Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 18

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 18
mestu á milli sjö fyrirtækja. Saman réðu þessi átta fyrirtæki 99,3% af markaðinum. IBM 65,3% Sperry Rand 12,1% Control Data 5,4% Honeywell 3,8% Burroughs 3,5% General Electric 3,4% RCA 2,9% NCR 2,9% Gárungarnir kölluðu fyrirtækin "Mjallhvíti og dvergana sjö". Velgegni IBM var þð I raun meiri þv£ til viðbðtar kom að frami IBM World Trade var ekki minni. Árið 1965 nam velta World Trade rúmlega miljarði dollara. Þáttur Dick Watsons I uppbyggingu IBM er oft vissulega vanmetin. TÍMAMÓTATÖLVAN IBM 360 Einhver frægasta tölvutegund allra tíma er 360 gerðin frá IBM. Þessari tölvu var ætlað að leysa annarar kynslððar tölvur IBM af hðlmi. IBM 360 var kynnt I apríl 1964 og ári síðar hófst afhending tölva til viðskiptamanna. Þessi tölva var af "þriðju kynslðð". IBM 360 og hliðstæðar tölvur annarra tölvuframleiðenda gjörbreyttu tölvumarkaðinum. 1963 er talið að 11700 tölvur væru í notkun. Tveimur árum slðar 1965 hafði fjöldi þeirra tvöfaldast og 1969 fjðrfaldast. öflugustu gerð tölvunnar IBM 360/90 var augljóslega ætlað að keppa við tölvuna CDC 6600 frá Control Data Corporation. IBM 360/90 var hins vegar aldrei framleidd þó hún væri kynnt og boðinn til sölu. Control Data taldi að um ðlögmæta viðskiptahætti væri að ræða. Spunnust af þessu einhver kunnustu málferli á milli tölvufyrirtækja. Árið 1970 kynnti IBM enn nýja gerð af tölvum. Þeim var ætlað að leysa hinar eldri af hðlmi. Margir telja IBM 370 þó I raun aðeins endurbðt á 360 llnunni. Unnt var að láta nýju tölvurnar vinna eftir sömu tölvuforritum og þær eldri. Það var mikil stefnubreyting frá þvl, sem gerðist þegar 360 leysti - 18 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.