Vísir - 23.02.1962, Síða 4
4
V í S I R
Fpstudagur, 23. febmar lfljSg'
Hið óbærilega ástand
í Austur-Þýzkalandi
Rætt vlð Peter Mudra, forseta stúderrta-
samtakanna í Vestur - Berlín
— Ég flúði frá Austur-
Þýzkalandi, eftir uppreisn-
ina 1953. Foreldrar mínir
flúðu ári síðar. Mér var ekki
óhætt eftir þátttöku í upp-
reisninni. Faðir minn var
prófessor í erfðafræði. Hon-
um var óhætt meðan hann
sagði ekki álit sitt á fals-
kenningum Lysenkos. En
þegar hann stóðst ekki mátið
og sagði álit sitt á kenning-
um hans umbúðalaust í
fyrirlestri í háskólanum þar
sem hann kenndi, þá var
kominn tími fyrir hann að
forða sér líka. Vinur hans í
innanríkisráðuneytinu aðr
varaði hann.
Eitthvað á þessa leið
komst ungur lögfræðistúdent
Peter Mudra, forseti stúd-
entasamtakanna í Vestur-
Berlín, að orði þegar ég
ræddi við hann, fyrst yfir
kaffibolla á Hótel Borg og
síðar á herbergi hans á City-
hóteli í fyrradag. Mudra,
sem er forseti stúdentasam-
takanna í Vestur-Berlín átti
leið um ísland á leið til
Bandaríkjanna, en þangað er
honum og félaga hans Franz-
Josef Kossendy boðið í fyr-
irlestraferðalag á vegum
bandarísku stúdentasamtak-
anna. Mudra verður farinn
af landi brott, þegar þetta
birtist, eftir þriggja daga
dvöl á vegum Stúdentaráðs
Háskóla íslands. Hér hélt
hann stuttan fyrirlestur í
háskólanum um Berlínar-
málið.
Vonirnar brugðust.
Hann átti heima þar í
landi frá stríðslokum, er
annars fæddur í Ungverja-
landi, en varð að hrökklast
þaðan, eins og fleiri Þjóð-
verjar, þegar Rússar tóku
landið í heimsstyrjöldinni.
Foreldrar hans hugðust
skapa sér nýtt líf í Austur-
Þýzkalandi. En vonir þeirra
brugðust og enduðu í flótta.
Mudra er ómyrkur í máli,
þegar hann leysir úr spurn-
ingum mínum um ástandið
í Austur-Þýzkalandi.
— Matvælaskorturinn í
Austur-Þýzkalandi er orðinn
óbærilegur síðan kreppan í
landbúnaðinum byrjaði með
innlimun bændanna í sam-
yrkjuskipulagið. Og stjórnin
ræður ekki við kreppuna.
Verkamennirnir mögla, gera
skyndiverkföll og senda mót-
mælabréf til ríkisstjórnar-
innar, Það ber þann árangur
að foringjar þeirra eru hand-
teknir og varpað í fangelsi.
Stúdentarnir eru þrúgaðir af
skipulagðri skoðanakúgun
og hleraðir, og þeir óánægðu
reknir úr háskólunum, send-
ir í kolanámur eða dregnir
fyrir dómstólana. Prófessox--
arnir flýja í hrönnum. Við af
þeim taka menn, sem hafa
ekki annað til að bera en
undirgefni við ríkisvaldið.
Þá skortir nauðsynlega
menntun og virðingu fyrir
vísindunum, sem þeir eiga
að þjóna. Læknaskorturinn
er nú orðinn svo mikill að
borgir með allt að 100 þús-
und íbúum eru læknislausar.
Fólkið kvelst í þeirri andlegu
og líkamlegu þolraun, sem
lífið undir harðstjórn komm-
únistanna raunverulega er.
Tortryggnin.
Við skortinn og ófrelsið
bætist tortryggnin gagnvart
náunganum, jafnvel nánustu
svona lýsingum og sagt að
þær væru komnar frá of-
stækisfullum andstæðingum
kommúnista. En ef við spyrj-
um menn eins og Peter
Mudra nánar út í sakirnar
þá verður okkur betur ljóst
inum í landinu. Það var
nokki'um dögum áður en
byrjað var að reisa múrinn
fræga, 13. ágúst. Orðum sín-
um til áherzlu efndu þeir til
skyndiverkfalla í verksmiðj-
unni. Ulbricht heimsótti
Peter Mudra og félagi Hans Franz-Josef Kossendy
(Ljósm. Vísis I.M.)
að þarna er um blákaldan,
hryllilegan raúnveruleika að
ræða. Einstök dæmi sanna
okkur hvernig minnihlutinn
kúgar meirihlutann. Mudra
sagði frá óánægju verka-
mannanna í einu mikilvæg-
asta stáliðjuvei’inu í Austur-
Þýzkalandi, stálverksmiðj-
vinum, ættingjum og ná-
grönnum. Enginn veit annars
hug með fullri vissu. Um
gagnkvæman, óttalausan
trúnað er ekki að ræða. Það
hörmulega við þessar stað-
reyndir er að þær eru af
völdum hins litla og eitil-
harða hóps manna, sem
trúa blint á kommúnismann.
Meirihlutinn má sín einskis,
meðan réttaröryggið er ekki
til.
Óánægðir verkamenn.
Við höfum oft brosað að
unum í Henningsdorf. Þær
eru í námunda við Berlín.
Árið 1953, þegar uppreisnin
17. júní, það ár, var í upp-
siglingu fjölmenntu þessir
verkamenn til Austur-Ber-
línar til að mótmæla stefnu
ríkisstjórnarinnar. Á síðasta
ári tóku þeir aftur á si'g
rögg, þrátt fyrir áhættuna
og óttann við ofbeldislegt
svar stjórnarinnar. Þeir
sendu forsætisráðherra lands
ins, Ulbricht, bréf persónu-
lega þar þeir mótmæltu
meðal annars matvælaskort-
verksmiðjuna og í'æddi við
verkamennina á óformlegum
fundum. Orð hans fengu eng-
an hljómgrunn og verka-
mennirnir æptu að honum.
Það sýnir með öðru hvað á-
standið var talið alvarlegt
að yfirmaður rússneska
hersins í Austur-Þýzkalandi
sendi sjálfur menn til að
rannsaka hverjir það voru,
sem stóðu fyrir mótmælaað-
gerðunum. Austur-þýzku lög-
reglunni var ekki treyst fyr-
ir verkinu. Árangurinn var
sá að nokkrir af beztu for-
ingjum verkamannanna voru
handteknir og dregnir fyrir
dómstólana. Það var nóttina
fyrir 13. ágúst, nokkrum
klukkustundum áður en byrj-
að vgr að reisa múrinn kring-
um A.-Berlín. Það var ekki
að vita, nema verkamennirn-
ir í Henningsdorf yrðu jafn
skeleggir og 17. ijúní 1953.
Samtímis voru 200 skrið-
drekar sendir á vettvang.
Mótmælaraddirnar þögnuðu.
Hervaldið er öflugt vopn ein-
ræðisstjórnarinnar. Önnur
mynd skoðanakúgunarinnar
birtist í háskólunum.
Um eitt skeið voru kenn-
ingar rússneka vísinda-
mannsins Lysenko um ýmis-
legt í erfðafræðinni viður-
kenndur sannleikur í komm-
únistaríkjunum þótt heiðar-
legir vísindamenn hefðu alla
tíð talið þær byggðar á
fölskum forsendum. Þær
hentuðu kommúnistum í bar-
áttu þeirra og það nægði til
að réttlæta þessar villukenn-
ingar. En þegar Stalin dó
breyttust viðhorfin. Lysenko
var yfirlýstur svikari, en
slapp þó með skinnið. Aðrir
visindamenn urðu meðan
skoðanir hans voru enn þá
viðurkenndar að prédika þær
eins og hverja aðra vísinda-
lega staðreynd. Meðal þeirra
var faðir Peter Mudra sem
var prófessor í erfðafræði
við einn háskólann í Austur-
Þýzkalandi. En þegar hann
gafst upp á ósannindunum
og sagði skoðanir sínar á
kenningum Lysenko um-
búðalaust og fordæmdi þær,
var hann í lífshættu. Honum
var það þó ekki fullkomlega
ljóst, vegna þess að hann var
í miklum metum meðal
starfsbræðra sinna. Það
var svo vinur hans í innan-
ríkisráðuneytinu austur-
þýzka, sem aðvaraði hann
gegn yfirvofandi handtöku
og benti honum á að flýja.
— Fyrir hvað hefðu þeir
getað dæmt hann? spurði ég.
— Þeir finna ýmislegt til.
Verkamennirnir í Hennings-
dorf voru sakaðir um njósnir
og sitthvað fleira. Ákæru-
atriðin eru oft algjörlega
upplogin og ekki í neinu
samhengi við það sem ,,sak-
borningar" hafa raunveru-
lega gert. Kannske hefði
hann verið dæmdur fyrir
landráð.
Upp úr þessu snerust sam-
pæðurnar um stúdenta í
Austur-Þýzkalandi. Mudra
sagði að þeim hefði ekkert
fjölgað síðustu 3—4 árin.
Fjöldi þeirra hefði staðið í
sta?5. Stjórnin hefur reynt
mjög á þolrif þeirra með því
að draga þá í herinn. Til
skamms tíma var ekki her-
Frh. á 10 síðu.
SI-SLETT POPLIN
k(NO-IRON)
MINERVAc/£**«fe>*
STRAUNING
ÓÞÖRF