorio de Sica, Frederico
Fellini, Luchino Visconti og
Mauro Bolognini.
En undir handleiðslu
þeirra eru nú teknar að
skína nýjar stjörnur, fegurri
og bjartari en nokkru sinni
fyrr, stjörnur sem skáka hin-
um eldri kvikmyndaleikkon-
um eins og LoIIobrigidu og
Soffíu Loren. Auðvitað er
þetta sama sagan og venju-
lega, að ný kynslóð tekur
við af þeirri eldri.
★
Claudia hefur þegar leikið
í fjórum kvikmyndum.
Mestu viðurkenninguna fékk
hún fyrir leik sinn í kvik-
myndinni „Rocco og bræður
hans“ en varla eru dæmi til
þess að, nein kvikmynd hafi
unnið eins mörg verðlaun og
hún.
★
Myndsjáin í dag birtir
nokkrar myndir af Claudiu
Cardinale.
Á einni myndinni sést
Mauro Bolognini hjálpa til
við að farða hana, og á ann-
ari myndinni sést hún í síð-
ustu kvikmynd sinni „Elli-
glöp'1, sem frumsýning var
nýlega haldin á.