Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 7
FÉLAGSFUNDUR UM EININGAFORRITUN Á síðasta félagsfundi Skýrslutæknifélagins 18. febrúar s.l. flutti Dr. Snorri Agnarsson fyrirlestur um EININGAFORRITUN, en Dr. Snorri varði doktors- ritgerð á s.l. ári er fjallaði um fræðilegar skil- greiningar og stærðfræðilega útlistun á þessari mikilvægu vinnuaðferð við gerð tölvukerfa. Markmið með einingaforritun er að gera forrit sem verðmætust, en verðmæti forrita er ekki sá kostnaður, sem fer i að bfla þau til, heldur hvað þau gefa I aðra hönd. Markmiðinu er náð með þvi að: - Skipta forritum í sem smæstar einingar. - Skil milli eininga séu sem einföldust og vel skilgreind. Þessi tvö markmið togast á og þarf þvl yfirleitt að finna málamiðlunarlausn við forritun. Ef einingar verða of smáar er hætta S því að skilin verði ekki nægilega skýr og einföld. Líta má á skil sem samninga milli eininga, sem 1 raun lúta svipuðum lögmálum og samningar milli manna. Því einfaldari og skýrari sem samningarnir eru þeim mun auðveldara er að skilja þá og fara eftir þeim. Skilin eru tvenns konar. Annars vegar eru lýsingar á innfluttum atriðum, hins vegar lýsingar á útfluttum atriðum. Þau verkfæri, sem notuð eru I einingaforritun eru: - Sjálfstæðar þýðingareiningar - Upplýsingafal milli eininga - Hleðsla eininga - Einingar til almennra nota - Frjáls samsetning eininga Forritunarmál hafa þessi verkfæri I misjafnlega miklum mæli. Þð er ekkert, sem hefur frjálsa sam- setningu eininga. Með þvl að llta á einingar sem innsetningar I formulur, svipað og þegar tölum er stungið inn I stað bðkstafa I stærðfræðiformúlur, má búa til _ 7 _ .

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.