Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 15.01.1962, Blaðsíða 16
VISIR Mánudagur 15. januar 1962 'i'' ^ ^* V . H. •V Rússar kaupa• krónur — ekki síld. Það liefur verið mál manna, að traust á íslenzk- um gjaldmiðli hafi farið vax- andi að undanförnu, og það meðal ólíklegustu þjóða. Nýlega var íslenzkur ferðamaðui’ staddur í Ziirich í Sviss, og kom þar að ein- um stærsta bankanum. Þar gat að líta íslenzka peninga í glugga, ,og vóru þeir aug- lýstir þar jafnt til kaups og sölu. Gekk maðurinn inn í bankann og spurðist fyrir um söluverð krónanna. — Reyndist gengið vera hið sama og hér heima, en af- greiðslumaðurinn tjáði hon- um hinsvegar, að í augna- blikinu ættu þeir engar ís- lenzkar krónur, því að — „rússneska sendiráðið er ný- búið að kaupa allt sem við áttum.“ Þéss má geta, að nýlega hefur „Þjóðviljinn“ stækkað upp í 16 síður, og hyggur enn á frekari endurbætur á málgagni sínu, væntanlega til að berjast gegn erlendu fjármagni, — að vanda . . . — Við gerum okkur vonir um að geta opnað fríhöín innan tveggja mánaða, sagði Gunnar Guðjónsson formaður Verzlunarráðs Islands við Vísi í samtali í morgun. Framkvæmdabankinn og Verzlunarráðið hafa gert frumsamning að kaupum á eignum Glerverksmiðjunnar undir fríhöfnina. Mun Verzl- unarráðið gangast fyrir stofnun hlutafélags um frí- höfnina, sem gerir endan- lega samninga um kaupin. Eitt morgunblaðanna sagði á laugardag að kaupverðið væri tvær milljónir króna. — Enda hótt aðstaðan sé ekki jafnhentug og við hefð- um helzt óskað þá vildum við gera bessi kaup til að koma málinu áf stað, sagði Gunnar Guðjónsson. Við munum hraða yfirstandandi undirbúningi að stofnun hlutafélagsins. Eg geri mér vonir um að rekstur fríhafn- arinnar geti hafizt iiinan tveggja mánaða. Það er hægt að taka þann hluta verk- smiðjunnar strax í notkun, sem er ekki undir vélum. Gunnar kvaðst ekk.i vita hve margir aðilar myndu standa að fríhöfninni til að byrja með. Öllum sem hefðu áhuga væri heimilt .að ger- ast aðilar. En ekkert lægi nú þegar fyrir um þátttöku. !■■■■■! :■■■■■■■! orðinna Á sunnudagskvöldið tilkynnti borgarlæknis- embættið, dr. Jón Sig- urðsson, að ákveðið hafi Benóný vinnur aliar skákir. Taflmót Reykjavíkur liélt áfram í Breiðfirðingabúð á laugardag og sunnudag. Er Leshringur verður um efna- hagsmál í kvöld kl. 20.30 Nýir þátttakendúr hafi samband' við. skrifstofuna. Sími 17102. Benóný Bcnediktssón nú efst- ur í meistaraflokki með 4 vinn- inga. í fyrsta flokki er efstur Guðmundur Þórarinsson með 4 vinninga og í öðrum flokki Egill Egilsson með 3V2 vinning. Hér verður skýrt nánar frá gangi mála í meistaraflokki. A laugardag: Benóný vann Egil, Hermann vann Jón Kristinsson, en jafn tefli gerðu Bjarni Magnússon og Bragi Björnsson. Þorsteinn Skúlason og Karl Þorleifsson, Gylfi Magnússon og ijlragi Kristinsson. Aðrar skákir fóru í bið, þ. e. milli þessara: Jón Hálfdán og Helgi Jónsson Kári Framh. ó 2. síðu. verið að gefa bæjarbú- um kost á að láta bólu- setja sig gegn bólusótt, á morgun, miðvikudag og fimmtudag frá klukkan 9—17 daglega. Fer bólusetningin fram í Heilsuverndarstöðinni og munu hjúkrunarkon- ur hennar framkvæma hana. Björn L. Jónsson aðstoð- arborgarlæknir, sagði í sím- tali við blaðið, að undanfarið hafi stöðugt farið vaxandi eftirspurn um bólusetningu og hafi margir verið bólu- settir svo og allmargir ferða- menn, sem farið hafa til . I Þýzkalands og Bretlands, t.d. áhafnir togaranna og starfsmenn flugfélaganna. Hér í Reykjavík mun all- Frh. á .2. síðu. !■■■■■! Brezkur togari strandar. I GÆRKVÓLDI er brezki togarinn Kingstone Diamond ætlaði inn í ísafjarðarhöfn, vegna radarbilunar, renndi hann á Iand á Norðurtanga. Sjór var hálf fallinn þegar þetta gerðist. Skipstjórinn bað ekki um neina aðstoð, enda tókst honum án aðstoðar ann- arra, að ná skipi sínu út aftur á kvöldflóði. Togarinn var enn á ísafirði í morgun og átti þá kafari að skoða botn skipsins. Þessi togari er frá Hull. • M W m ffmBÍÍM Frá jréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Bílalest á leið úr Reykjavík til Akureyrar lenti í miklum erfiðleikum bœði á Öxnadals- heiði og í Öxnadal, og var meira en sólarhring að brjótast áfram í iðulausri stórhríð og kafa- ófœrð. Fimm bílar úr þessari lest lögðu af stað úr Reykjavík s.l. fimmtudag. Gistu þeir í Forna- hvammi og biðu eftir Norður- leiðabílnum og fleiri bílum að sunnan. Um hádegisbilið á föstu- dag var lagt upp á Holtavörðu- heiði, og komið að Varmahlið í Skagafirði kl. 8 á föstudags- kvöldið. Eftir stutta viðdvöl þar var haldið á Öxnadalsheiði. Þar var stórhríð og fór ýta fyrir bílunum til að ryðja leiðina. Klukkan 5 um morguninn var loks komið niður að Bakkaseli, efsta bæ í Öxnadal. í Bakkaselsbrekkunni munaði minnstu að óhapp skeði, því að þar féll snjöflóð niður brekk- una og hrannaðist upp á veginn Framh. á 2. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.