Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 14
markmiðum slnum töldust meðlimir I "Hundrað prðsent klúbbnum". Söluaðferðir Watsons voru ekki nýjar af nálinni. Þær voru flestar teknar upp eftir John Patterson, forstjóra National Cash Register. Hjá honum hafði Watson unnið I tæpa tvo áratugi og tileinkað sér tækni hans. Áhrifa Patterson gætti mun víða á meðal bandarískra fyrirtækja. Sagt er að hann hafi gjarna látið samstarfsmenn slna hætta hjá NCR ef honum þðtti frami þeirra of mikill. Af þessum sökum var það alls ekki lagt mönnum til lasts að John Patterson hefði vikið þeim Gr starfi. Þvert á móti var litið á það sem viðurkenningu á hæfni þeirra. Einn þeirra manna er John Patterson rak frá NCR var Thomas Watson eldri. IBM gekk vel frá fyrstu tíð. Upplýsingar um veltu og hagnað fyrirtækisins sýna að frátöldum árunum 1931 til 1933 var vöxtur fyrirtækisins jafn og gðður. Á þessum árum gerði kreppan mörgum fyrirtækjum erfitt fyrir svo ekki sé dýpra I árinni tekið. Aðferð IBM að selja ekki tæki sín heldur leigja þau til viðskiptavina var mjög áhrifarík S þessum árum. A þriðja áratugnum voru helstu keppinautar IBM, fyrirtækin Remington Rand, NCR, Burroughs og Underwood. 1 upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar voru öll þessi fyrirtæki enn að keppa S sama vettvangi. Þð höfðu stærðarhlutföll breyst IBM I hag. Rekstur IBM var einnig mun arðbærari en keppinautanna. Hagnaður IBM var meiri en samanlagður hagnaður allra hinna. I slðari heimsstyrjöldinni sigldi IBM endanlega fram tir keppinautunum. UPPHAF TÖLVUALDAR A árunum eftir stríðið komu fyrstu tölvurnar til sögunnar. 1 fyrstu hafði Watson takmarkaðan áhuga á þeim. Stefna IBM mðtaðist fyrst og fremst af ðskum viðskiptamanna og að þörfum þeirra. Á þeim markaði, sem IBM einbeitti sér, var ekki sjáanleg þörf fyrir þessi tæki. Sömu sjónarmið voru einnig rlkjandi á meðal helstu keppinauta þeirra. Á þessum árum voru - 14 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.