Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 12

Tölvumál - 01.03.1986, Blaðsíða 12
farþegi hafði sjálfur keypt miða sinn. Hið kunna gataspjald Holleriths var hins vegar stærra en farseðiil. Það var jafn stðrt og fimm dollara seðill. Enn þann dag 1 dag þekkja flestir þetta gataspjald. Hollerith seldi ekki vélar sínar heldur leigði þær. Það skapaði fyrirtæki hans, sem hlaut nafnið Tabulating Machines Company, ákveðna erfiðleika en reyndist einnig styrkur. IBM hélt þessum hætti. Fram til þessa dags hefur leiga tækja og hugbönaðar verið ríkur þáttur I starfi IBM. Tabulating Machines Company þandist mjög út á fyrstu árum aldarinnar. Árið 1905 höfðu 100 miljðn spjöld verið seld til notkunar við úrvinnslu úr manntölum. Velar voru einnig framleiddar fyrir stðrfyrirtæki og notkun þeirra breiddist öt. Þrátt fyrir það átti fyrirtækið I erfiðleikum. Stjðrnfyrirkomulagi var Sbótavant, sölukerfi var ekki til og fjármálin voru erfið. Árið 1910 sameinaðist Tabulating Machines Company tveimur öðrum fyrirtækjum. Þau nefndust Inter- national Time Recording Company og Computing Scale Company of America. Þau voru bæði stærri en Tabulating. International Time var þá leiðandi í framleiðslu á klukkum fyrir fyrirtæki. Ársvelta þess var liðlega miljðn dollarar. Computing Scale framleiddi vogir. Hið sameinaða fyrirtæki hlaut nafnið Computing-Tabulating-Recording, CTR. Aðalmaðurinn í þessu nýja fyrirtæki nefndist Charles Flint. Á þessum tlma var hann velþekktur athafnamaður vestanhafs. Hermann Hollerith varð yfirverkfræðingur hins nýja fyrirtækis og lagði til verkfræðiþekkingu. Áhrif þessara tveggja manna voru þð skammvinn þvl árið 1914 kom til sögunnar sá maður, sem kalla mætti föður IBM: Thomas Watson eldri tðk þá við stjðrn CTD fertugur að aldri. THOMAS WATSON ELDRI Þrátt fyrir erfiða stöðu Tabulating I þrleykinu vöktu gagnavinnslutækin mesta athygli Watsons. Sú tegund tækja var honum ekki með öllu ðkunnug. Watson hafði - 12 -

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.