Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 11
IBM OG SAGA GAGNAVINNSLUNNAR Risafyrirtækið IBM hefur mikla sérstöðu S meðal tölvuframleiðenda. Sérstaðan felst ekki eingöngu í því hversu stórum hluta af tölvumarkaði I heiminum IBM ræður. Vissulega er veldi IBM mikið og styrkur þess langtum meiri en annarra tölvufyrirtækja. Velta IBM er meiri en samanlögð velta allra annarra fyrirtækja sem selja tölvubúnað. Hreinn hagnaður fyrirtækisins er einnig mikill. 1 þessari grein eru raktir helstu þættir í sögu IBM því fyrirtækið er einstakt á meðal tölvuframleið- enda. Saga IBM er einfaldlega saga tölvuþrðunar og gagnavinnslu I heiminum. Segja má að rekja megi rætur IBM til ársins 1884 þegar Herman Hollerith hlaut einkaleyfi fyrir vél, sem notaði götuð pappakort til að vinna upplýsingar ur gagnasafni. HERMAN HOLLERITH Herman Hollerith var kominn af þýskum innflytjendum. Hann lauk námi I námuverkfræði 1879, tæplega tvltugur að aldri, og hðf þegar störf við urvinnslu upplýsinga, sem skráð voru I bandaríska manntalinu, sem framkvæmt var 1880. Mönnum var þá ljóst að hin viðamikla úrvinnsla upplýsinganna krafðist nýrrar tækni. Þessa nýju tækni lagði Hollerith til 1 vélum sínum. Hollerith Electric Tabulating System var notað við úrvinnslu manntalsins 1890. Síðar tóku Austurriki, Kanada og Italia tæknina x sina þjónustu og vélin gerði Rússum kleyft að framkvæma sitt fyrsta manntal. Hugmyndir Holleriths byggðust á tækni sem þegar var þekkt. Hinn kunni Jackard vefstóll sem stjðrnað var af röð gataspjalda, hafði lengi verið £ notkun. Sú leið að skrá félagslegar eða persðnulegar upplýsingar með gatakerfi á pappaspjald var heldur ekki ðþekkt á þessum tíma. Járnbrautarfélög í Bandaríkjunum höfðu til dæmis þann hátt á, að gata upplýsingar £ rendur farmiða. Upplýsingar,sem fðlgnar voru I götum þessum lýstu kaupanda miðans og var ætlað að koma í veg fyrir svik. Háralit, auganlit, aldri, kyni og hæð kaupanda var lýst með þvi að klippa í rendur miðans. Með þvi að líta á götin gátu lestarþjónar séð hvort 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.