Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.05.1986, Blaðsíða 6
FRÁ KERFI HF - HUGBÖNAÐURINN ALVlS NÝJUNG I ÞRÓUN OG SÖLU HUGBÖNAÐAR Fyrir rúmlega 2 árum hðf KERFI HF skxpulagningu á nýjum hugbúnaði, sem hlaut nafnið ALVÍS. Þegar £ upphafi var ákveðið að fara nýjar leiðir við hönnun og markaðssetningu. í fyrsta lagi var ákveðið að hanna hugbúnaðinn algjörlega frá grunni, £ stað þess að byggja á eldri forritum eða hugmyndum. Nýjustu aðferðum og tækni skyldi beitt til hins ýtrasta. Við kertissetningu ALVÍS var byggt á langri reynslu kerfisfræðinga og hugmynda notenda um nút£ma hugbúnað. I öðru lagi var sú ákvörðun tekin, að aðeins væri til ein útgáfa af ALVÍS. Þ.e. að "source" forrit skyldu ekki seld með hugbúnaðinum, og forritum ekki breytt til þess að fullnægja sérkröfum og óskum einstakra notenda. Forritin ættu að vera það sveigjanleg að sérhver notandi gæti lagað þau að slnum þörfum, án hjálpar forritara og kerfisfræðinga. Þetta hefur þegar sannað gildi sitt. Notendur ALVlS hugbúnaðar hafa £ höndunum öflugt upplýsingakerfi, sem þeir geta nýtt sér við slbreytilegar aðstæður. Notendur eiga kost á að fá nýjungar og breytingar á ALVÍS hugbúnaðinum án þess að ðttast að breytt forrit eyðileggist. Þá geta þeir komið hugmyndum slnum og óskum á framfæri. Ef hugmynd er talin koma fleiri notendum að gagni er hún útfærð og send með næstu útgáfu ALVlS. Þessa njóta þeir sem hafa viðhaldssamning við KERFI HF. KERFI HF. hefur lagt á það áherslu að notendur ALVlS hugbúnaðarins ættu kost á að læra notkun hans til hlltar. Stjórnunarfélag Islands hefur námskeið £ ALVÍS aðal- og vörubókhaldi. Sömuleiðis hefur Sam- vinnuskólinn á Bifröst og framhaldsdeild Samvinnu- skðlans kennslu £ ALVlS. ALVlS hugbúnaðurinn leysir flest þau verkefni, sem I dag er hægkvæmt að vinna á tölvu. Notendur eru einnig gott þversnið af Islensku atvinnullfi, en þeir eru úr flestum starfsstéttum, opinberir aðilar, einkafyrirtæki og samvinnufélög. 6

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.